Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Myndu ekki vilja stýra sveitar­fé­lagi sem þvingað væri til sam­einingar

Þvingaðar sameiningar sveitarfélaga eru ekki vænlegar til árangurs og óraunhæft að þær nái í gegn fyrir kosningar á næsta ári. Þetta segja leiðtogar sveitarfélaga sem þegar hafa gengið í gegnum sameiningu. Þar hafi vilji íbúa, góður undirbúningur og vönduð vinnubrögð skipt sköpum fyrir farsæla sameiningu.

Innlent
Fréttamynd

Vesturport fær lóð í Gufu­nesi

Leiklistarhópurinn Vesturport hefur fengið vilyrði fyrir lóð í Gufunesi og hyggst byggja upp starfsemi sína þar. Reykjavíkurborg hefur undanfarin ár lagt áherslu á að laða að kvikmyndafyrirtæki að svæðinu.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Fá­mennir hópar sagðir geta skuld­bundið sveitar­fé­lög með frum­varpi ráð­herra

Samband íslenskra sveitarfélaga vill að innviðaráðherra endurskoði ákvæði um lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélögum í frumvarpi að nýjum sveitarstjórnarlögum þar sem þau gefi fámennum hópi íbúa í einu sveitarfélagi vald til þess að skuldbinda annað sveitarfélag til sameiningarviðræðna. Ekki sé heldur einhugur um ákvæði frumvarpsins um sameiningu sveitarfélaga.

Innlent
Fréttamynd

„Ég er ekki sam­mála þessari um­ræðu og þessari nálgun“

Formaður menningar- og íþróttaráðs Reykjavíkurborgar segir gagnrýni borgarfulltrúa á rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins vera ósanngjarna. Borgarfulltrúi segir illa farið með almannafé en formaður ráðsins bendir á að um þjónustu við borgarbúa sé að ræða. 

Innlent
Fréttamynd

Fram­sókn sem þjónar fólki, ekki kerfum

Ég býð mig fram til ritara Framsóknar af þeirri sannfæringu að framtíð flokksins liggi í því að vera hreyfiafl breytinga sem þjóna fólki – ekki kerfum. Framsókn hefur verið sterkt afl á sveitarstjórnastiginu og leitt umbætur á þjónustu við fjölskyldur og leitt öflögt uppbyggingarstarf.

Skoðun
Fréttamynd

„Ókei, mér er ætlað annað hlut­verk núna“

Helga Vala Helgadóttir lögmaður segist ekki sakna þess sérlega að vera á þingi, eftir að hafa sjálf ákveðið að hætta fyrir tveimur árum síðan. Hún segir að í störfum sínum sem lögmaður skipti miklu máli að vera ekki „ferkantaður pappakassi“.

Lífið
Fréttamynd

Frá torfkofum til tæki­færa

Pólitík er vettvangur hugmynda. Þegar ég hlusta á þá sem segja að hlutverk stjórnmálafólks sé fyrst og fremst að setja súrefnisgrímuna á okkur sem þjóð og láta aðra liggja milli hluta, skynja ég skammsýni og ótta. Og kannski líka ákveðna tækifærismennsku. Þrátt fyrir hávær orð hef ég ekki heyrt hvaða hugmyndir þessi sömu öfl hafa um áframhaldandi vöxt Íslands. Þeim virðist meira í mun að skapa andrúmsloft þar sem velgengni eins er á kostnað annars. En það er ekki þannig.

Skoðun
Fréttamynd

„Ís­land fyrst, svo allt hitt“

Ungir Miðflokksmenn tóku upp á að nota nýtt slagorð í aðdraganda landsfundarins sem fór fram um helgina. „Ísland fyrst, svo allt hitt“ er slagorðið og er sótt í smiðju hægriflokka bæði austanhafs og vestan-, og Flokks fólksins.

Innlent
Fréttamynd

Odd­vitinn ætlar ekki aftur fram

Vilhjálmur Árnason, ritari Sjálfstæðisflokksins og þingmaður, segist íhuga það alvarlega að gefa kost á sér sem oddvita flokksins í Reykjanesbæ í sveitarstjórnarkosningum í vor. Núverandi oddviti ætlar ekki fram.

Innlent
Fréttamynd

„Ég hef aldrei skorast undan neinu“

„Ég mun fylkja mér bak við nýjan varaformann. Við erum öll að vinna að því að stækka flokkinn og vonandi verður þetta besta leiðin til þess,“ segir Ingibjörg Davíðsdóttir sem laut í lægra haldi gegn Snorra Mássyni í varaformannskjöri á landsþingi Miðflokksins í dag.

Innlent
Fréttamynd

Sjö milljarða fram­lög frá alda­mótum: Vill endur­skoða rekstur Húsdýragarðsins

Friðjón R. Friðjónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að Reykjavík hafi ekki sett sér skýra stefnu um hvernig tryggja megi sjálfbæran rekstur Fjölskyldu- og Húsdýragarðsins. Bein framlög Reykvíkinga til rekstursins hafi numið rúmum 3,6 milljörðum síðustu tíu árin að núvirði, og það geti ekki talist góð nýting fjármuna borgarbúa að reksturinn sé með svo miklum halla.

Innlent
Fréttamynd

Milljarðar af al­manna­fé í rekstur Fjöl­skyldu- og húsdýragarðsins

Bein framlög borgarbúa til reksturs Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hafa numið rúmum 3,6 milljörðum síðustu tíu árin, núvirt. Núvirt framlag Reykvíkinga til garðsins stefnir í tæpa 7 milljarða frá aldamótum. Það getur ekki þótt góð nýting fjármuna borgarbúa að rekstur garðsins sé með svo miklum halla að það hlaupi á hundruðum milljóna ár hvert.

Skoðun
Fréttamynd

Sig­mundur endur­kjörinn for­maður

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var endurkjörinn formaður Miðflokksins á landsþingi flokksins á Hilton Reykjavík Nordica Hótelinu í dag. Sigmundur var einn í framboði.

Innlent
Fréttamynd

Fá­menn sveitar­fé­lög eru öflug og vel rekin sveitar­fé­lög

Í Bændablaðinu þann 9. október 2025 er grein eftir Innviðaráðherra undir fyrirsögninni “Stærri og öflugri sveitarfélög”. Þar segir Innviðaráðherra orðrétt í inngangi greinarinnar: “Við viljum öll búa í samfélagi þar sem grunnstoðirnar eru sterkar, þar sem börnin okkar ganga í góða skóla, samgöngur eru greiðar og stjórnsýsla skilvirk og þjónustar íbúum sínum. Þetta er forsenda fyrir jöfnum búsetuskilyrðum og jákvæðri byggðaþróun um land allt.“

Skoðun
Fréttamynd

Fann fyrir á­kalli um ferska for­ystu

Bergþór Ólason kveðst hafa skynjað löngun meðal Miðflokksmanna til að fá ný andlit í forystu flokksins. Hann verði áfram, að eigin sögn, blóðugur upp að öxlum í þinginu. Hann gefur ekki upp hvern frambjóðendanna tveggja hann muni styðja.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er pólitísk vakning“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að ákvarðanataka í stjórnmálum hafi í auknum mæli markast af kerfisrækni, rétttrúnaði og öðrum kreddum í stað almennrar skynsemi. Hann segir mikinn fjölda fólks á öllum aldri hafa gengið til liðs við Miðflokkinn að undanförnu. Um sé að ræða pólitíska vakningu og vinsældir flokksins skýrist af því að hann þori að segja það sem þurfi meðan aðrir þegja.

Innlent
Fréttamynd

Halla og Þor­björg á leið til Kína

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, verður í opinberri heimsókn í Kína dagana 12. til 17. október í boði Xi Jingping forseta Kína. Í för með henni verður Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra, en markmið ferðarinnar er að staðfesta góð tvíhliða samskipti ríkjanna tveggja, ræða áframhaldandi viðskipti og samskipti þjóðanna, og samstarf á sviði jarðvarma, jafnréttismála og sjálfbærrar þróunnar.

Innlent
Fréttamynd

Enginn njósni um barna­af­mæli borgarinnar

Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir, sérfræðingur á mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar, segir leiðbeiningaskjal um barnaafmæli sem finna má á heimasíðu borgarinnar ekki gert til að stýra því hvernig foreldrar halda afmælisveislur. Það hafi verið ákall um viðmið sem léttu undir með foreldrum og tryggðu að afmælisveislur væru ekki útilokandi.

Innlent
Fréttamynd

Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar

Ég var algjörlega miður mín að heyra frásagnir mæðranna Ingibjargar og Jóhönnu í vikunni þar sem þær lýstu vægast sagt ömurlegum raunveruleika. Þær eiga það sameiginlegt að eiga fárveik börn sem fá ekki viðeigandi þjónustu. Það er staðreynd sem við verðum að horfast í augu við.

Skoðun
Fréttamynd

Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum

Ráðherra menningarmála segir boðaða skattheimtu af streymisveitum munu skila ríkissjóði um 140 til 150 milljónum króna á ári. Markmiðið sé að auka aðgengi að innlendu sjónvarpsefni auk þess að styrkja stöðu innlendra streymisveitna gagnvart erlendum risum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sam­fylkingin með mesta fylgi allra flokka

Samfylkingin mælist með mesta fylgi allra flokka á landsvísu samkvæmt nýrri könnun Prósents. Rúm 30 prósent segjast myndu kjósa Samfylkinguna yrði kosið til Alþingis í dag. Samkvæmt könnun er fylgið marktækt meira hjá konum og hjá þeim sem búa á höfuðborgarsvæðinu. Ríkisstjórnarflokkarnir eru samanlagt með 54 prósent fylgi. 

Innlent