Celtic og Antwerp enn á án sigurs Tveimur af leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu karla í knattspyrnu er nú lokið. Celtic og Antwerp eru enn án sigurs og eiga enga möguleika á að komast áfram í 16-liða úrslit né enda í 3. sæti og komast þar með í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar. Fótbolti 28. nóvember 2023 20:10
Miðjumaðurinn frá keppni þangað til á nýju ári Fábio Vieira, miðjumaður enska toppliðsins Arsenal, verður frá keppni þangað til á næsta ári. Þetta staðfesti Mikel Arteta, þjálfari liðsins, á blaðamannafundi í dag. Enski boltinn 28. nóvember 2023 18:00
Celtic sektaðir í þriðja sinn fyrir hegðun stuðningsmanna UEFA hefur sektað skoska knattspyrnufélagið Celtic um €29.000, sem jafngildir tæpum fjórum og hálfum milljónum króna, fyrir hegðun stuðningsmanna á leik liðsins gegn Atletico Madrid. Fótbolti 22. nóvember 2023 22:30
Leikmaður FCK kallaði Garnacho trúð Leikmaður FC Kaupmannahafnar kallaði Alejandro Garnacho, leikmann Manchester United, trúð eftir leik liðanna í Meistaradeild Evrópu. Fótbolti 10. nóvember 2023 13:30
„United hefur ekki efni á að reka Ten Hag“ Manchester United ætti ekki að reka knattspyrnustjórann Erik ten Hag þrátt fyrir erfitt gengi á tímabilinu. Þetta segir Paul Scholes, einn sigursælasti leikmaður í sögu félagsins. Enski boltinn 10. nóvember 2023 09:30
Arnar Gunnlaugsson: Hvað ætli hafi gerst fyrir Varane? Arnar Gunnlaugsson var sérstakur sérfræðingur Meistaradeildarmessunnar í gærkvöldi og velti fyrir sér miðvarðavandræðum Manchester United eftir 4-3 tap liðsins gegn FC Kaupmannahöfn í gærkvöldi. Fótbolti 9. nóvember 2023 15:00
Leikmaður FCK kallaði Fernandes grenjuskjóðu Mohamed Elyounoussi, leikmaður FC Kaupmannahafnar, gagnrýndi Bruno Fernandes, fyrirliða Manchester United, eftir leik liðanna í Meistaradeild Evrópu í gær og sagði að Portúgalinn væri sívælandi. Fótbolti 9. nóvember 2023 14:00
Sá markahæsti í Meistaradeildinni hefur bara skorað í tapleikjum Danski framherjinn Rasmus Höjlund hefur raðað inn mörkum fyrir Manchester United í Meistaradeildinni á þessu tímabili en þessi fjölmörgu mörk hans eru hins vegar ekki að skila enska liðinu sigrum. Fótbolti 9. nóvember 2023 13:01
„Þetta hefur verið erfitt tímabil fyrir okkur“ Manchester United mátti þola svekkjandi 4-3 tap eftir hádramatískan leik gegn FCK á Parken. Manchester liðið situr í neðsta sæti A-riðils Meistaradeildarinnar eftir úrslit gærkvöldsins. Fótbolti 9. nóvember 2023 12:30
Arnar Gunnlaugs og Jóhannes Karl ræddu rauða spjaldið á Rashford Manchester United tapaði 4-3 á móti FC Kaupmannahöfn í Meistaradeildinni í gærkvöldi en liðið var 2-0 yfir og með góð tök á leiknum þegar Marcus Rashford fékk að líta rauða spjaldið eftir aðstoð myndbandsdómara. Fótbolti 9. nóvember 2023 10:30
Orri eftir sigur á Man Utd: Alveg klikkað sem maður var að upplifa Orri Steinn Óskarsson og félagar í danska liðinu FC Kaupmannahöfn unnu hádramatískan 4-3 endurkomusigur á Manchester United í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Orri spilaði síðustu tuttugu mínútur leiksins eða einmitt mínúturnar þegar FCK sótti sigurinn. Fótbolti 9. nóvember 2023 09:00
Skýrsla frá Parken: Man United er brotið á líkama og sál FC Kaupmannahöfn gerði sér lítið fyrir og lagði Manchester United í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld, lokatölur 4-3 í hreint út sagt ótrúlegum leik. Blaðamaður Vísis var á leiknum og upplifði þær ótrúlegu tilfinningasveiflur sem fylgdu leik gærkvöldsins. Fótbolti 9. nóvember 2023 08:11
Sjáðu martröð Man. Utd á Parken og öll hin mörkin úr Meistaradeildinni Fjórða umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í fótbolta kláraðist í gærkvöldi en fjögur lið tryggðu sér þar sæti í sextán liða úrslitunum. Nú er hægt að sjá mörkin úr leikjunum hér inn á Vísi. Fótbolti 9. nóvember 2023 07:31
Ótrúleg endurkoma í hádramatískum leik FC Kaupmannahöfn vann 4-3 sigur á Manchester United í hádramatískum leik þar sem rautt spjald leit dagsins ljós. United komst tapaði niður tveggja marka forystu eftir að hafa lent manni undir, komst aftur yfir en heimamenn skoruðu tvívegis undir lokin og sóttu sigurinn. Fótbolti 8. nóvember 2023 22:00
