Hvalveiðimenn róa á miðin Áhafnir Hvals 8 og Hvals 9 virðast vera lagðar af stað út á miðin. Innlent 6. september 2023 18:00
Til SFS: Já, treystum vísindunum Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) reyna þessa dagana að slá ryki í augu landsmanna varðandi það alvarlega mengunarslys sem á sér stað í íslenskri náttúru. Mengun í formi erfðablöndunar vegna norskra eldislaxa sem sleppa úr sjókvíum. SFS gerir lítið úr málinu og segir að „slysasleppingar“ séu eðlilegasti hlutur, nú síðast í Viðskiptablaðinu og að við eigum að vera róleg að og treysta vísindunum....þetta reddast. Skoðun 6. september 2023 12:31
Þurftu ekki einu sinni að ræða við lögregluna Árið 1987 hlekkjaði listamaðurinn Benedikt Erlingsson sig, ásamt tveimur öðrum mönnum, við Hvalveiðiskip í Hvalfirði. Gjörningurinn var gerður í mótmælaskyni gegn hvalveiðum og því ekki ólíkur uppátæki mótmælendanna Elissu og Anahitu sem eyddu 33 klukkustundum í tveimur hvalveiðiskipum þangað til síðdegis í gær. Innlent 6. september 2023 10:25
Sækja veiðarfæri og stefna á miðin á morgun Kristján Loftsson, forstjóri og stærsti eigandi Hvals hf, segir hvalveiðiskipin Hval 8 og Hval 9 á leið í Hvalfjörðinn. Þangað verða veiðarfæri sótt og í framhaldinu lagt á miðin á morgun. Innlent 5. september 2023 17:03
Ólíklegt að Kristján nái að veiða allan kvótann úr þessu Líffræðingur við Hafrannsóknarstofnun telur ólíklegt að Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf., nái að veiða þann hval sem hann má veiða samkvæmt leyfi. Veður og birtuskilyrði muni hafa áhrif. Hann segir langreyðar ekki í útrýmingarhættu á norðurhveli jarðar. Innlent 5. september 2023 13:29
Kristján stefnir á hvalveiðar um leið og veður leyfir Kristján Loftsson, forstjóri og stærsti eigandi Hvals hf., skilur ekkert í því hvers vegna fólki sem brjóti lög sé hampað út í það óendanlega. Hann segir slæmt veður hafa tafið hvalveiðar í september en siglt verði á miðin á morgun verði veður gott. Innlent 5. september 2023 10:32
Botnlaust hungur, skefjalaus græðgi Í upphafi kjörtímabils setti matvælaráðherra af stað einn fjölmennasta starfshóp Íslandssögunnar undir nafninu Auðlindin okkar. Markmiðið, að koma á sátt um stjórn fiskveiða. Allir vita að íslenska kvótakerfið hefur um árabil misboðið réttlætiskennd þjóðarinnar. Skoðun 5. september 2023 08:31
Fékk ekkert nema jákvæð viðbrögð þegar hún kynnti ákvörðunina Matvælaráðherra segist ekki hafa fengið neitt annað en jákvæð viðbrögð og stuðning frá öðrum ráðherrum þegar hún kynnti ákvörðun sína að aflétta veiðibanni á langreyðum. Ákvörðunin hafði ekki verið rædd innan ríkisstjórnarinnar áður en Svandís kynnti hana. Hún segir ríkisstjórnina hafa skýrt erindi og eðlilegt sé að stuðningur dragist saman eftir því sem árin líða. Innlent 3. september 2023 13:41
Segir það skrípaleik að halda fram að hvalveiðar fari fram með hertum skilyrðum Þingflokksformaður Pírata segir fullt tilefni til að kalla þing fyrr saman til að ræða ákvörðun matvælaráðherra um að leyfa hvalveiðar fram að áramótum. Reglugerð með hertum skilyrðum taki ekki gildi fyrr en 18. september, sem sé til marks um pólitískan skrípaleik Innlent 3. september 2023 09:39
Vantar fullt, fullt af fleiri vinnandi höndum í Snæfellsbæ Mikill skortur er á fleiri vinnandi höndum í Snæfellsbæ því þar er svo mikill uppgangur og mikið að gerast, ekki síst í ferðaþjónustu. „Okkur vantar ofboðslega mikið af fólki í öll störf“, segir bæjarstjórinn. Innlent 2. september 2023 14:04
