Verðbólguálagið togast niður og um leið væntingar um topp vaxtahækkana Snörp gengisstyrking krónunnar síðustu daga, meðal annars drifin áfram af fjármagnsinnflæði, og væntingar um að verðbólgan sé búin að toppa hefur togað verulega niður verðbólguálag á skuldabréfamarkaði og um leið aukið trúverðugleika Seðlabankans í aðgerðum sínum. Þótt óvissan um framhaldið sé enn mikil, að sögn sérfræðings á skuldabréfamarkaði, þá gera fjárfestar nú ráð fyrir að vaxtahækkunarferli bankans ljúki fyrr en áður var talið. Innherji 29. mars 2023 09:48
Arion hækkar vextina Arion banki hefur hækkað inn- og útlánsvexti bankans í kjölfar stýrivaxtahækkunar Seðlabanka Íslands í síðustu viku. Viðskipti innlent 29. mars 2023 09:40
Origo segir skilið við Kauphöllina í lok næsta mánaðar Nasdaq Iceland hefur orðið við beiðni Origo um afskráningu í Kauphöll. Síðasti dagur viðskipta með bréf í félaginu verður 25. apríl. Viðskipti innlent 29. mars 2023 07:52
Stilla upp ráðgjöfum fyrir viðræður um stærsta samruna Íslandssögunnar Rúmlega mánuði eftir að stjórn Íslandabanka féllst á beiðni Kviku um að hefja formlegar viðræður um mögulega sameiningu félaganna, sem yrði þá verðmætasti banki landsins, hafa bankarnir gengið frá ráðningum á helstu lögfræði- og fjármálaráðgjöfum sínum fyrir samrunaferlið. Vænta má þess að viðræðurnar, sem hafa farið nokkuð hægt af stað, verði tímafrekar og krefjandi, meðal annars vegna væntanlegra skilyrða Samkeppniseftirlitsins. Innherji 28. mars 2023 17:29
„Feigðarflan“ að toga tilnefningarnefndir fjær hluthöfum Það er feigðarflan að toga tilnefningarnefndir fjær hluthöfum, sagði reyndur stjórnarmaður. Ráðgjafi á sviði stjórnarhátta velti því upp hvort það væri óvinnandi fyrir tilnefningarnefndir að stilla upp góðri stjórn. Yfirlögfræðingur lífeyrissjóðs hugnast ekki að stjórnarmenn sitji í tilnefningarnefndum. Innherji 28. mars 2023 14:21
Topp 10 fermingargjafir sem hitta í mark Fermingar eru fram undan og veislur um allt land að því tilefni. Margt getur verið á óskalistanum fyrir stóra daginn en Origo mælir með gjöf sem nýtist fermingarbarninu vel og það getur tekið með sér inn í framtíðina.Við hjá Origo höfum að því tilefni tekið saman okkar tíu bestu hugmyndir að fermingargjöf frá flottustu og bestu vörumerkjunum okkar, gjafir sem munu án efa hitta beint í mark. Samstarf 28. mars 2023 09:11
Flýta vinnslu á Grænlandi eftir sjö milljarða lánsfjármögnun Auðlindafélagið Amaroq Minerals, sem heldur á víðtækum rannsóknar- og vinnsluheimildum á Grænlandi, hefur gengið frá sjö milljarða króna lánsfjármögnun. Fjármagnið verður nýtt til að hefja gullvinnslu í Nalunaq námunni fyrr en ella. Þá kannar félagið nú skráningu á aðalmarkaði Nasdaq á Íslandi. Viðskipti innlent 28. mars 2023 07:46
Máni kveður Sýn: „Þetta hefur verið áhugavert ferðalag í rúm 25 ár" Máni Pétursson fjölmiðlamaður hefur sagt skilið við Sýn eftir 25 ára starf. Hann lauk formlega störfum um síðustu mánaðamót. Lífið 27. mars 2023 23:40
Forstjóri Brims gagnrýnir „lýðskrum“ í umræðu um sjávarútveg Forstjóri og aðaleigandi Brims, eins stærsta útgerðarfyrirtækis landsins, segir „málsmetandi aðila kynda undir öfund og óánægju í garð sjávarútvegs á fölskum forsendum“ en gagnrýnin er sett fram á sama tíma og stjórnvöld vinna nú að breytingum á lögum um stjórn fiskveiða. Hann rifjar upp að bætt afkoma Brims megi rekja til umdeildra ákvarðana sem voru teknar fyrir fáeinum árum, sem varð til þess að Gildi seldi allan hlut sinn, og lærdómurinn af því sé að „ekki er allaf rétt að forðast ágreining.“ Innherji 27. mars 2023 10:16
Leggja slagorðinu þar sem æ fleiri skilja ekki til hvers sé vísað Sláturfélag Suðurlands hefur á undanförnum vikum kynnt til sögunnar nýtt útlit á 1944-skyndiréttunum og samhliða breytingunum verður hætt við notast við slagorð réttanna – „Matur fyrir sjálfstæða Íslendinga“. Forstjóri segir að sífellt fleiri skilji ekki vísun slagorðsins til ártalsins – það er réttirnir dragi nafn sitt af ártalinu þegar Íslendingar lýstu yfir sjálfstæði frá Danmörku. Neytendur 26. mars 2023 10:00
