Kauphöllin

Kauphöllin

Fréttir úr Kauphöllinni á Íslandi og af skráðum félögum á markaði.

Fréttamynd

Skásta af­koman hjá Arð­­greiðslu­­sjóði Stefnis á erfiðu ári á markaði

Nýliðið ár var langt frá því að vera ásættanlegt með tilliti til ávöxtunar á hlutabréfamarkaði. Gengi fjölmargra skráðra félaga í íslensku kauphöllinni lækkaði en mismikið þó. Úrvalsvísitala Kauphallarinnar (OMXI10) lækkaði um nærri 27 prósent á árinu 2022. Öllum innlendum hlutabréfasjóðum tókst að skila skárri afkomu en Úrvalsvísitalan gerði, þó þeim hafi tekist misvel til, en margir skiluðu lakari ávöxtun en Heildarvísitala Kauphallarinnar sem lækkaði um 16,5 prósent.

Innherji
Fréttamynd

Ætti að vera „auð­sótt“ fyrir markaðinn að ráða við út­gáfu­þörf ríkis­sjóðs

Áætluð lánsfjárþörf ríkissjóðs á árinu 2023, sem hefur boðað útgáfu ríkisbréfa fyrir samtals um 140 milljarða, ætti ekki að valda miklum erfiðleikum fyrir innlendan skuldabréfamarkað, að sögn sérfræðinga, sem setja samt spurningamerki við litla áherslu á verðtryggða skuldabréfaútgáfu. Frekari sala á eignarhlutum ríkisins í Íslandsbanka mun skipta höfuðmáli um hvort fjárþörf ríkissjóðs verði endurskoðuð til hækkunar eða lækkunar á árinu.

Innherji
Fréttamynd

Héldu áfram að selja í verðbréfasjóðum þrátt fyrir hækkanir á mörkuðum

Hreinar innlausnir fjárfesta í innlendum verðbréfasjóðum á fyrstu ellefu mánuðum ársins 2022 nema samanlagt yfir 37 milljarðar króna á tímabili sem hefur einkennst af mikilli óvissu og hræringum á mörkuðum um allan heim. Ekkert lát var á útflæðinu í nóvember, meðal annars í hlutabréfasjóðum, sem hafa skroppið saman um 30 milljarða frá því í ársbyrjun 2022.

Innherji
Fréttamynd

LSR byggir upp stöðu í fjarskiptafélaginu Nova

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR) er orðinn einn allra stærsti hluthafi Nova eftir að hafa sópað upp bréfum í fjarskiptafélaginu á síðustu dögum ársins 2022. Hlutabréfaverð Nova, sem hefur átt undir högg að sækja frá því að það var skráð á markað um mitt síðasta ár, hefur farið hækkandi undanfarnar vikur og ekki verið hærra frá því um miðjan september.

Innherji
Fréttamynd

Árið á verðbréfamarkaði – raðirnar þéttar

Undangengin útboð og öflugar nýskráningar og markvissar umbætur hafa átt helstan þátt því að við erum komin á þennan stað, bæði hvað varðar FTSE flokkunina og aukinn áhuga á markaðnum að öðru leyti. Til að við getum gert enn betur sem og aukið líkur á að færa okkur ofar í gæðaflokkun bæði hjá FTSE og MSCI verður að eiga sér stað áframhaldandi samtal við markaðsaðila og stjórnvöld um markaðsumbætur, sem meðal annars krefjast laga- og reglugerðabreytinga.

Umræðan
Fréttamynd

Ingibjörg og eigendur Eskju kaupa Hótel Selfoss

Hið nýstofnaða eignarhaldsfélag JAE, sem er meðal annars í eigu Ingibjargar Pálmadóttur fjárfestis og eigenda útgerðarfyrirtækisins Eskju, hefur gengið frá kaupum á Hótel Selfoss. Áður hafði sama félag fyrr á árinu einnig eignast Hótel Vestmannaeyjar.

Innherji
Fréttamynd

LSR fyrsti af stóru lífeyrissjóðunum sem fjárfestir í Alvotech

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR) var í hópi innlendra fjárfesta, ásamt meðal annars þremur öðrum lífeyrissjóðum, sem komu að fjármögnun á líftæknilyfjafyrirtækinu Alvotech fyrr í þessum mánuði með kaupum á skuldabréfum sem eru breytanleg í almenn hlutabréf að einu ári liðnu, samkvæmt heimildum Innherja. Á meðal þriggja langsamlega stærstu lífeyrissjóða landsins – LSR, LIVE og Gildis – er LSR fyrsti sjóðurinn sem kemur að fjármögnun á Alvotech en það er í dag orðið verðmætasta fyrirtækið í Kauphöllinni.

Innherji
Fréttamynd

Hnoðaður til lífs um borð í þotu Icelandair

Bandarískur karlmaður var hnoðaður til lífs um borð í þotu Icelandair að kvöldi jóladags, sem var þá á leið frá Íslandi til Seattle í Bandaríkjunum. Svo heppilega vildi til að tveir læknar voru með í för, sem aðstoðuðu flugþjón við að koma manninum til bjargar.

Innlent
Fréttamynd

Blóm­a­skeið er fram­undan í fjar­skipt­um með frek­ar­i snjall­væð­ing­u

Með frekari snjallvæðingu telur Margrét Tryggvadóttir, forstjóri Nova, að blómaskeið sé framundan í fjarskiptum. „Tækifærin eru svo sannarlega til staðar hjá okkur með sterka innviði og með þeim miklu breytingum sem hafa verið undanfarið á fjarskiptamarkaðnum. Nova er sterkt innviðafyrirtæki og það er spennandi og skemmtilegt ár fram undan,“ segir hún. 

