Guardiola: Vil að leikmenn njóti leiksins Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, hvetur sína menn til þess að mæta jákvæða til leiks gegn Inter annað kvöld en mikið er gert úr því að liðið þurfi að sækja linnulaust til þess að komast í úrslitaleikinn. Fótbolti 27. apríl 2010 23:15
Robben vill mæta Mourinho í úrslitaleiknum Arjen Robben, leikmaður FC Bayern, vill mæta sínum gamla lærimeistara, Jose Mourinho, þjálfara Inter, í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Fótbolti 27. apríl 2010 21:52
Puel: Töpuðum fyrir betra liði Claude Puel, þjálfari Lyon, var að vonum vonsvikinn eftir að hans lið steinlá á heimavelli gegn FC Bayern í Meistaradeildinni í kvöld. Bayern þar með komið í úrslit en Lyon situr eftir með sárt ennið. Fótbolti 27. apríl 2010 21:36
Atli og Jóhannes að fá nýja meðlimi í bræðraklúbbinn á morgun Argentínsku bræðurnir Diego og Gabriel Milito verða í eldlínunni á morgun þegar lið þeirra, Internazionale og Barcelona, mætast í seinni leik sínum í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Þeir hafa mæst áður inn á vellinum en þetta yrði í fyrsta sinn sem þeir léku gegn hvorum öðrum í Evrópuleik. Fótbolti 27. apríl 2010 19:00
Olic óstöðvandi og Bayern í úrslit Króatinn Ivica Olic skaut FC Bayern í úrslit Meistaradeildar Evrópu í kvöld er hann skoraði þrennu í 0-3 sigri liðsins á Lyon í síðari leik liðanna í undanúrslitum. Bayern vann rimmu liðanna 4-0 samanlagt. Fótbolti 27. apríl 2010 16:22
Xavi: Hinar fullkomnu kringumstæður fyrir Inter Evrópumeisturum Barcelona bíður erfiður leikur á morgun á móti Inter Milan í seinni leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Inter vann fyrri leikinn 3-1 og þarf því Barcelona að vinna 2-0 eða stærra annað kvöld. Fótbolti 27. apríl 2010 15:30
Mörkin hans Robben hafa verið Bayern mikilvæg í Meistaradeildinni Arjen Robben hefur skorað gríðarlega mikilvæg mörk fyrir Bayern München í Meistaradeildinni á þessu tímabili og félagar hans í liðinu viðurkenna alveg að þeir treysti á að Hollendingurinn tryggi þeim líka sæti í úrslitaleiknum. Lyon og Bayern mætast í seinni undanúrslitaleiknum í kvöld. Fótbolti 27. apríl 2010 14:30
Van Gaal: Sendum skýr skilaboð Louis van Gaal, þjálfari Bayern München, segir að sínir menn hafi sent andstæðingum sínum skýr skilaboð með sigrinum á Lyon í kvöld. Fótbolti 21. apríl 2010 22:55
Fáið að sjá hinn sanna Messi í seinni leiknum Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, segir að slök frammistaða Lionel Messi í fyrri undanúrslitaleiknum gegn Inter hafi aðeins verið lítið frávik. Messi var lítið áberandi í leiknum sem Inter vann 3-1. Fótbolti 21. apríl 2010 20:00
Bayern með nauma forystu til Lyon Arjen Robben var hetja Bayern München þegar hann tryggði sínum mönnum 1-0 sigur á Lyon í fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Fótbolti 21. apríl 2010 18:36
Mourinho: Kannski á ég bara vin í eldstöðinni í Eyjafjallajökli Jose Mourinho, þjálfari Inter, kann betur en margur að svara fyrir sig og þar skín oft í skemmtilegan húmor portúgalska þjálfarans. Mourinho hlustaði ekki mikið á kvartanir Barcelona-manna yfir langa rútuferðlaginu til Mílanó en Inter vann eins og kunnugt er 3-1 sigur á Barcelona í Meistaradeildinni í gær. Fótbolti 21. apríl 2010 12:30
Ítalska pressan: Sigur Inter eins mikið afrek og að lenda á mars Ítalskir blaðamenn eiga sjaldnast í vandræðum með að finna myndlíkingar sem eru oft út úr þessum heimi. Luigi Garlando, blaðamaður Gazzetta dello Sport, missti sig algjörlega eftir 3-1 sigur Inter á Evrópumeisturum Barcelona í Meistaradeildinni í gær og líkti leikönnum Inter við marsbúa. Fótbolti 21. apríl 2010 11:30
Guardiola ætlar að láta vökva völlinn fyrir síðari leikinn Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, hefur fulla trú á því að Evrópumeistararnir nái að vinna upp 3-1 tap fyrir Inter í Mílanó í gær þegar liðin mætast í seinni leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í næstu viku. Þurr völlur var eitt af því sem truflaði mikið leik Börsunga í gær. Fótbolti 21. apríl 2010 11:00
Mourinho: Leikmenn gáfu allt í leikinn Jose Mourinho sagði eftir sigur sinna manna í Inter á Barcelona í kvöld að hann hefði ekki getað farið fram á meira frá sínum leikmönnum í leiknum. Fótbolti 20. apríl 2010 23:13
Guardiola: Engar afsakanir Pep Guardiola segir að rútuferðin sem leikmenn Börsunga þurftu að leggja á sig fyrir leikinn gegn Inter í kvöld sé engin afsökun fyrir að hafa tapað leiknum. Fótbolti 20. apríl 2010 23:05
