Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar 26. febrúar 2025 10:16 Ég er að velta því fyrir mér hvað SFS og sjálftökuflokkurinn meina þegar þeir segja að það sé lítil nýliðun á strandveiðum og ef bætt verður í afla strandveiða að þá verði meiri samþjöppun? 700 gamlingjar á sjó Hvaðan koma þessir 700 „gamlingjar"? Þeir hafa flestir þrælað sér út hjá öðrum útgerðum og hjálpað til við að byggja þær upp og ekki labba þeir út með kvóta handa sér og sínum. Stjórnvöld hafa ákveðið að opna leið fyrir þá með 48 daga strandveiðikerfi. Svara ákalli um nýliðun í útgerð. Í stað okkar koma til liðs við stórútgerðina ungir sjómenn sem sumir hverjir hafa komið við í strandveiðum. Þar eru tekjurnar hins vegar ekki nægar fyrir unga menn sem eru að koma sér og fjölskyldu sinni þaki yfir höfuðið. Þannig er hringrásin hjá sjómönnum á Íslandi í dag. 210 milljónir til að fá vinnu Flestir sem eiga kvóta í dag eru orðnir eldri menn og munu alltaf selja fyrir rest, skiptir engu hvort það verði bætt í strandveiðarnar eða ekki þeir munu selja og hverjir munu kaupa? Ekki ég eða aðrir venjulegir menn. 30 tonn á 210 milljónir ræður enginn venjulegur maður við en við vitum hverjir munu kaupa. Samþjöppunin mun alltaf verða meiri og meiri í kvótakerfinu alveg sama hvernig strandveiðar verða. Frelsi einstaklingsins Hvernig í ósköpunum ætlast menn til að það verði meiri ungnýliðun á strandveiðum þegar bankar lána að hámarki 20% fyrir bát og bátur kostar kannski um 6-15 milljónir og þú færð 20-30 daga í vinnu á ári fyrir bátinn? Ég er 100% viss um að það myndi enginn fara að kaupa gröfu eða vörubíl á þessu verði fyrir 20-30 daga vinnu. Við gamlingjarnir eigum kannski léttara með að fjárfesta í bát heldur en ungt fólk sem er að koma sér upp fjölskyldu og húsnæði, ekki myndi ég treysta mér til þess fyrir þessa 20-30 daga vinnu. Bullið í framkvæmdastjóra SFS minnir mig á þegar dóttir mín var 10 ára í frekjukasti. Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að efla frelsi einstaklingsins, ég get ekki séð að svo sé eftir að hafa hlustað á Vilhjálm Árnason varaformann þingflokks þeirra í pontu á Alþingi. Höfundur er trillukarl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Strandveiðar Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Ég er að velta því fyrir mér hvað SFS og sjálftökuflokkurinn meina þegar þeir segja að það sé lítil nýliðun á strandveiðum og ef bætt verður í afla strandveiða að þá verði meiri samþjöppun? 700 gamlingjar á sjó Hvaðan koma þessir 700 „gamlingjar"? Þeir hafa flestir þrælað sér út hjá öðrum útgerðum og hjálpað til við að byggja þær upp og ekki labba þeir út með kvóta handa sér og sínum. Stjórnvöld hafa ákveðið að opna leið fyrir þá með 48 daga strandveiðikerfi. Svara ákalli um nýliðun í útgerð. Í stað okkar koma til liðs við stórútgerðina ungir sjómenn sem sumir hverjir hafa komið við í strandveiðum. Þar eru tekjurnar hins vegar ekki nægar fyrir unga menn sem eru að koma sér og fjölskyldu sinni þaki yfir höfuðið. Þannig er hringrásin hjá sjómönnum á Íslandi í dag. 210 milljónir til að fá vinnu Flestir sem eiga kvóta í dag eru orðnir eldri menn og munu alltaf selja fyrir rest, skiptir engu hvort það verði bætt í strandveiðarnar eða ekki þeir munu selja og hverjir munu kaupa? Ekki ég eða aðrir venjulegir menn. 30 tonn á 210 milljónir ræður enginn venjulegur maður við en við vitum hverjir munu kaupa. Samþjöppunin mun alltaf verða meiri og meiri í kvótakerfinu alveg sama hvernig strandveiðar verða. Frelsi einstaklingsins Hvernig í ósköpunum ætlast menn til að það verði meiri ungnýliðun á strandveiðum þegar bankar lána að hámarki 20% fyrir bát og bátur kostar kannski um 6-15 milljónir og þú færð 20-30 daga í vinnu á ári fyrir bátinn? Ég er 100% viss um að það myndi enginn fara að kaupa gröfu eða vörubíl á þessu verði fyrir 20-30 daga vinnu. Við gamlingjarnir eigum kannski léttara með að fjárfesta í bát heldur en ungt fólk sem er að koma sér upp fjölskyldu og húsnæði, ekki myndi ég treysta mér til þess fyrir þessa 20-30 daga vinnu. Bullið í framkvæmdastjóra SFS minnir mig á þegar dóttir mín var 10 ára í frekjukasti. Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að efla frelsi einstaklingsins, ég get ekki séð að svo sé eftir að hafa hlustað á Vilhjálm Árnason varaformann þingflokks þeirra í pontu á Alþingi. Höfundur er trillukarl.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun