Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Á­fram Breið­holt og Kjalar­nes!

Þátttaka barna og ungmenna í íþróttum og öðru skipulögðu frístundastarfi hefur aukist eftir að við hækkuðum frístundastyrkinn í Reykjavík um helming, úr 50 þúsund í 75 þúsund fyrir hvert barn í upphafi þessa kjörtímabils.

Skoðun
Fréttamynd

Skólinn er ekki verk­smiðja

Á borgarstjórnarfundi á þriðjudaginn lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram tillögur sem kalla eftir endurkomu námsmatskerfa fortíðarinnar. Þeir vilja endurvekja samræmd próf og einkunnarskalann 1-10. Kerfi sem raðar, mælir og flokkar börnin okkar eftir tölum. Eins og þau séu framleiðsluvörur á færibandi.

Skoðun
Fréttamynd

Ekki hægt að þaga þegar stjórn­mála­menn leika sér að því að særa fram tröllin

Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins í borgarstjórn, segist standa við orð sín um fordómafullt fólk eigi ekki erindi í opinbera stefnumótun. Það sagði hann um Snorra Másson í vikunni og sætti í kjölfarið gagnrýni frá Sigríði Á. Andersen, þingkonu Miðflokksins, í Bítinu í gær. Í viðtali í Bítinu í dag sagði Einar mikilvægt að hinsegin og trans fólki sé veittur stuðningur og þá sérstaklega á sveitarstjórnarstiginu.

Innlent
Fréttamynd

Þrjú söfn í eina sæng

Hljóðbókasafn Íslands, Kvikmyndasafn Íslands og Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn, verða sameinuð í eitt safn nái áform stjórnvalda fram að ganga.

Innlent
Fréttamynd

76 dagar sem koma aldrei aftur

Nýverið lýsti varaborgarfulltrúi Viðreisnar því yfir að sumarfrí íslenskra grunnskólabarna séu allt of löng. Í grein sem hann birti á Vísi benti hann á að íslensk börn séu í 76 daga sumarfríi og lagði til að stytta þau um 2 vikur til að létta á foreldrum og atvinnulífinu.

Skoðun
Fréttamynd

„Ekkert ó­eðli­legt við það að endur­skoða þetta kerfi“

Fjármálaráðherra segir það koma vel til greina að endurskoða lög um brunatryggingar og tekur undir að það skorti hvata hér á landi svo eigendur húsnæðis fylgi á eftir öryggismálum. Slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins segir ábyrgð eigenda í brunavörnum vera mikla. 

Innlent
Fréttamynd

„Mér fannst þetta vera svo­lítil von­brigði“

Þingflokksformenn Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar eru sammála um að efnahagsmálin muni spila stórt hlutverk í komandi þingvetri. Þeir lýsa báðir þinglokunum í sumar sem vonbrigðum en fulltrúi minnihlutans segir umræðuna þar ekki hafa verið þeim til sóma.

Innlent
Fréttamynd

Ör­yrkjar í hluta­starfi oft tekju­hærri en fólk í fullu starfi

Með nýju örorkulífeyriskerfi gætu ráðstöfunartekjur einstaklinga á hlutaörorku í mörgum tilfellum orðið hærri en hjá einstaklingi í fullu starfi á sömu launum. Læknir segir ljóst að ef frumvörp um greiðslur TR til örorkulífeyrisþega nái fram að ganga verði heildartekjur öryrkja hærri en laun einstaklinga í fullu starfi. 

Innlent
Fréttamynd

Ekkert heil­brigðis­eftir­lit á Ís­landi?

Í vikunni tilkynntu umhverfisráðherra og atvinnuvegaráðherra að þau væru búin að ákveða að leggja niður heilbrigðiseftirlit á Íslandi. Sum verkefni heilbrigðiseftirlits myndu flytjast til ríkisins en önnur, t.d. svæðisbundið hlutverk heilbrigðisnefnda í þágu almennings, skyldi leggja niður.

Skoðun
Fréttamynd

Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð

Tími stórframkvæmda er hafinn að nýju. Þetta segir forsætisráðherra sem greindi frá nokkrum atriðum nýrrar atvinnustefnu. Ríkisstjórnin hyggst beita sér sérstaklega fyrir svæðisbundnum hagvexti út á landi. Þá verði ráðist í einföldun leyfisveitingaferlis og byggingareglugerðar.

Innlent