Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Fram­tíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tor­tryggni

Yfirlýsingar félags- og húsnæðismálaráðherra um helgina hafa vakið verulega athygli. Þar heldur Inga Sæland því opinberlega fram að Ársæll Guðmundsson, skólameistari Borgarholtskóla, hafi mögulega gerst sekur um trúnaðarbrest. Ársæll hefur sjálfur lýst þessum aðdróttunum sem mjög ósmekklegum og telur að þær vegi að sínum starfsheiðri.

Skoðun
Fréttamynd

Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í ein­hverjum til­vikum

Ríkisstjórnin ætlar að hagræða um ríflega hundrað milljarða í opinberum rekstri á næstu árum og stefnir að því að ná jafnvægi í rekstri ríkisins ári fyrr en fyrrverandi ríkisstjórn. Þá verða kjör öryrkja og eldri borgara stórlega bætt. Forsætisráðherra segir Flokk fólksins hafa haft mikil áhrif á nýja fjármálaáætlunina

Innlent
Fréttamynd

Taka fyrir af­nám réttinda grásleppusjómanna

Þingmenn ríkisstjórnaflokkanna ætla á fundi atvinnuveganefndar á morgun að ræða það að afnema öll réttindi grásleppusjómanna að sögn Jóns Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem situr í nefndinni.

Innlent
Fréttamynd

Mælt fyrir miklum kjara­bótum ör­yrkja og aldraðra

Í dag mæli ég fyrir frumvarpi á Alþingi um breytingar á lögum um almannatryggingar og ýmsum öðrum lögum sem miða að því að stórbæta stöðu örorku- og ellilífeyrisþega. Breytingarnar eru í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sem mynduð var fyrir 100 dögum.

Skoðun
Fréttamynd

Plasttappamálið flaug í gegnum þingið

Frumvarp umhverfisráðherra um innleiðingu á Evrópureglum um áfasta tappa á drykkjarvörum flaug í gegnum þingið í dag. Allir viðstaddir þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu að frátöldum sjö þingmönnum Miðflokksins sem segja um óþarft mál af færibandinu í Brussel sé að ræða.

Neytendur
Fréttamynd

„Hér er verið að saka fólk um al­var­lega þætti“

Sigríður Á. Andersen þingmaður Miðflokksins gekk á Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra í fyrirspurnartíma á þingi nú rétt í þessu og spurði nánar út í mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur fráfarandi barna- og menntamálaráðherra. Kristrún kunni ekki að meta spurninguna né tóninn í röddu Sigríðar.

Innlent
Fréttamynd

Skipar stýrihóp um á­fengis- og vímu­efna­með­ferð

Alma D. Möller heilbrigðisráðherra hefur skipað stýrihóp með fulltrúum stofnana og félagasamtaka sem sinna áfengis- og vímuefnameðferð til að efla samskipti og samhæfingu milli þjónustuveitenda og stuðla að tímanlegri þjónustu fyrir notendur.

Innlent
Fréttamynd

Björn hvergi af baki dottinn

Björn Gíslason borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins ætlar ásamt félögum sínum í borgarstjórnarflokknum að kalla eftir úrskurði innviðaráðuneytisins um hvort það haldi vatni að hann geti sem formaður Fylkis ekki tekið sæti í menningar- og íþróttaráði Reykjavíkurborgar.

Innlent
Fréttamynd

Menningar­slys verði frum­varpið sam­þykkt

Rannsóknardósent við Árnastofnun og aðalmaður í mannanafnanefnd segir að um menningarslys yrði að ræða ef frumvarp um breytingu á mannanafnalögum verði samþykkt. Lagabreytingin myndi grafa undan núverandi kerfi, sem væri fljótt að láta undan síga.

Innlent
Fréttamynd

Spyr um á­byrgð skóla­stjóra í stóra skómálinu

Formaður Flokks fólksins segir Ásthildi Lóu Þórsdóttur einfaldlega hafa sagt af sér til að koma í veg fyrir að ráðist yrði á sig og ríkisstjórnina í fjölmiðlum. Barnabarn hennar sem glataði skóm tímabundið í Borgarholtsskóla hafi ekki sótt skólann síðan fjallað var um símtal hennar við skólastjórann. Inga spyr um ábyrgð hans.

Innlent
Fréttamynd

Gerðu upp fyrstu hundrað daga ríkis­stjórnarinnar

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra boða til fréttamannafundar klukkan 13 í dag. Til umræðu eru fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Á­fram talinn van­hæfur til að taka sæti í ráðinu

Skrifstofustjóri borgarstjórnar Reykjavíkur telur ekki ástæðu til að uppfæra eldra minnisblað varðandi hæfi Björns Gíslasonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, til að taka sæti í menningar- og íþróttaráði Reykavíkurborgar. Hann telst enn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu vegna stöðu sinnar innan íþróttafélagsins Fylkis.

Innlent
Fréttamynd

Að standa við stóru orðin

Frá því að Kristrún Frostadóttir tók við formennsku í Samfylkingunni árið 2022 hefur Samfylkingin undir hennar forystu átt í virku samtali við fólkið og fyrirtækin í landinu og hlustað á hvað það er sem skiptir fólkið í landinu mestu máli.

Skoðun