Kröfu Britney um að flýta réttarhöldum um forræði hennar hafnað Beiðni tónlistarkonunnar Britney Spears um að réttarhöldum um forræði föður hennar yfir hennar málefnum hefur verið hafnað. Dómari úrskurðaði í gær að réttarhöldin muni hefjast þann 29. september, eins og áður stóð til. Tónlist 10. ágúst 2021 11:02
Witcher-leikarar skelltu sér í Jökulsárlón Leikararnir í Witcher: Blood Origins, sem verið er að taka upp á Suðausturlandi, skelltu sér í Jökulsárlón um helgina. Þá eru tökur fyrir Netflix-þættina sagðar eiga að færast í víkingaþorpið milli Hafnar og Víkur sem byggt var árið 2010. Bíó og sjónvarp 10. ágúst 2021 10:23
Enginn klappaði þegar sýningunni lauk Á Grímunni í ár var barnasýninginn Kafbátur í leikstjórn Hörpu Arnardóttur verðlaunuð barnasýning ársins. Kjartan Darri Kristjánsson, ungur leikari sem kom til starfa í Þjóðleikhúsinu síðasta vetur, var þar valinn leikari ársins í aukahlutverki fyrir frammistöðu sína sem vélmennið Anon í Kafbáti. Menning 10. ágúst 2021 08:42
Stjórnar pólitískum umræðuþætti sem sitjandi þingmaður Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur verið fenginn til að halda utan um pólitíska umræðuþætti á sjónvarpsstöð Hringbrautar fram að næstu alþingiskosningum 25. september. Páll er auðvitað áfram sitjandi þingmaður þangað til nýtt þing tekur við og mun því stýra þættinum sem slíkur. Innlent 9. ágúst 2021 11:22
Páll á Húsafelli harmar að rífa þurfi legsteinasafnið Niðurrif húss sem átti að hýsa legsteinasafn á landi listamannsins Páls á Húsafelli hófst í fyrradag. Páll var dæmdur til að fjarlægja húsið af Héraðsdómi Vesturlands eftir að nágranni hans Sæmundur Ásgeirsson höfðaði mál á hendur honum. Innlent 8. ágúst 2021 13:38
Kraftmikill niðurgangur varð rennibrautarþætti að falli Bandaríska sjónvarpsstöðin NBC hefur endanlega hætt við framleiðslu á leikjaþættinum The Ultimate Slip N’ Slide. Kraftmikil niðurgangspest varð framleiðslu þáttarins að falli. Lífið 7. ágúst 2021 19:40
Auður bað um að vera klipptur út úr „Ófærð“ Framleiðendur þriðju þáttaraðarinnar af „Ófærð“ hafa orðið við beiðni tónlistarmannsins Auðs um að hann verði klipptur úr úr þáttunum. Fyrr í sumar viðurkenndi hann að hafa farið yfir mörk ungrar konu. Bíó og sjónvarp 6. ágúst 2021 17:30
Kanye hélt annað hlustunarpartý fyrir Donda Kanye West hélt hlustunarpartý fyrir nýja plötu sína Donda sem átti upphaflega að koma út 23. júlí síðastliðinn. Í gær var tilkynnt að platan kæmi út í dag en nú virðist sem það muni ekki gerast fyrr en á morgun. Lífið 6. ágúst 2021 17:10
Björk hjálpaði Shoplifter að safna fyrir Höfuðstöðinni Björk Guðmundsdóttir hvatti fylgjendur sína á Twitter til að leggja söfnun myndlistarkonunnar Hrafnhildar Arnardóttur, betur þekktri sem Shoplifter, lið. Síðan Björk birti færsluna í gær hefur söfnunin náð hundrað þúsund dollara markmiði sínu. Lífið 6. ágúst 2021 17:09
Fjórða þáttaröð Stranger Things sýnd á næsta ári Fjórða þáttaröð Stranger Things verður frumsýnd á næsta ári. Þetta tilkynnti Netflix í dag, samhliða því sem stikla fyrir þáttaröðina var frumsýnd. Bíó og sjónvarp 6. ágúst 2021 15:39