Kerfi sem bjóði þingmönnum upp á spillingu Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir fyrirkomulag við bókanir ríkisstarfsmanna á flugferðum bjóða upp á spillingu. Þarna sé verið að viðhalda kerfi sem hvetji starfsmenn ríkisins til þess að beina viðskiptum sínum til ákveðins flugfélags. Innlent 24. mars 2023 16:56
Þingmenn fá punkta á sitt kort fyrir flugferðir greiddar af ríkinu Þingmenn sem ferðast til útlanda vegna starfs síns fá flugpunkta á kort sín fljúgi þeir með ákveðnum flugfélögum, þrátt fyrir að ferðin sé greidd af ríkinu. Punktana geta þeir svo notað sjálfir þegar flogið er í persónulegum erindagjörðum. Forstjóri Play segir að þarna sé svakalegur hvati sem stýri viðskiptum þingmannanna. Innlent 24. mars 2023 09:50
Landsbankinn greiðir 8.500 milljónir í arð Landsbankinn hefur samþykkt að greiða hluthöfum 8.504 milljónir í arð. Heildararðgreiðslur bankans síðustu tíu ár nema 175,1 milljarði króna. Viðskipti innlent 23. mars 2023 20:11
Arion banki fyrstur til að hækka vexti Arion banki er fyrsti bankinn til að hækka vexti í kjölfar ákvörðunar Seðlabankans um að hækka stýrivexti um heilt prósentustig. Hækkunin nær einungis til einnar tegundar lána en breytingar á öðrum vöxtum verða tilkynntar á næstu dögum. Viðskipti innlent 23. mars 2023 17:49
Verðmetur Sýn 39 prósentum yfir markaðsvirði Jakobsson Capital verðmetur Sýn, sem meðal annars á Vodafone og Stöð 2, um 39 prósentum yfir markaðsvirði þegar þetta er ritað. Fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtæki hafa háan fastan kostnað en lágan breytilegan kostnað. Hagnaðarhlutfallið er mjög hátt af hverri auka krónu. Sókn í sölumálum og söludrifin áhersla á nýju skipulagi kemur því ekki á óvart, segir hlutabréfagreinandi. Innherji 23. mars 2023 17:01
Bankanum liggur á að „sýna fram á árangur“ fyrir næstu kjarasamninga Ákvörðun peningastefnunefndar um að hækka vexti um eina prósentu, umfram væntingar markaðsaðila, virðist hafa grundvallast á þeirri sýn nefndarinnar að það væri betra að „rífa plásturinn af“ með stóru skrefi áður en aðrir seðlabankar skipta hugsanlega um gír vegna óróa á erlendum mörkuðum, að sögn aðalhagfræðings Arion banka. Hún gagnrýnir seðlabankastjóra fyrir rýr svör um framvirka leiðsögn og segir sumpart misvísandi skilaboð hans og varaseðlabankastjóra mögulega til marks um „togstreitu“ innan peningastefnunefndar. Innherji 23. mars 2023 11:29
Konráð til liðs við nýja greiningardeild Arion banka Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur og efnahagsráðgjafi Samtaka atvinnulífsins á meðan síðustu kjarasamningaviðræðum stóð, hefur gengið til liðs við Arion banka en í kjölfarið kemur bankinn á fót nýrri greiningardeild, Arion greiningu, undir sviðinu Mörkuðum. Klinkið 23. mars 2023 09:31
Svör von der Leyen gefa til kynna að misskilningur hafi verið á ferð Svör Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, við erindi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um áhyggjur Íslendinga vegna Fit for 55-áætlunar Evrópusambandsins virðast benda til þess að stjórnvöld hafi misskilið fyrirhugaðar breytingar. Innlent 22. mars 2023 10:57
Play flýgur til Amsterdam á ný á kostnað Árósa Flugfélagið Play flaug til Schiphol flugvallar í Amsterdam frá desember árið 2021 til mars 2022. Síðan þá hefur flugfélagið ekki flogið til hollensku höfuðborgarinnar en nú hefur orðið breyting á því flugfélagið hefur hafið miðasölu á áætlunarferðum þangað á ný. Viðskipti innlent 22. mars 2023 10:16
Við þessar aðstæður myndast oft mikil kauptækifæri Íslenski hlutabréfamarkaðurinn hefur verið að fara í þveröfuga átt samanborið við alþjóðamarkaði. Erlendir fjárfestar hafa leitað í örugg rekstrarfélög. Þess vegna hafa fasteignafélög í nágrannalöndum okkar hækkað á meðan innlendir fjárfestar hafa selt þau „eins og enginn sé morgundagurinn.“ Við þessar aðstæður myndast oft mikil tækifæri, segir hlutabréfagreinandi. Innherji 21. mars 2023 14:21
