Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Jóla­daga­tal Vísis: Rúm­fastur í tvo daga eftir mynd­bands­upp­tökur

Lagið Meðan ég sef með hljómsveitinni Í svörtum fötum kom út árið 2004 og varð gríðarlega vinsælt. Lagið er frábært en myndbandið eiginlega enn betra. Hljómsveitameðlimir sýna stórkostlegan leikursigur. Áki Sveinsson sem ljósmyndari og Einar Örn Jónsson sem reiður bílstjóri. Hrafnkell Pálmarsson er sérlega sannfærandi í hlutverki útigangsmanns.

Jól
Fréttamynd

Hundrað listamenn saman á sýningu

Næstkomandi laugardag opnar jólasýning Listvals í Hörpu. Á sýningunni má finna yfir 300 verk eftir um 100 listamenn sem njóta vinsælda hérlendis. Þær Helga Björg Kjerúlf og Elísabet Alma Svendsen eru stofnendur og eigendur Listvals og hafa saman staðið að fjöldanum öllum af sýningum með ólíku listafólki.

Menning
Fréttamynd

Ómetanlegir styrkir fyrir íslenskar hljómsveitir í útrás

Alls sótti íslenskt tónlistarfólk um 22.8 milljónir í Útflutningssjóð íslenskrar tónlistar bara í nóvember, en það er hærri upphæð en stærð sjóðsins hefur verið árlega fram að þessu. Alls hefur verið sótt um 145 milljónir á árinu, og enn er ein úthlutun eftir.

Tónlist
Fréttamynd

Brunaði yfir þrjú rauð ljós til að ná miðnæturkossinum

Listræna parið Júlí Heiðar og Þórdís Björk hefur komið víða að í hinum skapandi heimi tónlistar og leiklistar en var í fyrsta skipti að gefa út lag saman í dag. Lagið ber nafnið Gamlárskvöld og fjallar textinn meðal annars um það þegar Júlí gerði heiðarlega tilraun til að kyssa Þórdísi, eða Dísu eins og hún er alltaf kölluð, á miðnætti fyrstu áramótin eftir að þau byrjuðu að hittast.

Tónlist
Fréttamynd

„Listin læknar ekki en hún hefur hjálpað“

„Mig langaði ekki að textinn yrði beint um pabba því ég held að ég hafi bara ekki verið tilbúin í það,“ segir tónlistarkonan Rósa Björk Ásmundsdóttir um lagið Jólin með þér sem hún og Helena Hafsteinsdóttir voru að senda frá sér en þær mynda sviðslistahópinn heró. Ásamt laginu var að koma út tónlistarmyndband sem er frumsýnt hér í pistlinum.

Tónlist
Fréttamynd

Stiklusúpa: Indiana Jones mætir aftur, aftur

Lucasfilm og Disney birtu í gær fyrstu stiklu nýrrar kvikmyndar um fornleifafræðinginn og ævintýramanninn Indiana Jones. Myndin er sú fimmta um Jones, sem leikinn er af Harrison Ford, og ber hún titilinn Indiana Jones and The Dial of Destiny.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Danska ungstirnið Hugo Helmig látinn

Danski tónlistarmaðurinn Hugo Helmig er látinn, aðeins 24 ára að aldri. Hann naut mikilla vinsælda í heimalandinu og átti mest spilaða lagið í dönsku útvarpi árið 2017.

Lífið
Fréttamynd

Orange Is the New Black-leikari látinn

Bandaríski leikarinn og fótboltaspilarinn Brad William Henke, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í þáttunum Orange Is the New Black, er látinn, 56 ára að aldri.

Lífið
Fréttamynd

Pétur Örn hættir sér út úr skelinni: „Á líf hins út­skúfaða virki­lega að vera svona?“

Lítið hefur spurst til tónlistarmannsins Péturs Arnar, oft þekktur sem Pétur Jesú, undanfarna mánuði. Pétur dró sig í hlé frá sviðsljósinu og samfélagsmiðlum eftir að söngkonan Elísabet Ormslev steig fram í viðtali við Fréttablaðið og lýsti sambandi sínu við Pétur á sínum tíma. Hún var 16 ára þegar á sambandinu stóð en hann 38 ára.

Innlent
Fréttamynd

Barna­pían varð kóf­drukkin, móðgaði ein­hvern í Todmobile og týndi barninu

Auður Jónsdóttir rithöfundur segist það lengsta sem hún hafi komist með að vera frægur tónlistarmaður vera þegar hún, þá 17 ára gömul á Akureyri passaði Bryndísi Jakobsdóttur fyrir Röggu Gísla og Jakob Frímann. Þau buðu barnapíunni með í Húnaver þar sem hún fékk baksviðspassa. En einhvernveginn æxlaðist það fljótt þannig að barnapían varð kófdrukkin, móðgaði einhvern í Todmobile og týndi barninu í þvögu poppara og rokkara.

Lífið
Fréttamynd

Katrín til­nefnd til bók­mennta­verð­launa

Einskonar samruni Íslensku glæpasagnaverðlaunanna Blóðdropans og Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2022 varð þegar tilnefningar voru kynntar nú rétt í þessu á Kjarvalsstöðum. Athygli vekur að meðal hinna tilnefndu er Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fyrir frumraun sína sviði glæpasagnagerðar.

Menning
Fréttamynd

Fullveldisbækur afhentar forseta Alþingis

Útgáfu tveggja bóka var fagnað við hátíðlega athöfn í Skála Alþingis í gær en samið var um útgáfu þeirra árið 2018 í tilefni 100 ára afmælis fullveldis Íslands. Um er að ræða samstarfsverkefni Alþingis og Hins íslenska bókmenntafélags. 

Menning
Fréttamynd

„Listin alltaf verið mín leið til að takast á við lífið“

Listakonan Sara Oskarsson opnar vinnustofu sína fyrir almenningi næstkomandi laugardag á sama tíma og hún opnar listasýninguna GLÓÐ. Hún byrjaði að mála af alvöru fyrir tuttugu árum síðan en hefur þó verið skapandi síðan hún man fyrst eftir sér. Blaðamaður heyrði í Söru og ræddi við hana um það sem er á döfinni.

Menning
Fréttamynd

Íslenskar bækur og spil jólagjöf ársins

Jólagjöf ársins árið 2022 er samkvæmt niðurstöðu Rannsóknarseturs verslunarinnar íslenskar bækur og spil. Þetta staðfestir Sigrún Ösp Sigurjónsdóttir forstöðumaður RSV í samtali við fréttastofu, en greint var frá niðurstöðunni á Rás 2 í morgun.

Neytendur
Fréttamynd

Jóladagatal Vísis: Næstum því jólalag með Sálinni

Kæru lesendur. Í dag er 1. desember eins og líklega hefur ekki farið fram hjá neinum. Dagurinn er merkilegur fyrir margar sakir, það er auðvitað fullveldisdagurinn og svona, en þetta er ekki síst merkisdagur vegna þess að nú fer Jóladagatal Vísis í loftið.

Tónlist
Fréttamynd

Vita­vegur vinnur hönnunar­sam­keppni um Grófar­húsið

Hönnunarsamkeppni Reykjavíkurborgar um endurhönnun og stækkun á Grófarhúsi, í samstarfi við Arkitektafélag Íslands, er nú lokið. Fimm teymi voru valin til að taka þátt í forvali og sendu inn tillögur að umbreytingu hússins, en teymi frá JVST arkitektum, Inside outside, Hanrath Architect, Kreatíva teiknistofu, VSÓ ráðgjöf og Örugg verkfræðistofu varð hlutskarpast.

Innlent