Reifst við Embiid og lét 76ers heyra það Kevin Durant er margslunginn körfuboltamaður sem og einstaklingur. Hann hrósaði Joel Embiid, leikmanni Philadelphia 76ers í hástert nýverið en lét svo lið hans heyra það eftir öruggan 29 stiga sigur Brooklyn Nets á 76ers nú fyrir skömmu. Körfubolti 12. mars 2022 07:01
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - KR 110-106: Keflvíkingar kláruðu KR í framlengingu Keflavík og KR hafa spilað marga jafna og spennandi leiki á síðustu árum og leikurinn í kvöld bætist í þann hóp. Keflvíkingar hittu illa en tókst að landa dýrmætum sigri á móti sjóðandi heitum þriggja stiga skyttum KR-inga. Körfubolti 11. mars 2022 23:21
Umfjöllun: Þór Ak. - Breiðablik 109-116 | Blikar láta sig dreyma um sæti í úrslitakeppninni Blikar steig skref í átt að úrslitakeppninni með mikilvægum sigri á Þór á Akureyri í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld en heimamenn eru þegar fallnir úr deildinni, lokatölur 109-116. Nánari umfjöllun og viðtöl væntanleg. Körfubolti 11. mars 2022 21:00
Hraunuðu yfir Simmons en enduðu á að baula á eigið lið Það er óhætt að segja að það hafi verið fjandsamlegt andrúmsloft og hiti í áhorfendum og leikmönnum í Philadelphiu í gærkvöld þegar heimamenn í 76ers mættu Brooklyn Nets í fyrsta leik liðanna eftir að þau skiptu á stórstjörnum. Körfubolti 11. mars 2022 07:30
Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Valur 88-69| Sjöundi sigur Íslandsmeistaranna í röð Þór Þorlákshöfn vann nítján stiga sigur á Val í 19. umferð Subway-deildar karla. Þetta var sjöundi sigur Þórs Þorlákshafnar í röð og eru Íslandsmeistararnir í harðri baráttu við Njarðvík um deildarmeistaratitilinn. Körfubolti 10. mars 2022 23:22
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Grindavík 91-87 | Stjarnan snéri taflinu við og vann í framlengdum leik Stjarnan vann mikilvægan fjögurra stiga sigur gegn Grindvíkingum í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 91-87. Grindvíkingar leiddu með tuttugu stigum í hálfleik, en Garðbæingar snéru taflinu við í síðari hálfleik og höfðu að lokum betur í framlengingu. Körfubolti 10. mars 2022 22:03
Sverrir Þór: „Við þurfum að fínpússa hluti“ Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur, var sár og svekktur eftir að hafa misst niður nánast unnin leik gegn Stjörnunni í Garðabæ. Körfubolti 10. mars 2022 21:52
Tindastóll tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Tindastóll vann nauman fjögurra stiga útisigur gegn ÍR í Subway-deild karla í kröfubolta í kvöld, 75-71, og tryggði sér um leið sæti í úrslitakeppni Íslandsmótsins með sigrinum. Körfubolti 10. mars 2022 21:02
Jackie Moon hitaði upp með Steph Curry og Klay með góðum árangri Golden State Warriors menn þurftu að gera eitthvað eftir hvern tapleikinn á fætur öðrum í NBA-deildinni og lausnin kom úr óvæntri átt. Það dugði að fá sjálfan Jackie Moon á staðinn. Körfubolti 10. mars 2022 11:30
Hvurslags Green var þessi karfa? Phoenix Suns tryggði sig inn í úrslitakeppnina, Jayson Tatum og Giannis Antetokounmpo fóru á kostum en LeBron James varð að sætta sig við tap í framlengingu, í NBA-deildinni í nótt. Karfa Chicago Bulls gegn Detroit Pistons vakti þó mesta athygli. Körfubolti 10. mars 2022 07:32