36 áfangastaðir hjá Icelandair næsta vetur Flugfélagið Icelandair býður farþegum sínum flugferðir til 36 áfangastaða veturinn 2023 til 2024. Aukning á áætluðu sætaframboði á tímabilinu er 20 til 25 prósent. Í fyrsta sinn boðið upp á dagflug til New York og Boston yfir vetrartímann. Viðskipti innlent 21. mars 2023 11:02
Alls ekki víst að óróleiki á fjármálamörkuðum hverfi í bráð Mikill titringur hefur verið á fjármálamörkuðum úti um allan heim í dag vegna yfirtöku á svissneska bankanum Credit Suisse um helgina. Hagfræðingur segir að það sé alls ekki víst að óróleiki á mörkuðum hverfi í bráð. Viðskipti innlent 20. mars 2023 20:30
Stærstu hluthafar Bláa lónsins vilja ekki selja sig niður við skráningu á markað Stærstu hluthafar Bláa lónsins eru lítt áhugasamir um að losa um eignarhluti sína í félaginu í tengslum við áformaða skráningu á hlutabréfamarkað síðar á árinu og því horfir ferðaþjónustufyrirtækið fremur til þess að fara þá leið að auka hlutafé sitt. Erfiðar markaðsaðstæður réðu mestu um að hætt hefur verið við að stefna að skráningu félagsins núna á vormánuðum, að sögn stjórnarformanns Bláa lónsins. Innherji 20. mars 2023 17:09
Fjárfestahópur í Sýn nálgast yfirtökuskyldu Fjárfestahópurinn sem tryggði sér meirihluta stjórnarsæta í Sýn er kominn með samtals 29 prósenta hlut í fjarskipta- og fjölmiðlunarfyrirtækinu. Eignarhluturinn nálgast því 30 prósenta mörkin sem virkja yfirtökuskyldu samkvæmt lögum ef fjárfestarnir ákveða, eða eru taldir, eiga með sér samstarf. Klinkið 20. mars 2023 13:34
Hefja viðræður um kaup Festi á Lyfju fyrir um 7,8 milljarða króna Forsvarsmenn Festi hf. og SID ehf. undirrituðu í dag samkomulag um helstu skilmála vegna fyrirhugaðra kaupa Festi á öllu útgefnu hlutafé Lyfju hf.. Samkomulagið felur í sér að heildarvirði Lyfju sé 7,8 milljarðar króna en endanlegt kaupverð hlutafjár mun ráðast af skuldastöðu félags við afhendingu ásamt gengi hlutabréfa í Festi á þeim tíma. Viðskipti innlent 17. mars 2023 17:33
Tækifæri Kviku til vaxtar liggja nú fyrst og fremst á lánamarkaði Tækifæri Kviku til vaxtar liggja nú fyrst og fremst á lánamarkaði. Þótt engin sameining hafi verið á síðasta ári stækkaði efnahagsreikningur Kviku um 23 prósent. Eftir hraðan vöxt undanfarin ár er ekki ólíklegt að það dragi úr vexti félagsins. Kvika er nú stór á fjárfestingarbankamarkaði og fá tækifæri þar, segir í hlutabréfagreiningu. Innherji 17. mars 2023 15:03
Stefna að skráningu Bláa lónsins í haust Stjórn Bláa lónsins, eins stærsta ferðaþjónustufyrirtækis landsins, hefur ákveðið að hefja undirbúning að því að skrá félagið í Kauphöllina í haust. Þetta staðfestir Úlfar Steindórsson, stjórnarformaður Bláa lónsins, í samtali við Innherja, en hann kynnti ákvörðunina á hluthafafundi félagsins í morgun. Innherji 17. mars 2023 13:12
Stjórnendur Arion segja „hamlandi starfsumhverfi“ kalla á meiri vaxtamun Æðstu stjórnendur Arion gagnrýndu „hamlandi starfsumhverfi“ hér á landi á aðalfundi bankans í gær, sem þýddi að vaxtamunur þyrfti að vera hærri en ella til að ná fram sambærilegri arðsemi og erlendir keppinautar þeirra, og kölluðu eftir því að stjórnvöld myndu „jafna leikinn.“ Íslenskir bankar greiddu í fyrra um 70 til 80 prósent meira í heildarskatta borið saman við aðra norræna banka, að sögn bankastjóra Arion. Innherji 16. mars 2023 10:21
Spá 75 punkta stýrivaxtahækkun Seðlabankans Greining Íslandsbanka spáir því að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti um 75 punkta í næstu viku þannig að þeir fari úr 6,5 prósentum í 7,25 prósent. Viðskipti innlent 15. mars 2023 08:45
Telja fjármálakerfið hér standa traustum fótum Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans telur að innlent fjármálakerfi standi traustum fótum. Þó hafa fjármálaskilyrði heimila og fyrirtækja farið versnandi vegna mikillar verðbólgu og hærri vaxta. Útlit er fyrir að verðbólga verði þrálát. Viðskipti innlent 15. mars 2023 08:43