Bein útsending: Loftslagsdagurinn Loftslagsdagurinn hefurr fest sig í sessi sem mikilvægur vettvangur umræðu um loftslagsmál á Íslandi og tengir saman almenning, stjórnvöld, atvinnulíf og vísindasamfélagið. Hann fer fram í dag í Hörpu og er hægt að fylgjast með honum í beinu streymi neðst í fréttinni. Innlent 1.10.2025 10:35
Skortur á metnaði í loftslagsmálum Stjórnvöld ætla að setja fram skýr töluleg markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda skv. tillögu umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að uppfærðu loftslagsmarkmiði Íslands undir Parísarsamningnum. Það er mikilvægt og því ber að fagna. En markmiðin eru of máttlaus, dregið hefur verið úr fjármögnun aðgerða í þágu loftslagsmála og tækifærið til að byggja ofan á þann grunn sem fyrri ríkisstjórn lagði er látið renna Íslandi úr greipum, nema breytingar verði gerðar á tillögunni. Skoðun 1.10.2025 07:00
Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Undanfarna daga hafa Viðskiptaráð og fleiri aðilar hvatt til olíuleitar á Drekasvæðinu. Alltaf stingur sá draugur upp kollinum þegar maður loksins heldur að það sé endanlega búið að kveða hann í kútinn. Skoðun 20.9.2025 08:32
Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Óeining á meðal aðildarríkja Evrópusambandsins þýðir að það nær ekki að skila uppfærðu markmiði um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda á tilsettum tíma fyrir lok mánaðarins. Ríkin eru ekki sammála um hversu metnaðarfullt markmiðið eigi að vera. Erlent 17. september 2025 09:33
Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, ræddi olíuleit í Bítinu en flokkurinn vill að það verði sett á stofn ríkisolíufyrirtæki og að ríkið leiti að olíu. Hann telur það geta skipt sköpum fyrir þjóðina finnist olía við Ísland. Viðskipti innlent 17. september 2025 09:12
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Það að vera aðgerðarsinni í loftslagsmálum er langhlaup. Það koma sprettir og það koma brekkur. Skoðun 16. september 2025 11:00
Að taka til í orkumálum Það efast engin um að við mannkynið verðum að hætta sem allra fyrst að nota jarðefnaeldsneyti og nota þess í stað endurnýjanlega orkugjafa eins og vatnsafl, jarðvarma, vind- og sólarorku. Við hér á Íslandi getum verið þakklát fyrir að 99,9% raforkuframleiðslu hérlendis er endurnýjanleg orka. Skoðun 16. september 2025 08:02
Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Töluverðir möguleikar eru til að endurheimta votlendi á ríkisjörðum þar sem ríkið situr á þúsundum hektara framræsts lands. Ekkert votlendi hefur verið endurheimt síðustu ár þrátt fyrir að framræst land sé stærsta einstaka uppspretta gróðurhúsalofttegunda á Íslandi. Innlent 16. september 2025 07:02
Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Umhverfisþing 2025 fer fram í Silfurbergi í Hörpu í dag og á morgun en þingið er það fjórtánda í röðinni. Meginþemu þingsins verða hafið, líffræðileg fjölbreytni og loftslagsmál. Innlent 15. september 2025 12:30
Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Vernd í hafi, líffræðileg fjölbreytni og loftslagsbreytingar eru viðfangsefni sem eru órjúfanlega tengd og kalla á raunverulegt samráð þvert á samfélagið. Þetta samtal þarf að taka alvarlega og nú er leitað til þjóðarinnar. Skoðun 15. september 2025 11:14
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Að óbreyttu stefnir í að Ísland þurfi að kaupa losunarheimildir fyrir að minnsta kosti ellefu milljarða króna til að geta staðið við skuldbindingar í loftslagsmálum, þar sem ekki hefur tekist að halda í við markmið á síðustu árum. Ráðherra hefur gert tillögu að nýju landsákvörðuðu framlagi Íslands til Parísarsamningsins fyrir árið 2035, þar sem meðal annars er stefnt að 50-55 prósenta samdrætti í samfélagslosun og umtalsverðum samdrætti í losun frá landi. Innlent 12. september 2025 11:54
Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Jóhann Páll Jóhannsson, mun í dag kynnar áherslur og forgangsaðgerðir ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum og landsákvörðuðu framlagi Íslands gagnvart Parísarsamningnum. Innlent 12. september 2025 10:31
Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Fyrsta áætlunarflug rafknúinnar flugvélar í Noregi var farið síðastliðinn fimmtudag í tilraunaskyni. Flogið var milli Stafangurs og Björgvinjar á rafmagnsflugvélinni Alia, sem framleidd er af bandaríska fyrirtækinu Beta Technologies. Flugið er liður í þróunarverkefni í átt að kolefnislausum flugsamgöngum. Erlent 7. september 2025 14:28
Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Alþjóðlegur leiðangur hefur staðfest að mikið magn ferskvatns er að finna undir hafsbotninum undan norðausturströnd Bandaríkjanna. Slíkir neðanjarðarforðar gætu hjálpað til við að mæta stóraukinni eftirspurn mannkynsins eftir vatni. Erlent 5. september 2025 14:00
Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar „Samstarf til framtíðar - öflugra Ísland“ er yfirskrift ársfundar Grænvangs sem fram fer í dag. Fundurinn fram fram í Grósku milli klukkan 14 og 16 og verður hægt að fylgjast með í beinu streymi. Viðskipti innlent 3. september 2025 13:31
Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Á sama tíma og heimurinn glímir við óstöðugleika í alþjóðamálum, orkumörkuðum og viðskiptum, vex þörfin fyrir raunverulegar loftslagsaðgerðir. Við höfum mikil tækifæri til að ná árangri. Reynslan sýnir að þegar við hér á landi höfum haft hugrekki til að horfa lengra og ráðast í djörf skref, hefur það skapað okkur forskot sem enginn efast um í dag. Skoðun 3. september 2025 08:46
Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert Breytingar í veltihringrás Atlantshafsins af sökum loftslagsbreytinga gætu valdið því að hringrás Golfstraumsins rofni og verulega kólni á Íslandi. Fagstjóri loftslagsmála hjá Veðurstofu Íslands segir Ísland standa frammi fyrir hamfarakólnun. Innlent 31. ágúst 2025 11:32
Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Forsvarsmenn HS orku eru ósammála því að losun frá jarðvarmavirkjunum ætti að falla undir losunarbókhald Íslands á gróðurhúsalofttegundum. Eldvirknin á Reykjanesi sé ástæða þess að losun virkjunarinnar í Svartsengi hafi aukist um meira en sextíu prósent á milli ára. Innlent 31. ágúst 2025 07:02
Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Yfirvöld í Eistlandi kanna nú möguleikann á að endurheimta framræstar mómýrar og slá með því tvær flugur í einu höggi. Annars vegar til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og hins vegar til þess að efla varnir landsins gegn mögulegri innrás Rússa. Erlent 29. ágúst 2025 13:49
Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Hættan á því að lykilhringrás í Norður-Atlantshafi gæti stöðvast vegna loftslagsbreytingar hefur verið verulega vanmetin samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar. Allt að fjórðungslíkur gætu verið á hruni hringrásarinnar jafnvel þótt menn drægju verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda. Erlent 29. ágúst 2025 09:35
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Hrafnhildur Bragadóttir og Birna Sigrún Hallsdóttir hafa á undanförnum vikum greint frábærlega frá stöðu loftslagsmála á Íslandi miðað við núverandi stefnu, stjórnsýslu og ábyrgðir stjórnvalda í málaflokknum (Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? - Vísir og Nýtt landsframlag – og hvað svo? - Vísir). Skoðun 28. ágúst 2025 09:33
Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Maðurinn á bak við plokk hreyfinguna er kominn hingað til lands til að hvetja Íslendinga til að taka upp rusl á göngu og hlaupum. Hann skellti sér í kajaksiglingu með umhverfisráðherra í tilefni þessa og minnti á að þeir plokka sem róa. Innlent 27. ágúst 2025 19:36
Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Íslenskt samfélag, stóriðja og land losaði meira magn gróðurhúsalofttegunda í fyrra en árið 2023. Stóraukin losun frá jarðvarmavirkjuninni í Svartsengi átti meðal annars þátt í aukningunni. Horfur á að Ísland nái loftslagsskuldbindingum sínum fara versnandi ef eitthvað er. Innlent 27. ágúst 2025 12:02
Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Steinverkfæri, örvaroddar og dýrabein eru á meðal þess sem kafarar hafa fundið í leifum steinaldarbyggðar á botni Árósaflóa í Danmörku í sumar. Byggðin fór á kaf þegar sjávarstaða hækkaði hratt eftir síðustu ísöld. Erlent 27. ágúst 2025 09:17