Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Brennur fyrir borgar­hönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari

Fyrstu drög að fyrstu borgarhönnunarstefnu Reykjavíkur voru nýlega sett í samráðsgátt. Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður umhverfis- og skipulagsráðs, segir stefnuna loforð til íbúa um það hvernig borg eigi að byggja og hvaða gæði eigi að tryggja við það. Hún segir umræðu um hennar eigin fasteignakaup hafa vakið hjá henni reiði og óöryggi og það hafi sérstaklega sært hana hversu samhengislaus umfjöllunin var. Kaupin kjarni hennar pólitík og stefnu.

Innlent
Fréttamynd

Sam­komu­lag við Þjóð­verja eigi að tryggja varnir og öryggi Ís­lendinga

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Boris Pistorius, varnarmálaráðherra Þýskalands, undirrituðu í dag tvíhliða viljayfirlýsingu um varnarmál í tengslum við heimsókn Pistoriusar til Íslands. Í tilkynningu frá stjórnarráðinu segir að með yfirlýsingunni sé lagður grunnur að auknu samstarfi Íslands og Þýskalands sem efli eftirlit og öryggi á Norður-Atlantshafi og sameiginlegar varnir Atlantshafsbandalagsins.

Innlent
Fréttamynd

Fjölþátta ógnar­stjórn

Mikið hefur verið fjallað um fjölþátta ógnir í fjölmiðlum að undanförnu, en þar er helst verið að ræða um fjölbreytilegar ógnir af hendi ríkis eða ríkja gagnvart öðrum ríkjum. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hefur haft vaxandi áhyggjur af þessum málum og hefur í því skyni opnað fyrir flóðgáttir ótakmarkaðra fjármuna ríkissjóðs Íslands í kaup á sprengjum og öðrum drápstólum ásamt ýmsu öðru stríðs- og varnartengdu sem hernaðarráðgjafar stjórnarinnar telja rétt að splæsa í.

Skoðun
Fréttamynd

Mér kvíðir slæm ís­lenska ung­menna

Ungmenni Íslands eru sjúk, einhverjir myndu jafnvel segja þau fárveik. Þessi sjúkdómur sem hrjáir þorra ungu kynslóðarinnar og annað fólk er sýki sem mun valda fleiri dauðsföllum en sjálfur svarti dauði. Þetta er jú hinn illkvittna og banvæna „þágufallsýki“ sem kemur sér svo fallega fyrir í fyrirsögn þessarar greinar.

Skoðun
Fréttamynd

Sala á hlutum í fimm ríkis­félögum gæti lækkað vaxta­gjöld um yfir 50 milljarða

Andvirði sölu á eignarhlutum ríkisins í fimm fyrirtækjum, meðal annars öll hlutabréf í Landsbankanum og tæplega helmingshlutur í Landsvirkjun, gæti þýtt að hægt yrði að greiða niður skuldir ríkissjóðs um liðlega þúsund milljarða og um leið lækka árlegan vaxtakostnað um nærri helming, að sögn forstjóra eins umsvifamesta fjárfestingafélags landsins.

Innherji
Fréttamynd

Takk Sigurður Ingi

Þegar leiðtogi tekur ákvörðun um að kveðja er ástæða til að staldra við, líta um öxl og þakka. Á nýafstöðnum miðstjórnarfundi Framsóknar gerði Sigurður Ingi grein fyrir ákvörðun sinni um að sækjast ekki eftir endurkjöri á komandi flokksþingi Framsóknar.

Skoðun
Fréttamynd

Lilja Rann­veig nýr ritari Fram­sóknar­flokksins

Lilja Rannveig er nýr ritari Framsóknarflokksins. Lilja hlaut 53,3 prósent atkvæða í kosningu sem fór fram síðdegis í dag á fundi miðstjórnar. Jónína Brynjólfsdóttir hlaut 27,2 prósent atkvæða og Einar Freyr Elínarson hlaut 19,5 prósent atkvæða. Ásmundur Einar Daðason fyrrverandi þingmaður og ráðherra hætti sem ritari í september.

Innlent
Fréttamynd

„Það er ó­á­kveðið“

„Það er óákveðið,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, aðspurð hvort hún hyggist bjóða sig fram til formanns. Hún hafi þó verið ítrekað hvött til þess að sækjast eftir embættinu.

Innlent
Fréttamynd

„Ég hef aldrei skorast undan á­byrgð“

Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í borgarstjórn, hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hann komi til með að sækjast eftir embætti formanns. Sigurður Ingi Jóhannsson tilkynnti í dag að hann ætli ekki að bjóða sig fram.

Innlent
Fréttamynd

Fram­sóknar­menn velja sér ritara

Framsóknarmenn kjósa sér nýjan ritara á fundi miðstjórnar flokksins í dag. Ásmundur Einar Daðason fyrrverandi þingmaður og ráðherra hætti sem ritari í september. Þrír eru í framboði til ritara en það eru þau Einar Freyr Elínarson sveitarstjóri Mýrdalshrepps, Jónína Brynjólfsdóttir varaþingmaður og oddviti í Múlaþingi og Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir fyrrverandi þingmaður flokksins.

Innlent
Fréttamynd

Hvers virði er líf barns?