Föstudagsplaylisti Skratta Skrattar hófu upprunalega störf árið 2015 sem tvíeyki og vöktu fljótt athygli fyrir hömlulausa sviðsframkomu og almennan usla. Skrattstjórar voru Guðlaugur Halldór Einarsson og Karl Torsten Ställborn en smám saman bættist við vaktina. Tónlist 6. ágúst 2021 15:31
„Nóg af hljómsveitum þar sem allir eru illa nettir með skeifu“ „Platan er okkar tilraun til að búa til partí rokk. Það er nóg af hljómsveitum þar sem allir eru illa nettir með skeifu, þetta er ekki þannig. Þetta er bara „high energy“ keyrsla sem að fólk hefur vonandi gaman af,“ segir Hallur Sigurðsson í samtali við Vísi. Tónlist 6. ágúst 2021 11:44
Hasar og hamagangur í nýju sýnishorni úr Leynilöggu Íslenska hasar- og gamanmyndin Leynilögga verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni Locarno í næstu viku. Bíó og sjónvarp 6. ágúst 2021 10:34
Fá meira en hundrað milljarða fyrir fjórtán kvikmyndir og sex þáttaraðir Matt Stone og Trey Parker hafa gert samkomulag um að fá 900 milljónir dala frá ViacomCBS Inc. á næstu sex árum. Í staðinn þurfa þeir að gera sex nýjar þáttaraðir af teiknimyndaþáttunum South Park og fjórtán kvikmyndir um íbúa bæjarins vinsæla. Bíó og sjónvarp 5. ágúst 2021 16:25
Charlie Watts missir af tónleikaferðalagi Rolling Stones Charlie Watts, trommuleikari Rolling Stones mun ekki ferðast með sveitinni til Bandaríkjanna þar sem hún hefur tónleikaferðalag í september. Hann er að jafna sig eftir aðgerð sem hann undirgekkst á dögunum. Tónlist 5. ágúst 2021 14:51
Fjallaverksmiðja Íslands verði að sjónvarpsþáttaröð Kristín Helga Gunnarsdóttir hefur selt kvikmyndarétt að bók sinni Fjallaverksmiðja Íslands bandaríska framleiðslufyrirtækinu Inner Voice Artists. Hinir mexíkósku Munoz-bræður munu skrifa handritið og leikstýra þáttunum. Lífið 5. ágúst 2021 13:38
Edduverðlaunahátíðinni aflýst Stjórn Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar hefur tilkynnt að Edduverðlaunahátíðin fari ekki fram með hefðbundnum hætt í ár líkt og stóð til. Bíó og sjónvarp 5. ágúst 2021 12:55
Skilur ekki hvers vegna lokað er á sviðslistir Tónlistarmaðurinn Friðrik Ómar er hugsi yfir því hvers vegna lokað er á sviðslistir þegar tjaldsvæðum og sundlaugum er haldið opið. Lífið 5. ágúst 2021 11:01
Trommari The Offspring rekinn fyrir að afþakka bóluefni Pete Parada, trommari pönkhljómsveitarinnar The Offspring tilkynnti í gær að hann hann hefði verið rekinn fyrir að neita að láta bólusetja sig. „Það hefur verið ákveðið að það sé hættulegt að umgangast mig, í stúdíóinu og á tónleikaferðalagi,“ sagði hann á Instagram. Tónlist 5. ágúst 2021 10:08
Rihanna orðin milljarðamæringur og þar með ríkasta tónlistarkona í heimi Eignir tónlistarkonunnar og frumkvöðulsins Rihönnu eru metnar á 1,7 milljarða Bandaríkjadala, eða um 212 milljarða íslenskra króna, sem gerir hana efnamestu tónlistarkonuna í heiminum. Tónlistin er þó ekki hennar helsta tekjulind samkvæmt tímaritinu Forbes. Viðskipti erlent 5. ágúst 2021 07:53
