Dagskráin í dag: Stórleikur og öll lætin gerð upp í Körfuboltakvöldi Það eru tveir flottir leikir á dagskrá í Bónus-deild karla í körfubolta í kvöld og mjög áhugaverð umferð verður svo gerð í Bónus Körfuboltakvöldi að þeim loknum. Körfubolti 18. október 2024 06:03
„Hann var eitthvað að tala og svo lét hann höggin tala“ „Það var margt sem olli tapinu. Við mættum ekki með einbeitingu í þennan leik, það vantaði mikið upp á ákefðina og maður minn, það var mikið talað inni á vellinum í dag,“ sagði Courvoisier McCauley, leikmaður Hattar, eftir 113-84 tap gegn Grindavík í kvöld. Ekki nóg með að lið hans hafi fengið stóran skell, þá var McCauley kýldur í hálfleik. Körfubolti 18. október 2024 00:02
„Hann kýldi mig“ Það er sjaldan lognmolla þegar DeAndre Kane stígur inn á körfuboltavöll. Hann lenti í áflogum við leikmann Hattar í hálfleik, kýldi frá sér og kveðst sjálfur hafa verið kýldur. Grindavík vann leikinn 113-84 og Kane ætlar að „flengja“ Hattar-menn aftur þegar liðin mætast næst. Körfubolti 17. október 2024 23:28
Uppgjörið: Álftanes - Valur 100-103 | Álftanes kastaði frá sér fyrsta sigri til Vals Íslandsmeistararnir unnu ótrúlegan endurkomusigur gegn Álftanesi í framlengdum leik 100-103. Þetta var fyrsti sigur Vals á tímabilinu á meðan Álftanes hefur tapað öllum þremur leikjunum. Körfubolti 17. október 2024 22:53
„Það er löngu kominn tími á að það sé tekið á þessum gæja“ Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, hafði helling að segja um DeAndre Kane, leikmann Grindavíkur, eftir 113-84 tap í Smáranum í kvöld. Körfubolti 17. október 2024 22:52
Jamil um fjarveru Finns: „Við styðjum Finn og vonandi kemur hann aftur sem fyrst“ Valur vann ótrúlegan endurkomusigur gegn Álftanesi 100-103. Heimamenn voru sex stigum yfir þegar átján sekúndur voru eftir en köstuðu sigrinum frá sér. Jamil Abiad, þjálfari Vals, var afar ánægður með sigurinn. Sport 17. október 2024 22:22
Myndir: Allt brjálað í Smáranum eftir höggið frá Kane Það munaði minnstu að allt syði upp úr í Smáranum í Kópavogi í kvöld, í hálfleik leiks Grindavíkur og Hattar frá Egilsstöðum í Bónus-deild karla í körfubolta. Körfubolti 17. október 2024 22:20
Ægir: Hinn klassíski liðssigur Ægir Þór Steinarsson var mjög ánægður með sigur sinna manna á ÍR í 3. umferð Bónus deildar karla. Hann var ánægður með liðið í kvöld og hvernig þeir eru að koma inn í mótið. Sport 17. október 2024 21:18
Töfrar Martins vöktu athygli Eftir að hafa á þriðjudaginn fagnað fyrsta sigri sínum í Evrópudeildinni í körfubolta, sterkustu Evrópukeppninni, urðu Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlín að sætta sig við þriðja tapið í kvöld. Körfubolti 17. október 2024 19:48
Uppgjörið: Grindavík - Höttur 113-84 | Grindavík enn með fullt hús stiga eftir stórsigur Grindavík vann stórsigur er liðið tók á móti Hetti í þriðju umferð Bónus deildar karla. Lokatölur 113-84 í Smáranum. Liðin höfðu bæði unnið fyrstu tvo leiki tímabilsins. Körfubolti 17. október 2024 19:31
Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - ÍR 117-88 | Miskunnarlausir Stjörnumenn Stjörnumenn eru ósigraðir í Bónus deild karla í körfuknattleik eftir þrjár umferðir. ÍR voru fórnarlamb kvöldsins þegar Breiðhyltingar komu í heimsókn í Garðabæinn. Það var ljóst nokkuð snemma í hvað stefndi en Stjarnan sýndi ekkert kæruleysi og enga miskunn þó að staðan hafi verið orðin þægileg. Lokatölur 117-88 í leik sem var aldrei í hættu fyrir heimamenn. Körfubolti 17. október 2024 18:31
Uppgjörið: Tindastóll - Haukar 106-78 | Haukar áfram fallbyssufóður Það var Tindastóll sem sigraði Hauka í Bónus deild karla í körfubolta í kvöld en úrslit leiksins voru 106-78. Haukar hafa þar með ekki reynst nein fyrirstaða í fyrstu þremur leikjum sínum á tímabilinu, eftir töp gegn Hetti og Grindavík einnig. Körfubolti 17. október 2024 18:31
Helena segir að Þóra sé að uppskera: Þarf þessa ábyrgð Þóra Kristín Jónsdóttir og félagar í Haukum eru einar á toppnum í Bónus deild kvenna í körfubolta eftir þrjá sigra í fyrstu þremur leikjunum. Körfubolti 17. október 2024 16:32
Pavel: Þetta er verkefni fyrir Ægi sjálfan Ægir Þór Steinarsson og félagar í Stjörnunni hafa unnið tvo fyrstu leiki tímabilsins á móti Val og KR. Íslenski landsliðsfyrirliðinn hefur farið vel af stað og fékk mikið hrós í síðasta Bónus Körfuboltakvöldi. Körfubolti 17. október 2024 15:01