Sameiginleg ást okkar DiCaprio Það hefur verið stefna íslenskra stjórnvalda um langa hríð að nýta beri sjávarauðlindir við Ísland – sett hefur verið skýr löggjöf sem tryggir að veiðarnar séu sjálfbærar, byggðar á vísindalegum grunni, lúti eftirliti og séu í samræmi við alþjóðalög. Skoðun 2. september 2023 12:01
Hlakkar til að starfa með föður sínum sem stjórnarformaður Baldvin Þorsteinsson, sonur Þorsteins Más Baldvinssonar, hefur verið kjörinn nýr stjórnarformaður Samherja. Hann segist hlakka til að starfa með föður sínum, sem er forstjóri fyrirtækisins, og öðru starfsfólki Samherja. Viðskipti innlent 1. september 2023 11:44
Heimspressan tekur fyrir ákvörðun Svandísar Margir stærstu fjölmiðlar heims hafa greint frá ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um að halda hvalveiðum áfram til ársloka. Á meðal miðla sem hafa fjallað um málið eru BBC, The Guardian, Reuters, AP og Fox News. Innlent 1. september 2023 11:08
Ráðherra Málaflokksins hafður fyrir rangri sök Í fyrra var ég var beðinn um að sitja í samráðsnefnd um sjávarútvegsstefnu fyrir hönd Pírata. Ráðherra Málaflokksins vildi stefna sem nemur heilu þorpi á landsbyggðinni til reglulegrar kaffidrykkju svo hægt væri að ræða sjávarútvegsmál að spýjustokkum. Skoðun 1. september 2023 08:01
Laxismi Sjókvíaeldi hefur ekki notið mikilla vinsælda á Íslandi, ríkir Norðmenn græða meðan íslenskir firðir fyllast af sjónmengandi kvíum. Úr kvíunum sleppa eldislaxar sem leita upp í íslenskar ár og eru veiddir af laxveiðimönnum. Margir laxveiðimenn hafa áhyggjur af þessum „flóttalöxum.“ Skoðun 1. september 2023 07:00
Munu gera allt sem þau geta til að stöðva Kristján Loftsson Formaður Samtaka grænkera á Íslandi segir dýravelferðarsinna ekki sátta við ákvörðun matvælaráðherra um að heimila hvalveiðar aftur á ný. Þau muni halda áfram að mótmæla og gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir veiðar Kristjáns Loftssonar. Innlent 31. ágúst 2023 19:01
Pallborðið á Vísi: Ræða ákvörðun Svandísar Katrín Oddsdóttir lögmaður, Vilhjálmur Birgisson verkalýðsforingi og Andrés Jónsson almannatengill mæta í Pallborðið á Vísi klukkan 18:55 og fara yfir ýmsar hliðar hvalveiðimálsins. Innlent 31. ágúst 2023 18:20
Ný reglugerð: Veiða skal í birtu og þrír reynsluboltar ávallt um borð Ný reglugerð um veiðar á langreyðum kveður á um að aðeins megi veiða langreyðar í birtu, gæta þurfi þess að enginn kálfur sé með í för, skjóta þarf af minna en 25 metra færi og þrír í áhöfninni þurfa að lágmarki að hafa reynslu af hvalveiðum. Þetta kemur fram í nýrri reglugerð Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra sem tók gildi í dag. Innlent 31. ágúst 2023 15:56
„Tekist að búa til kerfi sem mun vernda villta laxastofninn“ Framkvæmdastjóri Arctic fish segir villtum laxastofnum ekki stafa nein ógn af sjókvíaeldi. Laxveiðimenn segja stofninn ekki þola viðvarandi ágang eldislaxa. Innlent 31. ágúst 2023 15:20
Vilja meina að ákvörðunin hafi ekki ráðið úrslitum ríkisstjórnarinnar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um áframhaldandi hvalveiðar hafi ekki bjargað ríkisstjórnarsamstarfinu. Vissulega hafi málið verið umdeilt meðal stjórnarflokkanna, en það hafi aldrei ógnað samstarfinu. Innlent 31. ágúst 2023 14:45