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Fjölnir 82-105| Öll úrslit dagsins Fjölni í hag Fjölnir vann sannfærandi sigur á Keflavík 82-105. Með sigrinum styrkti Fjölnir stöðu sína á toppnum og ekki skemmdi það fyrir að bæði Njarðvík og Valur misstigu sig. Fjölnir átti skínandi seinni hálfleik sem endaði með tuttugu og þriggja stiga sigri. Körfubolti 9. mars 2022 23:30
„Spiluðum eins og þetta væri æfingaleikur í fyrri hálfleik“ Fjölnir styrkti stöðu sína á toppi Subway-deildar kvenna með sannfærandi sigri á Keflavík, 82-105. Halldór Karl Þórsson, þjálfari Fjölnis, var afar ánægður með sigurinn. Sport 9. mars 2022 22:27
Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík 79-85 Grindavík | Grindvíkingar sóttu óvæntan útisigur í Njarðvík Nýliðar Njarðvíkur og Grindavíkur mættust í Ljónagryfjunni í kvöld í hörku leik. Þrátt fyrir að hlutskipti liðanna í deildinni sé ansi ólíkt, var ekki að sjá á leik þeirra að hér væru lið að berjast á sitthvorum enda töflunnar. Körfubolti 9. mars 2022 21:28
„Ég vissi allan tímann að við ættum séns“ Þorleifur Ólafsson, Lalli, þjálfari Grindavíkur var kampakátur í leikslok í Ljónagryfjunni í kvöld þar sem hans konur lönduðu miklum baráttusigri gegn Njarðvík. Körfubolti 9. mars 2022 21:00
Jón Axel spilaði tíu mínútur í sigri í Evrópudeildinni Jón Axel Guðmundsson og félagar í Crailsheim Merlins unnu öflugan þriggja stiga sigur á Leidsen í 16-liða úrslitum Evrópukeppni FIBA í körfubolta, 71-68. Körfubolti 9. mars 2022 20:15
Má enn ekki spila á heimavelli en skoraði fimmtíu í dýrmætum sigri „Þetta var meistaralega gert,“ sagði Kevin Durant og byrjaði að klappa þegar hann var spurður út í ævintýralega frammistöðu félaga síns, Kyrie Irving, í bráðnauðsynlegum 132-121 sigri á Charlotte Hornets í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Körfubolti 9. mars 2022 07:31
Martin og félagar á toppinn eftir sigur Martin Hermannsson og félagar hans í Valencia lyftu sér í það minnsta tímabundið í efsta sæti B-riðils Eurocup með góðum ellefu stiga sigri gegn JL Bourg í kvöld, 88-77. Körfubolti 8. mars 2022 20:53
Nei eða já: Sammála um að LeBron James sé ekki lengur einn þriggja bestu NBA-sérfræðingarnir í Lögmálum leiksins tóku fyrir nokkur mál í liðnum „Nei eða já“ í gærkvöld og ræddu meðal annars um það hvort að LeBron James væri enn einn af þremur bestu leikmönnum NBA-deildarinnar í körfubolta. Körfubolti 8. mars 2022 14:01
Ekkert grín hjá Jókernum eftir hléið Serbinn Nikola Jokic hélt áfram að fara á kostum í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar hann náði þrefaldri tvennu í 131-124 sigri Denver Nuggets á Golden State Warriors. Körfubolti 8. mars 2022 08:00
Pétur Rúnar: Þurftum að taka til varnarlega Tindastóll vann mikilvægan sigur á KR á heimavelli. Lokatölur 89-80. Pétur Rúnar Birgisson, leikmaður Tindastóls átti ljómandi góðan leik, hann skilaði 14 stigum, 5 fráköstum, 3 stoðsendingum og 2 stolnum boltum. Körfubolti 7. mars 2022 22:01