Balotelli grýtti treyjunni í grasið Mario Balotelli er aftur búinn að koma sér í ónáð hjá Jose Mourinho, stjóra Inter, eftir að hann grýtti treyju sinni í grasið eftir sigur Inter á Barcelona í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Fótbolti 20. apríl 2010 22:45
Góður sigur Inter á Barcelona Inter vann í kvöld 3-1 sigur á Evrópumeisturum Barcelona í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Fótbolti 20. apríl 2010 18:26
Zlatan Ibrahimovic: Ég veit ekki hvort ég fæ að spila í kvöld Sænski framherjinn Zlatan Ibrahimovic er búinn að ná sér af kálfameiðslunum sem hafa hrjáð hann undanfarið og er klár í slaginn í kvöld þegar Barcelona sækir heima hans gömlu félaga í Inter. Þetta er fyrri leikurinn í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Fótbolti 20. apríl 2010 16:30
Betri en Messi, Rooney, Torres og Ronaldo - tölfræðin segir sína sögu Argentínumaðurinn Gonzalo Higuain hefur verið í miklu stuði með Real Madrid á þessu tímabili og nú hefur norska Dagbladet reiknað það út að hann er búinn að vera hættulegri sóknarmaður á þessu tímabili heldur en Lionel Messi, Wayne Rooney, Fernando Torres og Cristiano Ronaldo. Fótbolti 20. apríl 2010 16:00
Lionel Messi segir frá því af hverju hann fór til Barcelona Lionel Messi hefur sagt frá ástæðu þess að hann fór til Barcelona þrettán ára gamall í stað þess að vera áfram i Argentínu eða fara til annars liðs í Evrópu. Fótbolti 20. apríl 2010 15:00
Guardiola nýtti rútuferðina vel - horfðu á leiki með Inter Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, reyndi að gera það besta úr ferðamáta liðsins fyrir undanúrslitaleik Meistaradeildarinnar á móti Inter sem fer fram í Mílanó í kvöld. Fótbolti 20. apríl 2010 10:00
Sneijder treystir á fótboltaþekkingu Mourinho á móti Barcelona Hollenski miðjumaðurinn Wesley Sneijder dreymir um endurkomu á Santiago Bernabéu en þó ekki til að spila fyrir Real Madrid sem hafði ekki not fyrir hann heldur til þess að spila með FC Internazionale Milano í úrslitaleiknum í Meistaradeildinni sem fer fram á heimavelli Real Madrid. Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast í þessari viku. Fótbolti 19. apríl 2010 17:00
Sneijder hefur mikla trú á Inter Wesley Sneijder, leikmaður Inter, er tilbúinn að taka fyrsta skrefið í áttina að drauma þrennunni en Inter mætir Barcelona í meistaradeildinni í næstu viku. Fótbolti 18. apríl 2010 23:45
Barcelona til Ítalíu með rútu vegna eldgossins? Stjórn spænska knattspyrnufélagsins Barcelona hélt í kvöld neyðarfund vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Flugsamgöngur liggja víða niðri vegna gossins en Börsungar eiga leik á Ítalíu á þriðjudaginn. Fótbolti 17. apríl 2010 23:30
Bæjarar ekki sáttir við að Frakkarnir fá lengri undirbúning Louis van Gaal, þjálfari FC Bayern, vill að UEFA skipi Lyon að spila helgina fyrir seinni viðureign liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Lyon fékk í gær frestun frá franska knattspyrnusambandinu. Fótbolti 16. apríl 2010 13:45
Barcelona lofar að bjóða ekki í Fabregas í sumar Peter Hill-Wood, stjórnarformaður Arsenal, hefur opinberað að Barcelona hafi lofað því að bjóða ekki í Cesc Fabregas í sumar. Enski boltinn 14. apríl 2010 14:30
Hefðir átt að hrinda Messi niður stigann Lionel Messi fór illa með Arsenal í Meistaradeildinni í síðustu viku. The Walcott, vængmaður Arsenal, segir frá því í viðtali við The Sun hvernig hann hefði getað útilokað Messi frá leiknum. Fótbolti 14. apríl 2010 12:00
Marca: Jose Mourinho líklegastur til að taka við Real Madrid Jose Mourinho, þjálfari Inter Milan, er efstur á blaði sem næsti þjálfari Real Madrid samkvæmt frétt í spænska íþróttablaðinu Marca. Spænska blaðið er farið að ganga að því vísu að Manuel Pellegrini verði látinn fara frá Real Madrid í sumar. Fótbolti 12. apríl 2010 23:30
Ítalir að missa eitt Meistaradeildarsæti sitt til Þjóðverja Adriano Galliani, varaforseti AC Milan, er hræddur um að Ítalir eigi á hættu að missa eitt Meistaradeildarsæti sitt til Þjóðverja. Fótbolti 12. apríl 2010 20:00
Hugo Lloris næsti markvörður United? Enskir fjölmiðlar telja Hugo Lloris, markvörð franska liðsins Lyon, líklegastan til að verða næsti markvörður Manchester United. Sir Alex Ferguson er sagður hafa fylgst með Lloris um langt skeið. Enski boltinn 9. apríl 2010 16:45