Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir út­borgun á í­búð

Við búum í samfélagi þar sem samábyrgðinni hefur verið skipt út fyrir einstaklingsábyrgð. Í stað þess að búa í samfélagi þar sem allir leggja til út frá getu og grunnþörfum allra er mætt, þá eru skilaboðin þau að við berum ein ábyrgð á okkar stöðu. Ein og sér. Ef staðan þín er slæm, þá er það því þú ert slæm.

Skoðun
Fréttamynd

Að­eins annar kassinn af tveimur með at­kvæðum skilaði sér

Aðeins annar kassinn af tveimur með utankjörfundaratkvæðum sem sendir voru frá Reykjavík til yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi skilaði sér. Forsætisráðherra segir tilefni til að Alþingi endurskoði lög um utankjörfundaratkvæðagreiðslur. Ríkisstjórnin muni einnig beita sér fyrir breytingum á almennum kosingalögum.

Innlent
Fréttamynd

Berg­þór á­fram þing­flokks­for­maður

Bergþór Ólason hefur verið kjörinn þingflokksformaður Miðflokksins. Hann var einnig þingflokksformaður á síðasta kjörtímabili. Karl Gauti Hjaltason verður varaformaður stjórnar þingflokks og Ingibjörg Davíðsdóttir verður ritari.

Innlent
Fréttamynd

Dóms­málaráðherra fundar með Sig­ríði og Helga Magnúsi

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur látið það verða eitt sitt fyrsta verkefni í ráðuneytinu að reyna að komast til botns í ágreiningi Sigríðar Friðjónsdóttur ríkissaksóknara og Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara.

Innlent
Fréttamynd

Lög­heimili á lands­byggðinni

Nokkuð merkileg umræða er í gangi þessa dagana um aðsetur og lögheimili alþingismanna. Kemur ekki á óvart að umræðan sé nokkuð beinskeytt og óvægin af hendi þess hóps sem fór halloka í nýafstöðnum kosningum til alþingis.

Skoðun
Fréttamynd

Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni

Fyrrverandi orkuráðherra sakar Jóhann Pál Jóhannsson, eftirmann sinn, um að ætla að tefja frekari orkuöflun þrátt fyrir fullyrðingar hans um að hann ætli að hraða leyfisveitingaferlinu. Núverandi stjórnarflokkar hafi lagst gegn því að rjúfa kyrrstöðu í orkumálum á síðasta kjörtímabili.

Innlent
Fréttamynd

Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur

Mikill meirihluti sérfræðinga hjá ríkinu sjá tækifæri til hagræðingar á sínum vinnustað.  Flestir sjá tækifæri til hagræðingar í tæknivæðingu eða nútímaferlum. Þá segja mörg að ríkið greiði of mikið fyrir vörur og þjónustu og að aðkeypt þjónusta sé algeng þó að það megi nýta mannauð innanhúss. Þetta kemur fram í könnun sem stéttarfélagið Viska framkvæmdi meðal félagsfólks sem eru sérfræðingar hjá ríkinu. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vand­ræða­gangur í Vatns­mýrinni

Fréttir af tilskipun Samgöngustofu til ISAVIA um að loka flugbraut á Reykjavíkuflugvelli eru vandræðalegar en því miður í fullkomnum takt við allt of margt sem snertir málefni vallarins.

Skoðun
Fréttamynd

Týnd at­kvæði séu ekki eins­dæmi

Prófessor í stjórnmálafræði segir það ekki einsdæmi að utankjörfundaratkvæði skili sér ekki í tæka tíð en skýrt sé að þess konar atkvæði séu ógild. Þá þurfi að fara sem fyrst í breytingar á reglum varðandi jöfnunarsæti. 

Innlent
Fréttamynd

Lýð­ræðið í hættu – stjórn­mála­flokkar án lýðræðislegrar upp­byggingar

Íslenskt lýðræði byggir á grunnstoðum sem fela í sér að stjórnmálaflokkar virki sem lýðræðislegur vettvangur þar sem félagsmenn hafa tækifæri til að taka þátt í ákvörðunum og móta stefnu. Við búum við kerfi þar sem vænst er að flokkar haldi landsfundi, þar sem forysta er kjörin á lýðræðislegan hátt, og kjördæmaráð sjá um að tryggja uppstillingu frambjóðenda í prófkjörum eða á annan lýðræðislegan hátt.

Skoðun
Fréttamynd

Lands­fundi ekki frestað

Landsfundi Sjálfstæðismanna verður ekki frestað og hann fer fram um mánaðamót febrúar og mars. Þetta var niðurstaða fundar miðstjórnar flokksins, sem lauk um klukkan 14:30.

Innlent
Fréttamynd

Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað

Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins kom saman til fundar nú í hádeginu þar sem tekin verður afstaða til þess hvort landsfundur flokksins fari fram samkvæmt áætlun um mánaðamótin febrúar-mars, eða hvort fundinum verði frestað. Bjarni Benediktsson formaður flokksins hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til endurkjörs og að segja jafnframt af sér þingmennsku.

Innlent
Fréttamynd

Á­huga­mönnum um hag­ræðingu fjölgar

Ný ríkisstjórn hefur óskað eftir tillögum frá almenningi að hagræðingu í samráðsgátt. Sem sérstakur áhugamaður um hagræðingu hef ég því sent þangað inn fjölmörg þingmál sem ég lagði fram á nýafstöðu þingi og snúa að hagræðingu.

Skoðun
Fréttamynd

Nefndir þingsins að taka á sig mynd

Ragnar Þór Ingólfsson, þingmaður Flokks fólksins í Reykjavík og fyrrverandi formaður VR, verður formaður fjárlaganefndar. Þetta herma heimildir fréttastofu.

Innlent