Mikilvægt að halda lífi í menningunni í faraldrinum Formaður Bandalags íslenskra listamanna segir mikilvægt að halda lífi í menningunni í kórónuveirufaraldrinum og vill opna samfélagið eins mikið og hægt er. Stjórnvöld funda nú stíft með sérfræðingum og hagsmunahópum áður en ákvörðun verður tekin um næstu sóttvarnaaðgerðir. Innlent 4. ágúst 2021 22:13
Náttúrulitun í nútímasamhengi á Hönnunarsafni Íslands Sigmundur Páll Freysteinsson er fatahönnuður sem útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2019. Hann hefur dvalið í rannsóknarrými Hönnunarsafns Íslands í sumar með það að markmiði að þróa ný kerfi í sjálfbærri hönnun og umhverfisvænni framleiðslu, sem nýtir auðlindir Íslands. Menning 4. ágúst 2021 16:01
SpaceX skýtur þeim á braut um jörðu og Netflix fangar ævintýrið á filmu SpaceX ætlar að skjóta hópi almennra borgara á braut um jörðu í næsta mánuði og verður geimskotinu og aðdraganda þess gerð skil í heimildaþáttum Netflix. Forsvarsmenn streymisveitunnar segja þetta í fyrsta sinn sem fyrirtækið sýni heimildaþætti „nærri því í rauntíma“. Bíó og sjónvarp 4. ágúst 2021 15:30
„Það er búið að gjaldfella það að vera tónlistarmaður“ „Ég hef verið í tónlist síðan ég var lítil og alltaf í kringum fólk sem er í tónlist. Ég kunni ekkert annað og kann ekkert annað,“ segir Sóley Stefánsdóttir í hlaðvarpsþættinum Bransakjaftæði. Lífið 4. ágúst 2021 14:47
Boða til Covid-fundar með fulltrúum listafólks og íþróttahreyfingar Stjórnvöld hafa boðað til fundar á morgun með fulltrúum úr listageiranum og íþróttahreyfingunni til að ræða áhrif kórónuveirufaraldursins. Innlent 3. ágúst 2021 23:21
Stolt en stressuð Arna Bára gefur út sitt fyrsta lag „Þetta eru blendnar tilfinningar að gefa út sitt fyrsta lag. Ég er mjög stolt en á sama tíma stressuð yfir viðbrögðunum,“ segir athafnakonan og samfélagsmiðlastjarnan Arna Bára í samtali við Vísi. Lífið 3. ágúst 2021 14:39
Yljar sér enn við að hafa pissað upp á jökli á Íslandi Game of Thrones stjarnan Kit Harrington er sannkallaður Íslandsvinur eftir að hafa eytt dágóðum tíma hér á landi við gerð þáttanna ofurvinsælu. Hann segir að eitt augnablik hér á landi nýtist honum alltaf þegar hann verður pirraður í vinnunni. Lífið 3. ágúst 2021 13:15
Aðeins ár í frumsýningu sjónvarpsþáttanna um Hringadróttinssögu Nýir sjónvarpsþættir byggðir á Hringadróttinssögu eftir breska rithöfundinn J.R.R. Tolkien verða sýndir í september á næsta ári. Þættirnir verða sýndir á streymisveitu Amazon, Amazon Prime, og er nú langri bið senn á enda. Bíó og sjónvarp 3. ágúst 2021 07:53
Oddaverjar virðast hafa grafið gríðarstóra hella fyrir bústofninn Hellir sem fornleifafræðingar rannsaka núna í Odda á Rangárvöllum var í notkun á tíma Sæmundar fróða og er elsta staðfesta dæmi um manngerðan helli á Íslandi. Gríðarleg stærð hans vekur athygli og bendir til að Oddaverjar hafi staðið fyrir miklum búrekstri. Innlent 2. ágúst 2021 22:22
Draumur rættist í gær: „Það væri nú gaman að prufa þetta einu sinni með fólki“ Þetta var algjör heiður, segir Magnús Kjartan Eyjólfsson um brekkusönginn sem hann stýrði í fyrsta sinn í gær. Hann segir upplifunina stórkostlega og væri tilbúinn til að stýra söngnum aftur að ári. Innlent 2. ágúst 2021 13:00