Olís-deild karla

Olís-deild karla

Leikirnir




    Fréttir í tímaröð

    Fréttamynd

    „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“

    „Þetta eru bara tvö hörku lið, annað og fjórða sætið í deildinni og bara fiffty-fiffty leikir og við vitum að vera á heimavelli er alltaf auka fimm prósent. Það er búið að duga í fjögur skipti en núna þurfum við bara að ná að stela einum á útivelli,“ sagði Árni Bragi Eyjólfsson, leikmaður Aftureldingar, eftir sigur gegn Val. Úrslitin þýða að fram undan er oddaleikur á föstudaginn um sæti í úrslitaeinvíginu við Fram.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Upp­gjörið: Aftur­elding - Valur 29-26 | Ein­vígið ræðst í odda­leik

    Valur og Afturelding munu leika oddaleik á föstudaginn um sæti í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. Varð það ljóst eftir að Afturelding sigraði fjórða leik liðanna í einvíginu og jafnaði það í 2-2. Lokatölur að Varmá 29-26, en þess ber að geta að aðeins hafa komið heimasigrar í einvíginu hingað til.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Valur einum sigri frá úr­slitum

    Valur lagði Aftureldingu með minnsta mun í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís deildar karla í handbolta. Lokatölur 30-29 og Valur nú aðeins einum sigri frá því að leika um Íslandsmeistaratitilinn.

    Handbolti
    Fréttamynd

    „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“

    Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, sagði leikmenn sína hafa náð að framkvæma sóknarleik sinn, sem hafi verið góður til þessa í baráttunni við Fram í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta, enn betur þegar Hafnarfjarðarliðið rótburstaði gestina úr Úlfarsárdal í þriðja leik liðanna í Kaplakrika í kvöld. Sigursteinn varaði FH-inga þó við að fylgja ekki fordæmi Íkarosar í framhaldinu.

    Handbolti
    Fréttamynd

    „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“

    Einar Jónsson, þjálfara Fram, fannst dómgæslan ekki sanngjörn þegar lið hans fékk vænan skell í þriðja leik sínum við FH í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta í Kaplakrika í kvöld. Einar benti réttilega á að staðan væri enn björt í herbúðum Fram þrátt fyrir stórt tap. 

    Handbolti
    Fréttamynd

    „Svona er úrslitakeppnin“

    Það gekk ekki mikið upp hjá Óskari Bjarna Óskarssyni, þjálfara Vals, og lærisveinum hans í Mosfellsbæ í kvöld. Valsmenn töpuðu með átta mörkum á móti Aftureldingu og er nú jafnt í einvígi liðanna, 1-1.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Sel­foss jafnaði metin

    Eftir níu marka tap á Seltjarnarnesi þurftu Selfyssingar að svara fyrir sig í umspilinu um sæti í Olís-deild karla í handbolta á næstu leiktíð. Selfoss vann Gróttu með tveggja marka mun í kvöld og allt orðið jafnt í einvíginu.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Dramatík á Hlíðar­enda

    Valur vann tveggja marka sigur á Aftureldingu í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta, lokatölur á Hlíðarenda 35-33 eftir framlengdan leik.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Aftur­elding mætir Val í undanúr­slitum

    Afturelding sendi ÍBV í sumarfrí með því að vinna annan leik liðanna í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Lokatölur í Vestmannaeyjum 25-27 og Afturelding komið í undanúrslit. Sömu sögu er að segja úr Garðabæ þar sem Valur vann Stjörnuna í framlengdum leik og sópaði Garðbæingum þar með í sumarfrí.

    Handbolti