Subway-deild karla

Subway-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Upp­gjörið og við­töl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum

    ÍR jafnaði Þór Þorlákshöfn að stigum með dramatískum eins stigs sigri sínum í leik liðanna í 15. umferð Bónus deildar karla í körfubolta í Icelandic Glacial-höllinni í Þorlákshöfn í kvöld. Lokatölur í Þorlákshöfn urðu 94-95 en það var Zarko Jukic sem tryggði ÍR-ingum sætan sigur með því að blaka boltanum ofan í rétt rúmri sekúndu fyrir leikslok.

    Körfubolti

    Fréttir í tímaröð

    Fréttamynd

    Upp­gjörið: Kefla­vík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust

    Bikarmeistarar Keflavíkur töpuðu með ellefu stigum gegn Íslandsmeisturum Vals í fimmtándu umferð Bónus deildar karla í körfubolta. Bæði lið hafa verið í örlitlu brasi það sem af er móts og vonast til þess að rétta úr kútnum fyrir úrslitakeppnina. Eftir mikinn baráttuleik voru það Valur sem höfðu á endanum betur 70-81 og tóku sinn fjórða sigur í síðustu fimm leikjum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast?

    Í nýjasta þætti GAZins rýna þeir Pavel Ermoliskij og Helgi Magnússon í nýjustu viðbótina við leikmannahóp Íslandsmeistara Vals en öllum að óvörum spilaði bandaríski leikmaðurinn Joshua Jefferson í leik liðsins í 8-liða úrslitum VÍS bikarsins gegn Sindra.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Pa­vel stakk upp á áhuga­verðum skiptum

    Stefán Árni Pálsson bauð upp á skemmtilegan samkvæmisleik í síðasta Körfuboltakvöldi þar sem hann bauð sérfræðingum kvöldsins að búa til leikmannaskipti í Bónus-deild karla. Einu skilyrðin voru að bæði lið myndu hagnast á skiptunum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    „Mér fannst við þora að vera til“

    Haukar unnu Tindastól með minnsta mun á heimavelli 100-99. Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Hauka, var ánægður með sigurinn og hafði fulla trú á því að Haukar myndu halda sér uppi í Bónus deildinni.

    Sport
    Fréttamynd

    „Fann að það héldu allir með okkur“

    Fyrir tæpum fjórum árum vann Þór Þorlákshöfn sinn fyrsta og jafnframt einn óvæntasta Íslandsmeistaratitil í sögu körfuboltans hér á landi. Heimir Snær Heimisson, stuðningsmaður liðsins, var að sjálfsögðu fenginn til að rifja upp sigurstundina þegar hann mætti í Körfuboltakvöld Extra í gærkvöld.

    Körfubolti