Innherji
Fréttamynd

Hampiðjan fer í vísitöluna First North 25 við upphaf nýs árs

Hampiðjan mun fara í vísitöluna First North 25 við upphaf nýs árs. Um er að ræða vísitölu þeirra fyrirtækja sem eru stærst og mest viðskipti er með á Nasdaq First North og First North Premier mörkuðunum á Norðurlöndunum. Þau lönd sem tilheyra þessum mörkuðum eru Danmörk, Finnland, Ísland og Svíþjóð.

Innherji
Fréttamynd

Al­vot­ech færist nær því að fá markaðs­leyfi fyrir stærsta lyf sitt í Banda­ríkjunum

Bandaríska lyfjaeftirlitið (FDA) hefur lokið umsókn Alvotech um markaðsleyfi fyrir líftæknilyfjahliðstæðu með útskiptileika við gigtarlyfið Humira í háum styrk, sem er mest selda lyf í heimi, og staðfest að framlögð gögn íslenska félagsins sýni fram á að allar kröfur séu uppfylltar. Veiting markaðsleyfis í Bandaríkjunum er nú háð fullnægjandi niðurstöðu endurúttektar eftirlitsins á framleiðsluaðstöðu fyrirtækisins í Reykjavík.

Innherji
Fréttamynd

Vanguard komið í hóp tíu stærstu hluthafa Íslandsbanka

Sjóðir í stýringu bandaríska félagsins Vanguard bættu verulega við eignarhlut sinn í Íslandsbanka undir lok síðustu viku þegar þeir fjárfestu í bankanum samtímis því að fram fór önnur uppfærsla á íslenska markaðinum í flokk nýmarkaðsríkja hjá vísitölufyrirtækinu FTSE Russell. Vanguard er núna á meðal tíu stærsta hluthafa Íslandsbanka.

Innherji
Fréttamynd

Arion banki hækkar vexti

Arion banki hefur ákveðið að hækka vexti í kjölfar stýrisvaxtahækkunar Seðlabanka Íslands þann 23. nóvember síðastliðinn. Ákvörðunin gildir frá og með deginum í dag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sjóðastýringarrisinn Vanguard tvöfaldar stöðu sína í Arion banka

Bandaríska sjóðastýringarfélagið Vanguard fjárfesti í Arion banka fyrir liðlega 2,5 milljarða króna í sérstöku lokunaruppboði sem fór fram síðasta föstudag samhliða öðrum áfanga við uppfærslu íslenska markaðarins í flokk nýmarkaðsríkja. Vanguard er núna langsamlega stærsti einstaki erlendi fjárfestirinn í hluthafahópi Arion.

Innherji
Fréttamynd

„Við viljum ekki að svona komi fyrir aftur“

Búið er að opna Reykjanesbrautina í báðar áttir og brátt mun eðlileg flugumferð um Keflavíkurflugvöll hefjast á ný. Forstjóri Icelandair tók á móti farþegum tveggja þota sem flogið var frá Keflavík til Reykjavíkur í dag.

Innlent
Fréttamynd

Tekist á um hvort ræða ætti málefni Ljósleiðarans eða ekki

Tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að fram færi sérstök utandagskrárumræða um málefni Ljósleiðarans á borgarstjórnarfundi í dag var hafnað. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að um umræðubann sé að ræða. Starfandi borgarstjóri sakaði fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að reyna að sjá spillingu í hverju horni.

Innlent
Fréttamynd

Undirbúa að hefja áætlanaflug til útlanda á ný

Erfið færð er á vegum víða um landið og gular viðvaranir áfram í gildi fram á kvöld og þar til á morgun. Reykjanesbraut er lokuð í aðra áttina og var öllu áætlanaflugi aflýst í morgun. Verið er að ferja flugáhafnir til Keflavíkur og farþega til Reykjavíkur. Gert er ráð fyrir að áætlanaflug hjá Icelandair hefjist aftur síðdegis. 

Innlent
Fréttamynd

Skoða að setja upp loft­brú milli Kefla­víkur og Reykja­víkur

Upplýsingafulltrúi Icelandair segir að verið sé að skoða að setja upp loftbrú milli Keflavíkur og Reykjavíkur. Þannig yrðu farþegar sem sitja fastir á Keflavíkurflugvelli fluttir til Reykjavíkur og starfsfólk flugfélagsins flutt til Keflavíkur. Um fimm hundruð manns lentu á Keflavíkurflugvelli í morgun með fjórum flugvélum.

Innlent
Fréttamynd

Lífeyrissjóðir farnir að horfa til Alvotech eftir 1,6 milljarða kaup á víkjandi bréfum

Að minnsta kosti þrír íslenskir lífeyrissjóðir komu að fjármögnun á líftæknilyfjafyrirtækinu Alvotech í liðinni viku með kaupum á skuldabréfum fyrir tæplega tvo milljarða sem eru breytanleg í almenn hlutabréf að rúmlega einu ári liðnu. Áður hafði Lífeyrissjóður Vestmannaeyja, sem var jafnframt í hópi þeirra sjóða sem tóku þátt í nýafstöðnu skuldabréfaútboði, fram að því verið eini lífeyrissjóðurinn hér á landi sem hafði fjárfest í eigin nafni í Alvotech.

Innherji