Pétur hefur enn trú: „Við förum í alla leiki til að vinna” Vestri vann stórsigur á Þór Akureyri, 73-117, í Íþróttahöllinni á Akureyri í kvöld í frestuðum leik í Subway deild karla. Vestra menn voru betri allan leikinn og gengu á lagið í seinni hálfleik og kafsigldu heimamenn og unnu að lokum auðveldan 45 stiga sigur. Körfubolti 7. mars 2022 21:46
Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - KR 89-80 | Stólarnir með mikilvægan sigur Tindastóll vann sinn þriðja leik í röð er liðið lagði KR með níu stiga mun í 13. umferð Subway-deild karla í kvöld. Körfubolti 7. mars 2022 21:10
Umfjöllun og viðtöl: Þór Ak. - Vestri 73-117 | Magnaður sigur Ísfirðinga á Akureyri Vestri vann stórsigur á föllnum Þórsurum á Akureyri í Subway-deild karla í kvöld. Lokatölur 73-117 í leik sem var einstefna frá uppahfi til enda. Körfubolti 7. mars 2022 20:45
Lögmál leiksins: Slagsmál í leik Knicks og Suns ásamt hræinu honum Kemba Walker „Þetta var mjög sárt, eins og allur þessi vetur er búinn að vera. Eins og var gaman í vor, í alvöru talað þið trúið ekki hvað var gaman í vor,“ sagði Hörður Unnsteinsson, einn af sérfræðingunum í Lögmál leiksins og einn harðasti New York Knicks aðdáandi Íslands. Körfubolti 7. mars 2022 19:46
Kyrie skýtur á Celtics: „Eins og gömul kærasta sem er enn að bíða“ Það er sjaldnast lognmolla í kringum Kyrie Irving, leikmann Brooklyn Nets í NBA-deildinni í körfubolta. Viðtal hans eftir tap Nets gegn Boston Celtics í gær var áhugavert fyrir margar sakir. Körfubolti 7. mars 2022 17:30
Jókerinn gerði nokkuð sem enginn hafði áður afrekað Verðmætasti leikmaður síðustu leiktíðar, Serbinn Nikola Jokic, sýndi hvers hann er megnugur í gær þegar hann bar Denver Nuggets á herðunum yfir erfiðan hjalla og tryggði liðinu sigur gegn New Orleans Pelicans í NBA-deildinni í körfubolta. Körfubolti 7. mars 2022 08:00
Framlengingin: Er Milka í besta fimm manna liði Keflavíkur? Framlengingin var á sínum stað í seinasta þætti af Subway Körfuboltakvöldi þar sem stjórnandi þáttarins, Sigurður Orri Kristjánsson, og sérfræðingarnir fóru um víðan völl. Körfubolti 6. mars 2022 23:30
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Haukar 78-93 | Reynslusigur hjá Haukum í Grindavík í kvöld Haukar unnu fjórða leikinn sinn í röð er liðið heimsótti Grindavík í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Lokatölur 93-78. Körfubolti 6. mars 2022 22:08
Bjarni: Grindavík var bara að gera okkur erfitt fyrir á löngum köflum Haukar lönduðu þegar upp var staðið nokkuð öruggum sigri í Grindavík í kvöld, en það var þó ekki fyrr en rétt síðustu fimm mínúturnar eða svo sem gestirnir náðu að slíta sig almennilega frá heimakonum í Grindavík, staðan 71-75 þegar 5:32 lifðu leiks. Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, tók undir þá greiningu blaðamanns að þær hefðu þurft að hafa töluvert fyrir sigrinum í kvöld. Körfubolti 6. mars 2022 21:50
Elvar vann stórsigur í Íslendingaslag | Tryggvi og félagar töpuðu Elvar Már Friðriksson og félagar hans í Antwerp Giants unnu 32 stiga stórsigur gegn Þóri Þorbjarnarsyni og félögum hans í Zwolle í belgísku deildinni í körfubolta í kvöld, 102-70. Þá þurftu Tryggvi Snær Hlinason og félagar hans í Zaragoza að sætta sig við tíu stiga tap gegn Gran Canaria á Spáni, 86-76. Körfubolti 6. mars 2022 20:47