Framtíð hvalveiða Óvissa ríkir um framtíð hvalveiða á Íslandi. Enginn í heiminum veiðir langreyðar í atvinnuskyni annar en einn aðili, á Íslandi. Það segir sína sögu. Raunar er atvinnugreinin ekki til hér á landi nema sem vertíðarvinna, og það ekki á hverju ári. Skoðun 31. ágúst 2023 14:30
„Mjög sorglegur dagur fyrir okkar samfélag“ „Mér finnst þetta mjög sorglegur dagur fyrir okkar samfélag,“ segir Katrín Oddsdóttir, lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, aðspurð um þá ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að heimila hvalveiðar á ný. Innlent 31. ágúst 2023 12:35
„Ekki ráðherra til að fá útrás fyrir sína villtustu drauma“ Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, segir að margar hugmyndir hafi verið lagðar fram sem ættu að leiða til færri frávika við hvalveiðar. Hvalveiðar hefjast aftur á morgun en með ítarlegum skilyrðum en Svandís þvertekur fyrir að hún sé að láta undan hótunum með því að leyfa veiðarnar aftur. Innlent 31. ágúst 2023 12:35
Hvalveiðivertíðin hefst á morgun með hertum skilyrðum Hvalveiðar geta hafist á morgun en með hertum skilyrðum. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra ætlar að setja nýja reglugerð í dag sem ætlað er að bæta umgjörð veiða á langreyðum. Með reglugerðinni er brugðist við niðurstöðum eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar um veiðar á langreyðum árið 2022, áliti fagráðs um velferð dýra og skýrslu starfshóps um mat á leiðum til að fækka frávikum við veiðarnar. Innlent 31. ágúst 2023 11:54
Vaktin: Hvalveiðar hefjast að nýju Hvalveiðar hefjast á ný á morgun. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra kynnti í dag ákvörðun sína um hvalveiðar sem verða með strangara eftirlit en áður. Innlent 31. ágúst 2023 09:52
„Fiskarnir bera augljós merki um að vera eldislaxar“ Óttast er að eldislax gangi upp fjölda laxveiðiáa á Norðvesturlandi eftir slysasleppingar úr sjókvíeldum. Hafrannsóknarstofnun segir líklega strokulaxa hafa sést í teljurum í ám og birti í dag mynd af þessum lax sem veiddist í Laugardalsá í síðustu viku og er talinn vera eldislax. Innlent 30. ágúst 2023 20:56
Strokulax Arctic Fish sennilega borist í ár á Vestfjörðum Grunur er um að strokulax frá fiskeldisfyrirtækinu Arctic Fish hafi veiðst í nokkrum laxveiðiám á Vestfjörðum að undanförnu. Tvö göt fundust á kví fyrirtækisins í Patreksfirði fyrir rúmri viku. Matvælastofnun segir að sennilega sé ekki um stórt strok að ræða. Innlent 30. ágúst 2023 15:19
Svandís greinir frá ákvörðun um hvalveiðar á Egilsstöðum Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra ætlar að greina frá ákvörðun sinni varðandi framhald hvalveiða að loknum ríkisstjórnarfundi á morgun. Þetta staðfestir Dúi Landmark upplýsingafulltrúi í matvælaráðuneytinu. Um er að ræða sumarfund ríkisstjórnarinnar sem fer fram á Egilsstöðum. Innlent 30. ágúst 2023 14:03
Sóttu eldisstjóra til Færeyja Landeldisfyrirtækið First Water hefur ráðið Heðin N. Joensen frá Færeyjum í stöðu eldisstjóra fyrirtækisins. Í tilkynningu frá First Water segir að Heðin hafi yfir 30 ára reynslu af fiskeldi og endurnýtingu vatnskerfa. Viðskipti innlent 30. ágúst 2023 10:18
Ólga meðal útgerðarinnar vegna tillagna ráðherra Matvælaráðherra ætlar að hækka veiðigjald, auka gagnsæi í sjávarútvegi og leggur til auðlindaákvæði í stjórnarskrá. SFS gagnrýnir áætlanir um hækkunina. Ráðherrann veitist að meðalstórum útgerðafyrirtækjum, segir talsmaður þeirra Innlent 29. ágúst 2023 19:01