Skytturnar unnu öruggan sigur á Sevilla Arsenal er komið langleiðina með að tryggja sig áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir 2-0 sigur á Sevilla í kvöld. Leikurinn fór fram á Emirates leikvanginum í Lundúnum, heimamennirnir Leandro Trossard og Bukayo Saka settu mörkin. Fótbolti 8. nóvember 2023 22:00
Madrídingar tryggðu sig áfram í sextán liða úrslit Real Madrid tryggði sig áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar með öruggum 3-0 sigri gegn Braga á Santiago Bernabeu. Madrídingar eru þar með aðrir til að tryggja sig áfram eftir að Manchester City varð fyrst til í gær. Fótbolti 8. nóvember 2023 22:00
Mark dæmt af Napoli eftir svipað atvik og henti Arsenal Napoli þurfti að sætta sig við 1-1 jafntefli gegn Union Berlin í Meistaradeildinni eftir að mark var dæmt af liðinu vegna bakhrindingar. Fótbolti 8. nóvember 2023 19:48
Segir að VAR sé að breyta fótboltanum í tölvuleik Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Celtic, segir að verið sé að breyta fótboltanum í tölvuleik með myndbandsdómgæslunni (VAR). Fótbolti 8. nóvember 2023 16:00
Ten Hag: Enginn Casemiro fyrr en í fyrsta lagi um jólin Brasilíumaðurinn Casemiro verður frá í langan tíma ef marka má það sem knattspyrnustjórinn Erik ten Hag sagði á blaðamannafundi fyrir leik Manchester United og FC Kaupmannahafnar. Enski boltinn 8. nóvember 2023 12:01
Sá fyrsti á fimmtugsaldri til að skora í Meistaradeildinni Portúgalinn Pepe setti nýtt met i Meistaradeildinni í gærkvöldi þegar hann skoraði seinna markið í 2-0 sigri Porto á Royal Antwerpen. Fótbolti 8. nóvember 2023 09:10
Hissa á því að fyrirliðinn bað Haaland um treyju í hálfleik Young Boys tapaði 3-0 á móti Manchester City í Meistaradeildinni í gærkvöldi en það var þó kannski ekki tapið sem var sárast fyrir marga stuðningsmenn svissneska liðsins. Fótbolti 8. nóvember 2023 08:50
Sjáðu markaveislu í Madrid, mörk Haaland og AC Milan vinna PSG Átta leikir fóru fram í Meistaradeild karla í fótbolta í gærkvöldi og nú má sjá öll mörkin úr leikjum átta hér inni á Vísi. Manchester City og RB Leipzig urðu í gær fyrstu liðin til þess að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitunum. Fótbolti 8. nóvember 2023 08:00
Atlético á toppinn en allt jafnt á toppi H-riðils Atlético Madríd er mætt á topp E-riðils eftir einstaklega þægilegan 6-0 sigur á Celtic í Meistaradeild Evrópu. Þá eru Porto og Barcelona jöfn að stigum á toppi H-riðils. Fótbolti 7. nóvember 2023 22:40
Fyrsti sigur Milan hleypir drauðariðlinum í uppnám AC Milan tók á móti París Saint-Germain í F-riðli Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Riðillinn hefur verið kallaður dauðariðillinn og eftir 2-1 sigur AC Milan má segja að hann standi undir nafni. Fótbolti 7. nóvember 2023 22:20
Man City og RB Leipzig bæði komin áfram Evrópumeistarar Manchester City eru komnir áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Það er RB Leipzig einnig en liðin eru á toppi G-riðils. Man City lagði Young Boys frá Sviss 3-0 á meðan Leipzig vann 2-1 útisigur á Rauðu stjörnunni í Serbíu. Fótbolti 7. nóvember 2023 22:00
Grýttu platpeningum í „Dollarumma“ Markvörðurinn Gianluigi Donnarumma mætti á sinn gamla heimavöll í kvöld þegar AC Milan tók á móti París Saint-German í Meistaradeild Evrópu. Stuðningsfólk heimaliðsins tók „vel“ á móti Donnarumma. Fótbolti 7. nóvember 2023 21:00
Shakhtar lagði Barcelona í Hamborg Shakhtar Donetsk vann gríðarlega óvæntan 1-0 sigur í Barcelona þegar liðin mættust í Hamborg í H-riðli Meistaradeildar Evrópu. Fótbolti 7. nóvember 2023 19:59
Dortmund með mikilvægan sigur á Newcastle Borussia Dortmund vann í kvöld gríðarlega mikilvægan 2-0 sigur á Newcastle United í F-riðli Meistaradeildar Evrópu karla í knattspyrnu. Síðar í kvöld mætast AC Milan og París Saint-Germain. Fótbolti 7. nóvember 2023 19:45
Stuðningsmaður PSG stunginn í Mílanó Stuðningsmaður Paris Saint-Germain sem fylgdi liðinu sínu til Mílanó á Ítalíu fyrir leik í Meistaradeildinni í kvöld fékk að kenna á því í slagsmálum á milli fylgismanna félaganna. Fótbolti 7. nóvember 2023 15:30
Óvíst hvort Haaland verði með er City getur tryggt sér sæti í útsláttarkeppninni Óvíst er hvort norska markamaskínan Erling Braut Haaland geti verið með er Evrópumeistarar Manchester City taka á móti Young Boys í G-riðli Meistaradeildar Evrópu á morgun. Með sigri tryggir liðið sér sæti í 16-liða úrslitum keppninnar. Fótbolti 6. nóvember 2023 19:01