Meistaradeildin

Meistaradeildin

Keppni hinna bestu í Evrópu.

Leikirnir




    Fréttamynd

    Ronaldo: Real er með betra lið en Man. Utd

    Það er farið að styttast í risaslag Man. Utd og Real Madrid í Meistaradeildinni. Cristiano Ronaldo, leikmaður Real Madrid, verður mikið í sviðsljósinu í kringum leikina enda fyrrum leikmaður United.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Enginn Xavi í liði Barcelona á næstunni

    Xavi, miðjumaðurinn snjalli hjá Barcelona, verður ekki með liðinu næstu fimmtán daga eftir að rannsóknir sýndu að hann hafi tognað aftan í læri. Xavi meiddist í lokin á leik Barcaelona og Valenica í spænsku deildinni í gær en leiknum lauk með 1-1 jafntefli.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Svindl í Meistaradeildinni á Englandi

    Hagræðing úrslita knattspyrnuleikja er mun stærra vandamál en áður var haldið segir Europol sem hefur verið að rannsaka slík mál undanfarna átján mánuði. Í nýjum gögnum frá Europol kemur meðal annars fram að úrslitum leiks í Meistaradeildinni, sem spilaður var á Englandi, hafi verið hagrætt.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Árið 2013 byrjar ekki vel hjá Casillas

    Árið 2013 byrjar ekki vel hjá spænska landsliðsmarkverðinum Iker Casillas. Fyrst setti Jose Mourinho hann á varamannabekkinn hjá Real Madrid og á miðvikudaginn varð hann síðan fyrir því að handarbrotna í bikarleik á móti Valencia.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Enn slúðrað um að Ronaldo fari til Man. Utd

    Þó svo Portúgalinn Cristiano Ronaldo segist ætla að virða samning sinn við Real Madrid eru menn enn að velta sér upp úr mögulegri endurkomu hans til Man. Utd. Samningur Ronaldo við Real rennur út árið 2015 en hann fór til félagsins frá Man. Utd árið 2009.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Kevin-Prince Boateng: Ég labba aftur útaf

    Kevin-Prince Boateng, leikmaður AC Milan, segist ekki myndi hika við að labba útaf vellinum yrði hann aftur fórnarlamb kynþáttaníðs úr stúkunni. Boateng var einn af leikmönnum AC Milan sem gengu af velli í fyrradag í miðjum æfingaleik við neðri deildarliðið Pro Patria eftir að stuðningsmenn Pro Patria gerðust sekir um kynþáttafordóma í söngvum sínum.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Abidal byrjaður aftur að æfa með Barcelona

    Það eru ekki bara slæmar fréttir af heilsu manna í Barcelona en eins og kunnugt er þá glímir þjálfarinn Tito Vilanova við krabbamein og lagðist undir hnífinn í dag. Franski bakvörðurinn Eric Abidal er nefnilega kominn aftur til baka eftir veikindi en hann var einnig að berjast við krabbamein.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Leikdagarnir klárir í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar

    Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur nú ákveðið leikdaga fyrir sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar en dregið var í morgun. 16 liða úrslitin hefjast 12. febrúar með leikjum Celtic-Juventus og Valencia-PSG en lýkur síðan með leikjum Bayern München-Arsenal og Málaga-Porto 13. mars.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Messi óttaðist það versta

    Lionel Messi, sem var borinn af velli í gær í meistaradeildarleik Barcelona og Benfica, óttaðist að um alvarleg meiðsli væri að ræða. "Ég óttaðist það versta þegar læknarnir skoðuðu mig, en þegar þeir sögðu mér að þetta væri ekkert alvarlegt, varð ég mun rólegri,“ sagði Messi við fréttamenn í dag.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Meiðsli Lionel Messi eru ekki alvarleg

    Lionel Messi fór meiddur af leikvelli í gær þegar Barcelona lék gegn Benfica í lokaumferð Meistaradeildar Evrópu. Landsliðsmaðurinn frá Argentínu fór í skoðun hjá liðslæknum Barcelona í gærkvöld og í dag var greint frá því að meiðslin væru ekki alvarleg.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Mourinho ætlar ekki í frí þegar hann hættir hjá Real

    Jose Mourinho, þjálfari spænska stórliðsins Real Madrid, hefur að undanförnu verið orðaður við þjálfun hjá Manchester City og Paris St.Germain á næstu leiktíð. Fastlega er búist við að hann fari frá Real Madrid næsta sumar. Í samtali við fréttamenn sagðist Mourinho ekki ætla að taka sér ársfrí líkt og Pep Guardiola gerði þegar hann hætti hjá Barcelona.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Bale ekki með Tottenham í kvöld

    Tottenham mætir gríska liðinu Panathinaikos í kvöld í Evrópudeildinni og fer leikurinn fram á White Hart Lane í London. Leikur liðanna er hreinn úrslitleikur um hvort liðið fylgir Lazio upp úr J-riðli keppninnar. Aðalstjarna Tottenham, Gareth Bale, verður ekki með vegna meiðsla aftan í læri og er það mikið áfall fyrir Spurs.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Liðin sem komust ekki í 16-liða úrslit misstu af 500 milljónum kr.

    Í gær lauk riðlakeppninni í Meistaradeild Evrópu og það er ljóst hvaða 16 lið verða í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslitum keppninnar þann 20. desember n.k. Liðin sem komust áfram úr riðlakeppninni fá rétt tæplega hálfan milljarð kr. í sinn hlut frá UEFA í peningagreiðslum og það er að miklu að keppa á því sviði á lokastigum keppninnar.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ekkert vanmat í gangi hjá Chelsea gegn Nordsjælland

    Öll spjót standa að Rafael Benítez og Evrópumeistaraliði Chelsea fyrir lokaumferðina í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Enska liðið er með bakið upp við vegg fyrir leikinn gegn danska liðinu Nordsjælland í E-riðli keppninnar. Chelsea þarf á sigri að halda til að komast áfram og treysta á að Juventus tapi.

    Fótbolti