Meistaradeildin

Meistaradeildin

Keppni hinna bestu í Evrópu.

Leikirnir




    Fréttamynd

    Chelsea vinnur þriðja leikinn í röð eftir frystingu eigna

    Þrátt fyrir öll lætin utan vallar þá virðist það lítið hafa áhrif á spilamennsku Chelsea. Chelsea vann í kvöld þriðja leikinn í röð eftir að eignir Roman Abramovich, eiganda Chelsea, voru frystar. Chelsea vann 1-2 útisigur á Lille og þar með 1-4 samanlagðan sigur úr leikjunum tveimur.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    De Gea: Manchester United langt frá því að vinna titla

    David de Gea og félagar í Manchester United duttu út úr Meistaradeildinni á heimavelli sínum í gærkvöldi. Spænski markvörðurinn segir liðið vera langt frá því að geta keppt um titlana í ensku úrvalsdeildinni og í Meistaradeildinni. Að hans mati er þetta enn eitt „slæma árið“.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    UEFA rannsakar hegðun forráðamanna PSG

    Evrópska knattspyrnusambandið UEFA rannsakar nú hegðun forseta Paris Saint-Germain, Nasser Al-Khelaifi, og íþróttastjóra liðsins, Leonardo, eftir að þeir félagar létu öllum illum látum eftir að liðið féll úr leik í Meistaradeild Evrópu á miðvikudagskvöldið.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Guardiola: „Allir hlusta á Carson þegar hann talar“

    Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, var ánægður að vera kominn áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir samanlagðan 5-0 sigur á Sporting frá Lisbon. Guardiola hrósaði sérstaklega hinum 36 ára gamla þriðja markverði liðsins, Scott Carson.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Markalaust í Manchester

    Manchester City þurfti ekki að hafa fyrir hlutunum í seinni viðureign sinni gegn Sporting sem endaði með markalausu jafntefli á Etihad vellinum.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Wenger ásakaði Liverpool-manninn um að svindla

    Arsene Wenger, fyrrum knattspyrnustjóri Arsenal, var allt annað en sáttur þegar hans gamli lærisveinn, Alexis Sanchez, var rekinn af velli í seinni leik Liverpool og Internazionale í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Liverpool fór áfram þrátt fyrir tap

    Liverpool er á leið í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu þrátt fyrir 1-0 tap gegn Ítalíumeisturum Inter í kvöld. Liverpool vann fyrri leik liðanna 2-0 og fer því áfram eftir samanlagðan 2-1 sigur.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Bayern München fór örugglega áfram

    Þýsku meistararnir í Bayern München unnu afar sannfærandi 7-1 sigur gegn austurríska félaginu Red Bull Salzburg í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

    Fótbolti