Pavel um bestu liðin í deildinni: Ég sé tækifæri fyrir KR Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon fóru vel yfir málin í síðasta þætti af Bónus Körfuboltakvöldi karla og það var margt tekið fyrir í framlengingunni. Körfubolti 17. október 2024 13:02
New York einum leik frá því að eignast aftur meistara New York Liberty er í komið í 2-1 og þar með aðeins einum sigri frá því að tryggja sér WNBA meistaratitilinn í fyrsta sinn í sögu félagsins. Körfubolti 17. október 2024 13:02
„Alltaf í einhverjum skotgröfum“ Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, er spenntur fyrir leik kvöldsins við Val í Bónus-deild karla í körfubolta. Bæði lið leita síns fyrsta sigurs í deildinni. Körfubolti 17. október 2024 12:02
Gaz-leikur Pavels: „Þeir geta hætt að vera litli Höttur frá Egilsstöðum“ Pressan við að velja réttan Gaz-leik er farinn að ná til Pavels Ermolinskij. Fyrstu tveir Gaz-leikir tímabilsins voru framlengdir og núna þurfa Grindavík og Höttur að standa undir væntingum í kvöld. Körfubolti 17. október 2024 10:31
Martin fékk óvænt símtal á fæðingardeildinni Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta og leikmaður Alba Berlín, birtist í skemmtilegu innslagi hjá Dyn Basketball þar sem að hann upplýsti hvert væri þekktasta nafnið í símaskránni hjá honum og kom í ljós að það er fyrrverandi NBA leikmaður Tony Parker sem varð fjórfaldur NBA meistari á sínum ferli. Körfubolti 17. október 2024 07:31
Hamar/Þór hafði betur í nýliðaslagnum Hamar/Þór hafði betur í nýliðaslag Bónus-deildar kvenna í körfubolta þegar liðið sótti Aþenu heim í kvöld, lokatölur 85-97 . Körfubolti 16. október 2024 22:02
„Gerðum okkur stundum lífið erfiðara en það þurfti að vera“ Keflavík heimsótti Val í N1-höllinni þegar 3. umferð Bónus deild kvenna hélt áfram göngu sinni. Í miklum baráttuleik var það Keflavík sem hafði að lokum betur 73-79. Körfubolti 16. október 2024 21:46
Uppgjörið: Valur - Keflavík 73-79 | Meistararnir unnu í spennutrylli á Hlíðarenda Valur tók á móti Íslands-og bikarmeisturum Keflavík í N1 höllinni þegar 3. umferð Bónus deild kvenna hélt áfram göngu sinni. Í miklum baráttuleik var það Keflavík sem hafði að lokum betur 73-79. Körfubolti 16. október 2024 21:00
Aðeins 65 dögum eldri en þegar Logi pabbi hennar náði þessu Hin unga Sara Börk Logadóttir sprakk út í leik Njarðvíkur í Bónus deild kvenna í körfubolta í gær. Körfubolti 16. október 2024 13:31
Kristófer valdi besta samherjann á ferlinum Eins og fram kom í Körfuboltakvöldi Extra í gærkvöldi og á Vísi í morgun stefnir Kristófer Acox á endurkomu með Valsmönnum á næstu vikum. Hann ætlar sér að vera kominn á fullt í Bónusdeildinni í janúar. Körfubolti 16. október 2024 12:00
Stefnir á endurkomu á næstu vikum: „Mæti með tvö glæný hné“ „Ég fór í aðgerð á báðum hnjám og gerði það í raun því ég hafði svo mikinn tíma,“ segir körfuboltamaðurinn Kristófer Acox sem var gestur í Bónus Körfuboltakvöldi Extra í gærkvöldi. Körfubolti 16. október 2024 08:32
„Við þurfum að sýna Tindastólsorkuna“ Tindastóll heimsótti Njarðvík á nýjan heimavöll, IceMar-höllina í kvöld þegar 3. umferð Bónus deildar kvenna hóf göngu sína. Það voru nýliðar Tindastóls sem sóttu sterkan sigur 76-77 í spennandi leik. Körfubolti 15. október 2024 22:17
Öll liðin komin með sigur eftir að Þór skellti Grindavík Öll liðin í Bónus-deild kvenna í körfubolta eru komin með sigur, þó að þriðju umferð sé enn ekki lokið, eftir að Þór vann tíu stiga sigur gegn Grindavík á Akureyri í kvöld, 81-71. Körfubolti 15. október 2024 21:26
Haukar unnu með 45 stiga mun Haukar byrja af miklum krafti í Bónus-deild kvenna í körfubolta og hafa unnið alla þrjá leiki sína til þessa. Í kvöld vann liðið algjöran risasigur gegn Stjörnunni í Garðabæ, 103-58. Körfubolti 15. október 2024 20:24
Ótrúlegur leikhluti Martins í naumum sigri Landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson gerði sér lítið fyrir og skoraði heil sautján stig í þriðja leikhluta, þegar Alba Berlín vann sinn fyrsta sigur í Evrópudeildinni (e. Euroleague) í körfubolta á þessari leiktíð. Körfubolti 15. október 2024 19:48
Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 76-77 | Magnaður sigur nýliðanna í nýju höllinni Njarðvík mætti Tindastól í þriðju umferð Bónus-deildar kvenna í kvöld þegar lið Njarðvíkur spilaði sinn fyrsta leik í nýju húsi, IceMar-höllinni. Tindastóll tók sterkan sigur á útivelli 76-77. Körfubolti 15. október 2024 18:31
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti