„Það er allt í lagi að klikka inn á milli og ná ekki alltaf sínum markmiðum“ Snorri Steinn Guðjónsson segir nauðsynlegt að hlutirnir í kringum handknattleikslandsliðið séu krufðir með gagnrýnum augum. Hann var hissa á umræðunni fyrir mót og sér fyrir sér að taka við landsliðinu einn daginn. Þetta kemur fram í viðtali við Snorra í Handkastinu. Handbolti 6. febrúar 2023 07:01
Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Haukar 31-28 | Selfyssingar höfðu betur í háspennuleik Selfyssingar unnu virkilega sterkan þriggja marka sigur er liðið tók á móti Haukum í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Lokatölur 31-28 og Selfyssingar stökkva úr áttunda sæti og upp í það fimmta. Handbolti 5. febrúar 2023 22:17
Róbert: Ekki nógu margir sem hittu á daginn sinn í dag Róbert Gunnarsson þjálfari Gróttu var vitaskuld sár og svekktur eftir tap hans manna gegn Stjörnunni í Olís-deildinni í kvöld. Stjarnan vann fjögurra marka sigur eftir jafnan leik. Handbolti 5. febrúar 2023 21:55
„Eigum að vera með kassann úti og sjálfstraust“ Guðmundur Hólmar Helgason átti frábæran leik fyrir Selfoss er liðið vann mikilvægan þriggja marka sigur gegn Haukum í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Hann skoraði níu mörk fyrir liðið og var sérstaklega ánægður með að Selfyssingar hafi aldrei gefist upp í kvöld. Handbolti 5. febrúar 2023 21:48
Umfjöllun og viðtal: Stjarnan - Grótta 31-27 | Stjarnan í fjórða sætið eftir góðan sigur Í kvöld lék Stjarnan sinn fyrsta leik í 52 daga þegar Grótta kom í heimsókn í 14. umferð Olís-deildarinnar. Lauk leiknum með nokkuð sannfærandi sigri heimamanna. Lokatölur 31-27 og Stjarnan byrjar nýja árið vel. Handbolti 5. febrúar 2023 20:58
Leik ÍR og ÍBV frestað vegna óvissu með siglingar Leik ÍR og ÍBV í Olís-deild karla sem átti að fara fram í Skógarseli í dag hefur verið frestað. Handbolti 5. febrúar 2023 13:01
Umfjöllun: KA - Hörður 32-31 | Dagur og Ólafur drógu KA-vagninn yfir línuna Dagur Gautason og Ólafur Gústafsson skoruðu samtals 24 mörk þegar KA sigraði Hörð með minnsta mun, 32-31, í mikilvægum fallslag í Olís-deild karla í dag. Handbolti 4. febrúar 2023 16:45
„Ég var svo ánægður með þessa hugmynd að ég ákvað að prófa þetta“ Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, gat leyft sér að brosa eftir mjög svo sannfærandi sigur gegn FH í Olís-deildinni í dag. Valur með forystuna allan leikinn og vann að lokum átta marka sigur í miklum markaleik, 44-36. Handbolti 3. febrúar 2023 22:21
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - FH 44-36 | Valssigur aldrei í hættu í áttatíu marka leik Íslandsmeiastarar Vals unnu öruggan átta marka sigur er liðið tók á móti FH í stórleik fjórtándu umferðar Olís-deildar karla í handbolta í kvöld, 44-36. Handbolti 3. febrúar 2023 22:17
Heitustu liðin fyrir áramót mætast í kvöld og Arnar Daði fór yfir málin með Gaupa Toppliðin Valur og FH mætast í kvöld í fyrsta stórleiknum í Olís deild karla í handbolta eftir HM-frí. Handbolti 3. febrúar 2023 15:31
Olís-stöðutékk: Álag á Val, vonir í Eyjum og leiðin liggur vestur Olís-deild karla hefst fyrir alvöru um helgina eftir HM-hléið en þá fer 14. umferðin fram. En hvernig er staðan á liðunum einum og hálfum mánuði eftir síðasta leik þeirra. Vísir fór yfir stöðuna á liðunum tólf. Handbolti 3. febrúar 2023 11:01
Fimmtíu bestu: Síðasta púslið, markamaskína úr Breiðholtinu og Robert Horry handboltans Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 30.-26. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. Handbolti 3. febrúar 2023 10:01
Fimmtíu bestu: Hetja úrslitanna 2002, Valdi Gríms 2.0 og þeir sem tóku frægustu vítaköstin Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 35.-31. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. Handbolti 2. febrúar 2023 10:00
Svaf ekki í viku vegna verstu meiðsla sem hann hefur lent í Róbert Aron Hostert, leikmaður Íslands- og bikarmeistara Vals, segir að meiðslin sem hann glímir nú við séu þau verstu sem hann hafi upplifað. Handbolti 2. febrúar 2023 08:01
Harpixið getur verið til vandræða í handboltanum eins og sást í gær Gróttumenn voru nálægt því að taka stig á móti Íslands- og bikarmeisturum Vals í gærkvöldi í fyrsta leik Olís deildar karla í fimmtíu daga. Handbolti 1. febrúar 2023 14:31
Fimmtíu bestu: Gleðigjafinn, veröld sársaukans og kjarnorkuverið úr Krikanum Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 40.-36. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. Handbolti 1. febrúar 2023 10:01
Snorri Steinn: Slen ekki afsökun eftir sex vikna pásu Valur vann fjögurra marka sigur á Gróttu 28-32. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var ánægður með sigurinn þar sem Valur komst í fyrsta sinn yfir þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum. Handbolti 31. janúar 2023 21:35
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Grótta - Valur 28-32| Valur vann endurkomusigur á Nesinu Valur vann fjögurra marka sigur á Gróttu 28-32 . Grótta var yfir nánast allan leikinn en meistararnir sýndu klærnar á síðustu tíu mínútunum og náðu að snúa taflinu við. Valur komst í fyrsta sinn yfir í leiknum þegar fimm mínútur voru eftir. Valur vann á endanum 28-32. Handbolti 31. janúar 2023 21:00
Hörður styrkir sig enn frekar og sá franski missir ekki af leik Hörður frá Ísafirði hefur fengið þrjá nýja erlenda leikmenn til liðs við sig fyrir komandi átök í Olís-deild karla í handbolta. Þar á meðal er franski reynsluboltinn Leó Renaud-David sem búist var við að myndi missa af fyrsta leik félagsins eftir HM-pásuna vegna klúðurs í skráningu leikmannsins. Handbolti 31. janúar 2023 18:00
Fyrsti leikurinn í Olís deild karla í fimmtíu daga í beinni í kvöld Olís deild karla í handbolta fer aftur í dag eftir jóla- og HM-frí. Grótta tekur þá á móti Íslands- og bikarmeisturum Vals út á Seltjarnarnesi. Handbolti 31. janúar 2023 14:16
Fimmtíu bestu: Markavél úr Eyjum, Bjarki Sig 2.0 og liðsauki frá Litáen Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 45.-41. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. Handbolti 31. janúar 2023 10:00
Fimmtíu bestu: Öldungurinn í markinu, georgískur bombari og undrabarn frá Selfossi Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 50.-46. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. Handbolti 30. janúar 2023 10:01
Fimmtíu bestu á öldinni: Fylgt úr hlaði Vísir réðst í það viðamikla verkefni að setja saman lista yfir fimmtíu bestu leikmenn efstu deildar karla í handbolta á þessari öld. Hann birtist á næstu dögum. Handbolti 30. janúar 2023 09:30
Fyrsta leik ársins frestað Ekkert verður af leik Harðar og ÍBV í Olís deild karla í handbolta í dag. Handbolti 28. janúar 2023 11:45
Vonsviknir Ísfirðingar bíða og HSÍ fær engin svör: „Það er dónaskapur“ „Við erum vægast sagt vonsvikin,“ segir Vigdís Pála Halldórsdóttir, formaður Harðar á Ísafirði. Nýliðarnir nýttu hléið vegna HM til að blása til sóknar fyrir seinni hluta leiktíðar í Olís-deild karla í handbolta, en bíða enn eftir leikheimild fyrir afar öflugan leikmann sem félagið fékk frá Spáni. Handbolti 27. janúar 2023 14:36
Harðverjar bjóða reyndan Frakka velkominn til handboltabæjarins Ísafjarðar Annan föstudaginn í röð hefur Hörður kynnt nýjan erlendan leikmann til leiks. Handbolti 13. janúar 2023 17:01
Björgvin Páll ætti að vera búinn að verja miklu fleiri skot Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson kemur ekki allt of vel út í nýrri Xs tölfræði HB Statz handboltatölfræðivefarins. Handbolti 10. janúar 2023 16:00
Hörður fær fyrrverandi rússneskan landsliðsmann Harðverjar ætla ekki að gefa sæti sitt í Olís-deildinni eftir baráttulaust og hafa samið við rússneskan leikmann. Handbolti 6. janúar 2023 14:35
Hvalreki á fjörur Víkinga Víkingur hefur fengið góðan liðsstyrk í baráttunni um að komast upp í Olís-deild karla í handbolta. Handbolti 5. janúar 2023 09:58
Annáll Olís-deildar karla: Valsmenn öðrum framar Sportsíldin var sýnd á Stöð 2 Sport á gamlársdag þar sem farið var yfir allt það helsta í íþróttalífinu á árinu. Tímabilið í Olís-deild karla var gert upp en Valsmenn unnu alla titla sem í boði voru á síðasta tímabili. Handbolti 2. janúar 2023 07:00