Subway-deild karla

Subway-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Fannar: Mér finnst eins og við höfum verið rændir

    Fannar Helgason var allt annað en sáttur eftir leik Stjörnunnar og Grindavíkur í kvöld. Grindavík vann leikinn eftir spennandi lokamínútur þar sem gekk á ýmsu. Dómarar leiksins slepptu til að mynda að dæma brot á Grindvíkinga rétt áður en Sigurður Þorsteinsson skoraði sigurkörfu leiksins.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Óvíst um meiðsli Ólafs

    Þessa stundina er Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, í meðhöndlun á sjúkrahúsi vegna þeirra ökklameiðsla sem hann varð fyrir í leik liðsins gegn Stjörnunni í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: Nýliðar Þórs slógu Íslandsmeistaralið KR út

    Nýliðar Þórs úr Þorlákshöfn leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik eftir 83-80 sigur gegn Íslandsmeistaraliði KR í kvöld. Þetta var þriðji sigur Þórsara í einvíginu sem endaði 3-1. Þór leikur gegn Stjörnunni eða Grindavík í úrslitum en staðan í þeirri rimmu er 2-1 fyrir Grindavík.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Þórsarar eru engir venjulegir nýliðar

    Þórsarar úr Þorlákshöfn halda áfram að skrifa söguna á sínu fyrsta ári í úrslitakeppni karla en þeir eru komnir í 2-1 á móti Íslandsmeisturum KR í undanúrslitaeinvígi Iceland Express-deildar karla. Í kvöld er sæti í lokaúrslitunum í boði þegar KR-ingar þurfa að berjast fyrir lífi sínu í Icelandic Glacial-höllinni. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Stjörnubjart í Grindavík

    Stjörnumenn voru ekki á því að fara í sumarfrí í Röstinni í gær og tryggðu sér fjórða leikinn á móti Grindavík með 17 stiga sigri á deildarmeisturunum, 82-65.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: KR - Þór Þorl. 86-100 | Þór leiðir einvígið 2-1

    Þór frá Þorlákshöfn er komið í algjöra lykilstöðu í einvíginu við KR í undanúrslitum Iceland-Express deild karla en liðið bar sigur úr býtum, 100-86, í þriðja leik liðana sem fram fór í DHL-höllinni í kvöld. Staðan er því 2-1 fyrir Þór í einvíginu og þeim vantar aðeins einn sigur til að komast í úrslit. Þórsarar voru einfaldlega miklu sterkari aðilinn allan leikinn og áttu sigurinn fyllilega skilið.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Hittust fyrst rétt fyrir leik

    Bandaríkjamaðurinn Joseph Henley var búinn að vera á landinu í rúmar tvær klukkustundir þegar hann spilaði í leik Þórs frá Þorlákshöfn og KR á fimmtudagskvöldið. "Ekki óskastaða fyrir neitt félag,“ sagði Benedikt Guðmundsson.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Grindavíkursigur í Ásgarði - myndir

    Grindavík er komið með annan fótinn í úrslitaeinvígi Iceland Express-deildar karla eftir dramatískan þriggja stiga sigur, 68-71, á Stjörnunni í Ásgarði í kvöld. Grindavík er því komið í 2-0 í einvíginu og getur tryggt sig inn í úrslitin á heimavelli sínum á mánudag.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Teitur: Ég treysti ekki Keflvíkingum

    "Ég er svekktur út í Keflvíkinga fyrst þeir komu með yfirlýsingu og gáfu okkur færi á að gera eitthvað sjálfir í málinu sem við og gerðum," sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, en hann missti Fannar Helgason í tveggja leikja bann í kjölfar þess að Keflavík kærði olnbogaskot Fannars í leik gegn Keflavík á dögunum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Grindavík 68-71 | Grindavík komið í 2-0

    Deildarmeistarar Grindavíkur héldu áfram sigurgöngu sinni í úrslitakeppninni með því að vinna þriggja stiga sigur á Stjörnunni, 71-68, í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express deildar karla. Grindavíkurliðið hefur unnið alla fjóra leiki sína í úrslitakeppnini í ár og vantar nú aðeins einn sigur til þess að tryggja sér sæti í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Fannar Freyr í tveggja leikja bann

