Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Kröfur kvennaárs komnar í inn­heimtu og gjald­daginn fallinn

Inga Auður Straumland, verkefnastýra Kvennaárs, segir skipulagningu ganga vel fyrir kvennaverkfall á föstudag en viðurkennir að verkefnalistinn sé nokkuð langur. Síðustu sjö daga hefur hnefa verið varpað á byggingar á höfuðborgarsvæðinu. Aðgerðin er táknræn og á að varpa ljósi á kröfur kvennaárs sem voru lagðar fram á kvennafrídeginum í fyrra.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Segir til­valin í­búða­svæði opnast með Sunda­braut

Ný byggingalönd sem opnast með Sundabraut gætu stækkað höfuðborgarsvæðið um þrjátíu til fjörutíu prósent, að mati eins reyndasta byggingamanns landsins. Spennandi tækifæri sem skapast með Sundabraut voru rædd við Örn Kjærnested, framkvæmdastjóra Byggingafélagsins Bakka.

Innlent
Fréttamynd

„Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda fé­lags­lega“

Hlédís Maren Guðmundsdóttir, félagsfræðingur og fyrrverandi blaðamaður, segist ekki geta séð að feðraveldið orsaki kynbundið ofbeldi. Félagsleg vandamál verði alltaf til staðar og það sé frekar orsökin. Hún segir ungt fólk horfa til íhaldssamra gilda því það geti ekki mátað sig við sama heim og kynslóðir á undan þeim bjuggu í.

Innlent
Fréttamynd

Betri hellir, stærri kylfur?

Ég man nú ekki nákvæmlega hvar ég las eða heyrði það, en til er skemmtileg hugsunaræfing. Í henni ferðast ósköp venjuleg nútímamanneskja aftur til steinaldar og hittir þar fyrir vísitölusteinaldarmanneskju. Sú úr nútímanum býður þeirri úr fortíð hvaða hlut sem hún kann að vilja.

Skoðun
Fréttamynd

Sam­þykktu leiðtogaprófkjör hjá Við­reisn í Reykja­vík

Félagsfundur Viðreisnar í Reykjavík samþykkti með yfirgnæfandi meirihluta á fundi sínum í kvöld að fara í leiðtogaprófkjör fyrir sveitarstjórnarkosningar næsta vor. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, núverandi oddviti flokksins í Reykjavík, hefur þegar tilkynnt að hún ætli sér ekki fram aftur.

Innlent
Fréttamynd

Fermingar­fræðslan um­deilda stappi nærri sturlun

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur stigið inn í umræðuna um kynfræðslu í fermingarfræðslunni í Glerárkirkju. Segir hann að Jesú, María mey, lærisveinarnir og María Magdalena séu svívirt í fræðslunni og gerð að persónum í klámsögu, en klámkennt kennsluefni af þessu tagi í fermingafræðslu sé slíkur yfirgangur að það stappi nærri sturlun.

Innlent
Fréttamynd

Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka

Jens Garðar Helgason, þingmaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi orð Höllu Tómasdóttur forseta Íslands í ræðustól Alþingis í dag. Ummælin sem Jens Garðar var ósáttur við féllu í opinberri heimsókn forseta til Kína, þar sem Halla vitnaði í Maó Zedong. Hann sagði embætti forseta mögulega þurfa leiðbeiningar frá Stjórnarráðinu vegna málsins.

Innlent
Fréttamynd

Mið­flokkurinn rýkur upp

Fylgi Miðflokksins rýkur upp um tæp fimm prósentustig á milli mánaða samkvæmt nýrri könnun Maskínu en fylgi Samfylkingar dregst saman í fyrsta sinn frá kosningum. Formaður Miðflokksins upplifir pólitíska vakningu í samfélaginu.

Innlent
Fréttamynd

Bein út­sending: Ás­geir situr fyrir svörum í þinginu

Peningastefnunefnd Seðlabanka hefur skilað efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis skýrslu sinni vegna fyrri hluta ársins. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri situr fyrir svörum á opnum fundi nefndarinnar ásamt Þórarni G. Péturssyni, varaseðlabankastjóra peningastefnu.

Innlent
Fréttamynd

Fjórði starfs­maðurinn hættir en reynslu­bolti kemur inn

Sigríður Erla Sturludóttir hefur sagt upp störfum sem starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Nú hafa fjórir starfsmenn ýmist sagt upp eða verið sagt upp störfum síðan Guðrún Hafsteinsdóttir varð formaður flokksins. Unnur Brá Konráðsdóttir hefur verið ráðin til starfa fyrir þingflokkinn, sem hún sat á þingi fyrir í fjölda ára.

Innlent
Fréttamynd

Fellur frá kröfu um meira­próf bænda

Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra hefur ákveðið að falla frá reglugerðarbreytingu sem hefði valdið því að bændur þyrftu meirapróf til að nota dráttarvélar sínar.

Innlent
Fréttamynd

Skikkar bændur í meira­próf

Innviðaráðherra hefur birt drög að reglugerðarbreytingu, sem fela í sér að bændur þurfa framvegis að taka meirapróf til þess að mega aka dráttarvélum sínum. Bændur mótmæla áformunum harðlega.

Innlent
Fréttamynd

Þórunn seld og tuttugu sagt upp

Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum hefur selt skipið Þórunni Sveinsdóttur VE-401 til Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði. Tuttugu manna áhöfn þess verður í kjölfarið sagt upp. Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar segir söluna lið í lækkun skulda eftir að ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur kollvarpaði áformum félagsins með hækkun veiðigjalda.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólks­flótta og hina ICElensku varðhaldsstöð

Síðustu áratugi hefur hin svokallaða pólitík óttans verið áberandi víða um heim, meðal annars í Evrópu. Slík pólitík hverfist fyrst og fremst um óöryggi, átök og fjarlægð við þau sem eru talin vera öðruvísi, hvort sem það er fólk sem er ekki hvítt, fólk frá öðrum heimsálfum, fólk af annarri trú en þeirri sem er ríkjandi í samfélaginu eða fólk á flótta, allt eftir stað og stund.

Skoðun
Fréttamynd

Silfur­fat Sam­fylkingarinnar

Undir forystu Samfylkingarinnar í Reykjavík afhentu borgaryfirvöld olíufélögum mikil fjárhagsleg verðmæti með bensínstöðvarlóðasamningum frá 2021 og 2022.

Skoðun