
Reiknar með því að hinn fjörutíu og tveggja ára Hlynur troði á komandi tímabili
Baldur Þór Ragnarsson er nýr þjálfari karlaliðs Stjörnunnar í körfubolta. Eftir nokkur ár í þýska boltanum snýr hann heim til Íslands, reynslunni ríkari og setur markið hátt. Stjörnumenn hafa verið duglegir að bæta við leikmannahóp sinn og þá reiknar Baldur með því að reynsluboltinn Hlynur Bæringsson reimi einnig á sig körfuboltaskóna á næsta tímabili.