    Fannar Freyr Helgason, fyrirliði Stjörnunnar, hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann af Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ. Hann missir því af leiknum gegn Grindavík í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    30. sigur Benedikts í úrslitakeppni en sá fyrsti á KR

    Benedikt Guðmundsson er að gera frábæra hluti með nýliða Þórs úr Þorlákshöfn sem unnu yfirburðasigur á Íslandsmeisturum KR í gær í öðrum leik liðanna í undanúrslitaeinvígi Iceland Express deildar karla í körfubolta. Staðan í einvíginu eru nú 1-1 og er næsti leikur í DHL-höllinni.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorl. - KR 94-76 | Íslandsmeistarnir steinlágu

    Þórsarar fóru á kostum í Icelandic Glacial höllinni í kvöld í vörn sem sókn, unnu 18 stiga sigur á Íslandsmeisturum KR, 94-76, og jöfnuðu undanúrslita einvígi liðanna í 1-1. Nýliðarnir hafa unnið þrjá fyrstu heimaleiki sína í úrslitakeppninin og urðu jafnframt fyrstir til að vinna Íslandsmeistara KR í úrslitakeppninni í ár.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Keflvíkingar senda inn kæru vegna Fannars

    Stjórn körfuknattleiksdeildar Keflavíkur hefur ákveðið að senda inn kæru til aga- og úrskurðarnefndar KKÍ vegna olnbogaskots Fannars Freys Helgasonar, leikmanns Stjörnunnar, í leik liðanna á skírdag.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Drekinn auglýsir eftir Miðjunni

    Þór frá Þorlákshöfn fær tækifæri til þess að jafna einvígið gegn KR í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla í kvöld. Þá þurfa KR-ingar að mæta í Iceland Glacial-höllina sem er gríðarmikið vígi.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Stemning í Röstinni í kvöld - myndir

    Það var heitt í kolunum í Grindavík í kvöld þegar heimamenn tóku á móti Stjörnunni í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla. Heimamenn unnu rimmuna í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Fyrirliðabandið tekið af Fannari

    Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hefur ákveðið að Fannar Helgason verði ekki fyrirliði liðsins í ótilgreindan tíma vegna atviks sem átti sér stað í leik gegn Keflavík á dögunum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    KR-sigur eftir svakalega sigurkörfu - myndir

    KR-ingar héldu sigurgöngu sinni áfram í úrslitakeppninni með því að vinna Þór úr Þorlákshöfn 82-79 í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express deildar karla í körfubolta. KR-ingar hafa þar með unnið alla þrjá leiki sína í úrslitakeppninni í ár auk þess að vinna tvo síðustu leiki sína í úrslitakeppninni í fyrra.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Benedikt Guðmundsson: Við stefnum á Íslandsmeistaratitillinn

    Benedikt Guðmundsson, þjálfari nýliða Þórs úr Þorlákshöfn, þurfti að sætta sig við naumt tap í fyrsta leik undanúrslitaeinvígisins á móti hans gömlu félögum í KR. KR vann 82-79 og er komið í 1-0 en það þarf að vinna þrjá leiki til þess að komast í lokaúrslitin.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: KR - Þór Þorl. 82-79 | KR komið í 1-0

    Joshua Brown skoraði þriggja stiga körfu í blálokin og tryggði KR þriggja stiga sigur á Þór frá Þorlákshöfn í fyrstu viðureign liðanna í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla í körfubolta. Leikurinn var jafn frá upphafi til enda og þurfti stórkostlega körfu frá Brown til að skilja liðin að.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Þór mætir KR | Stjarnan mætir Grindavík

    Eftir sigur í dramatískum oddaleikjum sínum í átta liða úrslitum Iceland Express-deildar karla í gærkvöldi er ljóst að Þór mætir KR í undanúrslitum en Stjarnan mætir deildarmeisturum Grindavíkur.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Montrétturinn er líka undir hjá þeim í kvöld

    Það skýrist í kvöld hver tvö síðustu liðin verða í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla þegar oddaleikir átta liða úrslitanna fara fram. Stjarnan tekur á móti Keflavík í Ásgarði í Garðabæ og Þór fær Snæfell í heimsókn í Icelandic Glacial-höllina í Þorlákshöfn.

    Körfubolti