Barcelona spænskur meistari Barcelona varð í kvöld spænskur meistari í körfubolta eftir að leggja Real Madrid að velli í öðrum leik úrslitaeinvígisins. Barcelona vann báða leikina örugglega og eru því verðskuldaðir meistarar. Körfubolti 15. júní 2021 22:46
KR hafnaði sæti í efstu deild svo Njarðvík fór upp Njarðvík tekur sæti Snæfells í efstu deild kvenna í körfubolta á næstu leiktíð eftir að körfuknattleiksdeild Snæfells ákvað á dögunum að gefa sæti sitt í deildinni eftir. Körfubolti 15. júní 2021 14:46
Stórstjörnur LA Clippers aftur báðir yfir þrjátíu stigin í sigri Los Angeles Clippers og Atlanta Hawks jöfnuðu bæði metin í sínum einvígum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Körfubolti 15. júní 2021 07:31
NBA dagsins: Sá besti var rekinn snemma í sturtu á meðan sá „gamli“ var óstöðvandi Það þarf að fara 32 ár aftur í tímann til að finna mikilvægasta leikmann NBA deildarinnar í sömu stöðu og Nikola Jokic lenti í þegar tímabilið hans endaði í nótt. Körfubolti 14. júní 2021 16:00
Táningurinn með hæsta framlag Þórsara í undanúrslitunum Þórsarar eru komnir alla leið í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn í Domino's deild karla í körfubolta sem er eitthvað sem mjög fáir bjuggust við fyrir tímabili. Þeir hinir sömu sáu heldur ekki fyrir sér uppkomu hins nítján ára gamla Styrmis Snæs Þrastarsonar. Körfubolti 14. júní 2021 13:00
Leikmaður ársins fyrst rekinn út úr húsi og svo sópað í sumarfrí Tímabilinu er lokið hjá Nikola Jokic og félögum hans í Denver Nuggets í NBA deildinni í körfubolta eftir að þeir töpuðu fjórða leiknum í röð á móti Phoenix Suns í nótt. Suns er þar með fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í úrslitum deildanna. Körfubolti 14. júní 2021 07:31
Bucks nýtti tækifærið er Irving meiddist og jafnaði metin í einvíginu Milwaukee Bucks hefur jafnað metin í einvígi liðsins gegn Brooklyn Nets í undanúrslitum Austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta. Lokatölur í kvöld 107-96 Bucks í vil og staðan í einvíginu þar með orðin 2-2. Körfubolti 13. júní 2021 22:30
Israel Martin mun stýra Sindra á næstu leiktíð Körfuknattleiksþjálfarinn Israel Martin mun stýra Sindra í 1. deild karla á næstu leiktíð. Martin hefur stýrt Haukum og Tindastóli hér á landi í efstu deild en reynir nú fyrir sér deild neðar. Körfubolti 13. júní 2021 20:30
NBA dagsins: Clippers minnkuðu muninn með stórsigri Los Angeles Clippers unnu í nótt stórsigur gegn Utah Jazz í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Vesturdeildarinnar. Lokatölur 132-106 og Clippers minnkuðu því muninn í 2-1 í einvíginu. Körfubolti 13. júní 2021 17:01
„Þegar Dabbi kóngur setur einn úr horninu þá er þetta búið“ Lárus Jónsson, þjálfari Þórs frá Þorlákshöfn, mætti í settið til strákanna í Körfuboltakvöldi eftir að liðið tryggði sér sæti í úrslitum Domino's deildar karla. Lárus var eðlilega kampakátur með 18 stiga sigur, en segir að hann og strákarnir í liðinu séu langt frá því að vera saddir. Körfubolti 13. júní 2021 11:59
Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Stjarnan 92-74 | Þórsarar komnir í úrslit Það verða Þór Þorlákshöfn og Keflavík sem mætast í úrslitum úrslitakeppni Domino´s deildar karla í körfubolta. Þetta vaðr ljóst þegar Þórsarar sigruðu Stjörnuna í oddaleik liðanna í Þorlákshöfn í kvöld. Körfubolti 12. júní 2021 23:20
Arnar: Þeir voru bara betri en við í seríunni Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var eðlilega svekktur að sjá sína menn detta út í oddaleik undanúrslitaeinvígisins gegn Þór Þorlákshöfn. Lokatölur 92-74 þar sem frábær seinni hálfleikur heimamanna sigldi sigrinum í höfn. Körfubolti 12. júní 2021 22:45
Styrmir Snær: Þetta er bara körfubolti Styrmir Snær Þrastarson spilaði stórt hlutverk þegar Þór frá Þorlákshöfn sagraði Stjörnuna í oddaleik undanúrslitaeinvígis liðanna. Styrmir skoraði 21 stig, tók sjö fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Hann var eðlilega virkilega sáttur með 18 stiga sigur liðsins í kvöld. Körfubolti 12. júní 2021 22:29
Grindavik fullkomnaði endurkomuna með sigri í oddaleik og tryggði sér sæti í efstu deild Eftir að hafa lent 2-0 undir í úrslitaeinvígi 1. deildar kvenna í körfubolta þá fullkomnaði Grindavík endurkomuna með sjö stiga sigri í kvöld, 75-68 og vann einvígið 3-2 sem þýðir að liðið spilar í efstu deild á næstu leiktíð. Körfubolti 12. júní 2021 22:00
NBA dagsins: Philadelphia 76ers tóku forystua gegn Atlanta Tveir leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Philadelphia 76ers komst í 2-1 í einvíginu gegn Atlanta Hawks með 127-111 sigri og Phoenix Suns er komið í 3-0 gegn Denver Nuggets eftir 116-102 sigur. Körfubolti 12. júní 2021 17:00
Vestri í úrvalsdeildina Vestri mun leika í deild þeirra bestu í íslenskum körfubolta karla á næstu leiktíð. Körfubolti 11. júní 2021 21:43
NBA dagsins: Tvíeykið sá um að afgreiða Brooklyn Nets Giannis Antetokounmpo og Khris Middleton sendu skýr skilaboð um það í upphafi leiks að Milwaukee Bucks væri ekki að fara að láta Brooklyn Nets komast í 3-0 í einvígi liðanna í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Körfubolti 11. júní 2021 15:00
Vestri einum sigri frá Dominos og gömlu þjálfararnir hjálpa til bak við tjöldin Vestri er 2-1 yfir í úrslitaeinvígi 1. deildar karla í körfubolta og þarf því bara einn sigur í viðbót til að tryggja sér sæti í Domino's deildinni eftir sjö ára fjarveru. Körfubolti 11. júní 2021 11:32
Skoraði lykilkörfuna þegar aðrir biðu eftir leikhléi Milwaukee Bucks sluppu naumlega við að lenda 3-0 undir í einvígi sínu við Brooklyn Nets í nótt þegar Bucks unnu 86-83 sigur. Utah Jazz er komið í 2-0 gegn LA Clippers eftir 117-111 sigur. Körfubolti 11. júní 2021 08:30
Eygló Kristín frá KR til Keflavíkur Körfuknattleikskonan Eygló Kristín Óskarsdóttir hefur samið við Keflavík um að leika með liðinu næstu tvö tímabil. Hún kemur frá KR sem féll úr Domino´s deild kvenna á nýafstaðinni leiktíð. Körfubolti 10. júní 2021 17:01
Framlag Þórsara lækkaði um 69 prósent á milli leikja Ekkert lið hefur spilað betur og ekkert lið hefur spilað verr í úrslitakeppni Domino´s deildar karla í körfubolta í ár en Þórsarar á síðustu fimm dögum. Körfubolti 10. júní 2021 16:30
LeBron James ætlar að skipta um treyjunúmer Bandaríski körfuboltamaðurinn LeBron James datt á dögunum í fyrsta sinn út úr úrslitakeppni NBA deildarinnar í fyrstu umferð og hann er byrjaður að breyta hlutum fyrir næsta tímabil. Körfubolti 10. júní 2021 15:31
NBA dagsins: Sagður hafna 5,3 milljörðum til að losna en fer á kostum með liðinu Lið Phoenix Suns virðist bara ætla að verða betra með hverjum leik í sinni fyrstu úrslitakeppni síðan árið 2010. Liðið gjörsigraði Denver Nuggets í nótt, 123-98. Körfubolti 10. júní 2021 15:00
Martin getur komust í lokaúrslitin í kvöld: „Góðan daginn, Hermannsson“ Valencia og Real Madrid spila í kvöld hreinan úrslitaleik um sæti í lokaúrslitunum á móti Barcelona eða Lenovo Tenerife en staðan er 1-1 í báðum einvígum. Körfubolti 10. júní 2021 14:31
Gobert í hóp með Mutombo, Ben Wallace og Dwight Howard Rudy Gobert, miðherji Utah Jazz, var valinn varnarmaður ársins í NBA í þriðja sinn á síðustu fjórum árum. Körfubolti 10. júní 2021 13:32
Skömmuðust sín eftir stærsta tap tímabilsins Hinn 36 ára gamli Chris Paul átti annan stórleik þegar Phoenix Suns komst í 2-0 í einvígi sínu við Denver Nuggets í undanúrslitum vesturdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Körfubolti 10. júní 2021 07:31
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 78-58 | Oddaleikur á laugardag Stjarnan tryggði sér oddaleik í undanúrslitaeinvígnu gegn Þór Þorlákshöfn í Ásgarði í kvöld. Leikurinn einkenndist af hörðum varnarleik og þar voru heimamenn ofan á en leikar enduðu 78-58 Stjörnunni í vil. Oddaleikurinn fer fram á laugardag. Körfubolti 9. júní 2021 23:00
Gunnar Óla.: Ekki séns að ég sleppi leikjum á þessum tímapunkti Stjarnan tryggði sér oddaleik í undanúrslitarimmunni við Þór frá Þorlákshöfn með því að leggja þá að velli í fjórða leik liðanna 78-58. Það er mál manna að þeir hafi mætt af meiri hörku í leikinn og náð að setja sitt fingrafar á leikinn. Gunnar Ólafsson átti lykilkörfur sem komu hans mönnum á bragðið en hann var sáttur eftir leikinn. Körfubolti 9. júní 2021 22:19
NBA dagsins: Vonsvikinn yfir að fá ekki verðlaunin en svaraði með 40 stiga leik Joel Embiid og Donovan Mitchell voru í aðalhlutverkum í NBA-deildinni í nótt þegar tveir leikir fóru fram í 8-liða úrslitum. Körfubolti 9. júní 2021 15:00
Stjörnumenn þurfa að laga vandræða leikhlutann sinn ætli þeir í oddaleik Stjörnumenn berjast fyrir lífi sínu í úrslitakeppni Domino's deild karla í körfubolta í kvöld en Þórsarar geta þá sent Garðbæinga í sumarfrí og tryggt sér sæti í lokaúrslitunum um Íslandsmeistaratitilinn. Körfubolti 9. júní 2021 14:31