Því miður eru börn, sérstaklega þau sem standa höllum fæti, oftar en ekki látin mæta afgangi í samfélaginu. Yfirvöld tala og tala en gera svo gott sem ekkert nema að ferðast erlendis vikulega og birta af sér glansmyndir á samfélagsmiðlum

Skoðun
Fréttamynd

Skilji á­hyggjurnar

Tilkoma brottfararstöðvar á Suðurnesjum er mikilvæg svo hægt sé að framfylgja stefnu stjórnvalda í málaflokknum, að mati dómsmálaráðherra. Um lokaúrræði sé að ræða og ekki hægt að una við núverandi ástand þar sem hælisleitendur eru vistaðir í fangelsum. Mannúðarsamtök telja að dvöl barna í slíku úrræði gæti haft varanleg áhrif á geðheilsu þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Um sé að ræða aftur­för í jafn­réttis­málum

Skiptar skoðanir eru á frumvarpi dómsmálaráðherra um afnám jafnlaunavottunar. Fyrirtæki og stofnanir setja meðal annars út á starfsmannafjölda og viðra áhyggjur sínar af fjölda verkefna sem koma til með að bíða starfsmönnum Jafnlaunastofnunar. Hörðustu gagnrýnendurnir segja að um sé að ræða afturför í jafnréttismálum.

Innlent
Fréttamynd

Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra

Fjármálaráðherra leggur til að vörugjald á nýjum bílum sem ganga fyrir hreinni íslenskri orku verði fellt niður á næsta ári. Niðurfellingin nær þá til raf-, metan- og vetnisbíla. Samhliða á að hækka vörugjald sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti.

Innlent
Fréttamynd

Máttu gauka nafni tengda­móðurinnar að Ást­hildi Lóu

Persónuvernd telur forsætisráðuneytinu hafa verið heimilt að upplýsa Ásthildi Lóu Þórsdóttur, þáverandi barnamálaráðherra, um nafn Ólafar Björnsdóttur, sem hafði óskað eftir fundi með forsætisráðherra. Ásthildur Lóa eignaðist barn 23 ára gömul með 16 ára fyrrverandi tengdasyni Ólafar. Hún taldi Ásthildi Lóu ekki stætt í embætti vegna þess.

Innlent
Fréttamynd

Á­fram veginn í Reykja­vík

Við Vinstri græn í Reykjavík höfum nú hafið vinnu við gerð höfuðborgarstefnu um málefni Reykjavíkurborgar. Kosningar nálgast óðfluga og verkefni okkar er að móta og skapa raunhæfan valkost til vinstri fyrir kjósendur í borginni. Við þurfum að horfa á áskoranirnar sem Reykjavík stendur frammi fyrir og möguleikana sem borgin okkar hefur upp á að bjóða.

Skoðun
Fréttamynd

Fram­tíð PCC á Bakka ekki út­séð

Fimm fjárfestingaraðilar hafa áhuga á að fjárfesta í Norðurþingi að sögn forsætisráðherra. Tillögur stýrihóps ráðherrans um tillögur að viðbrögðun stjórnvalda vegna rekstrarstöðvunar PCC á Bakka voru kynntar í morgun. Meðal tillagna er að fá verkefnastjóra til að sjá um stór verkefni á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

„Ekki á réttri leið“ sam­þykki sam­fé­lagið fá­tækt

Fátæktargildra, sem Öryrkjabandalagið kom upp fyrir utan Alþingishúsið í morgun, var fjarlægð af lögreglu um einni og hálfri klukkustund síðar. Formaður bandalagsins segir samfélagið þurfa að taka afstöðu til þess hvort það samþykki að hluti þess búi við fátækt.

Innlent
Fréttamynd

Lög­reglan fjar­lægði „fá­tæktar­gildru“ ÖBÍ

ÖBÍ réttindasamtök komu stærðarinnar „fátækargildru“ fyrir í morgun fyrir framan Alþingi, til þess að vekja athygli á alþjóðlegum baráttudegi gegn fátækt. Gjörningurinn varði ekki lengi þar sem laganna verðir mættu á vettvang og fjarlægðu „fátæktargildruna“.

Innlent
Fréttamynd

Gagn­rýnir um­mæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“

Varaþingmaður Miðflokksins gagnrýnir ákall formanns Samtakanna 22 sem segir Miðflokkskonur neita að vera kallaðar sís-konur. Ummælin koma í kjölfar landsþings Miðflokksins þar sem stofnandi Trans Ísland yfirgaf fundinn vegna ummæla gesta þingsins um trans konur.

Innlent
Fréttamynd

Hvað kostar gjaldtakan?

Það er gömul saga og ný að erfitt er að spá fyrir um framtíðina. Það kemur þó ekki í veg fyrir að það sé reynt. Sumt gengur eftir eins og spáð var, annað ekki. Flestar spár hljóma ágætlega, einkum þegar tekið er mið af gefnum forsendum. Það eina sem þarf til er að forsendur standist og þá gengur spáin eftir.

Skoðun
Fréttamynd

Er­lent flug­félag eitt þriggja sem vill niður­greiðslu á losun frá ís­lenska ríkinu

Ítalskt leiguflugfélag er á meðal þriggja flugfélaga sem hafa sótt um að fá úthlutað losunarheimildum frá íslenska ríkinu. Úthlutunin er hluti af séríslenskri undanþágu frá hertum losunarreglum fyrir alþjóðaflug en ríkissjóður gæti orðið af á sjöunda hundrað milljóna króna í tekjur af sölu heimildanna í ár vegna hennar.

Viðskipti innlent