Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

covid.is
Upplýsingar um faraldurinn er að finna á covid.is, upplýsingavef Embættis landlæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.

Landsmenn eru minntir á mikilvægi persónulegra sóttvarna. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.

Staðan á Landspítala:
Á vef Landspítala má finna upplýsingar um stöðuna á spítalanum.

Tímalína faraldurs kórónuveirunnar:
Fyrsta kórónuveirusmitið var greint á Íslandi 28. febrúar 2020. Hér er fjallað um upphaf kórónuveirufaraldursins og fyrstu bylgju hans.

Í maí 2020 var hafist handa við að létta á samkomutakmörkunum, og var faraldurinn í lægð um tíma um sumarið. Hér má finna allt það helsta um það tímabil ásamt annarri og þriðju bylgjunni sem komu í kjölfarið.

Í lok árs var kórónuveirufaraldurinn á árinu 2020 tekinn saman í grein sem hér má finna.

26. júní 2021 var síðan öllum takmörkunum innanlands aflétt.

Í lok árs 2021 fór fréttastofa síðan yfir gengi ársins í bólusetningum, auk þess að rifja upp áhrif takmarkana á samkomur á árinu.

Að neðan má sjá yfirlit um stöðu Covid-19 faraldursins á Íslandi.




Fréttamynd

Sprenging í lýtaaðgerðum í heimsfaraldri

„Fólk er auðvitað að horfa í myndavélina á fjarfundum og sjá þá allar hrukkur og augnpoka sem hanga yfir augnlokin,“ segir Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir í samtali við Bítið í morgun.

Lífið
Fréttamynd

Rauð­glóandi síma­línur vegna bólu­­setningar barna

Framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir gríðarlegan áhuga meðal foreldra á að láta bólusetja börnin sín við kórónuveirunni. Börn fædd síðar en 2005 verða ekki bólusett fyrr en í fyrsta lagi eftir að skólahald hefst í haust.

Innlent
Fréttamynd

Covid-19 út, klassískt kvef inn

Það er fyrirsjáanlegt: Að öllum sóttvarnaráðstöfunum hafi verið aflétt á Íslandi hefur í för með sér að sóttvarnir landsmanna verða lakari. Þessarar breytingar er strax farið að gæta á heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, þar sem nokkurt rennerí er á fólki vegna kvefsótta.

Innlent
Fréttamynd

„Ég held að við eigum eftir að sjá meira af þessu“

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að smitin fimm sem greindust innanlands um helgina séu ekki þessi hefðbundnu innanlandssmit sem við höfum verið að sjá. „Þetta eru ferðamenn sem koma hér inn og eru að fá vottorð á leiðinni út úr landinu og greinast þá jákvæð.“

Innlent
Fréttamynd

Stjörnulífið: Gleðilegt takmarkalaust sumar

Stjörnulífið er liður á Vísi en þar verður farið yfir það helsta sem þekktir Íslendingar hafa verið að gera undanfarna daga og jafnvel deila því með fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum.

Lífið
Fréttamynd

Prófa bólu­efni gegn Beta-af­brigðinu

Bresk-sænski lyfjaframleiðandinn AstraZeneca hefur nú hafið prófanir á bóluefni gegn nýju afbrigði Covid-19, svokölluðu Beta-afbrigði veirunnar sem kennt er við Suður-Afríku.

Erlent
Fréttamynd

Smit í herbúðum Króata

Ivan Perisic mun ekki leika með króatíska landsliðinu í 16-liða úrslitum Evrópumótsins er liðið mætir Spáni á Parken.

Fótbolti
Fréttamynd

Táknrænt að breyta joggingbuxum í gönguskó

Ferðamenn sem leggja leið sína til landsins munu í sumar geta breytt joggingbuxunum sínum í gönguskó. Um er að ræða markaðsherferð á vegum Íslandsstofu þar sem fólk er hvatt til þess að loka tímabili takmarkana með táknrænum hætti.

Innlent
Fréttamynd

467 daga þrauta­ganga á enda

Dagurinn í dag er sann­kallaður há­tíðis­dagur. Hann markar enda­lok sam­komu­tak­markana sem hafa verið í gildi í ein­hverri mynd síðustu 467 daga. Og það vonandi til fram­búðar.

Innlent
Fréttamynd

Ölvaðir í mið­bænum ekki til mikilla vand­ræða

Svo virðist sem djammið í mið­bænum í nótt hafi gengið nokkuð eðli­lega fyrir sig, að minnsta kosti að því marki sem slíkt getur talist eðli­legt. Af­­skipti lög­­reglu af fólki í bænum í nótt virðast nefni­lega hafa verið lítil sem engin.

Innlent
Fréttamynd

„Partíið er byrjað“

Skemmtistaðaeigendur eru nú í óðaönn að undirbúa helgina eftir gleðifréttir dagsins. Þeir búast við að mikið fjör verði í miðbænum í kvöld og segist plötusnúður feginn að þurfa ekki að minna á grímurnar.

Innlent
Fréttamynd

„Æ, þetta er bara dásamleg tilfinning“

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir nítugustu reglugerðina um samkomutakmarkanir sem hún undirritar vera sérstaklega ánægjulega. Í dag tilkynnti hún um brottfall allra takmarkana innanlands.

Innlent