Hlynur: Treystum okkur í hvaða lið sem er „Þetta var fáranlega gott hjá okkur. Hvernig við náðum að sprengja þetta upp og skora 110 stig. Það er mjög þægilegt þegar maður þarf að vinna leik að hitta úr svona sex þriggja stiga skotum í röð eða hvað það var," sagði Snæfellingurinn Hlynur Bæringsson í handklæðinu einum fata eftir að lið hans sópaði Grindavík út úr Íslandsmótinu og komst um leið í undanúrslit. Körfubolti 29. mars 2010 21:32
Páll Axel: Það er greinilega margt að „Tímabilið í heild sinni er vonbrigði á vonbrigði ofan. Við fengum ekkert af því út úr þessu tímabili sem við ætluðum okkur," sagði Grindvíkingurinn Páll Axel Vilbergsson hundsvekktur í spjalli við blaðamann Vísis í áhaldageymslunni í Fjárhúsinu. Körfubolti 29. mars 2010 21:24
Umfjöllun: Grindjánar skotnir í sumarfrí Snæfellingar tryggðu sér sæti í undanúrslitum eftir 17 stiga sigur á Grindavík, 110-93, í Stykkishólmi í kvöld í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum úrslitakeppni Iceland Express deild karla í körfubolta. Körfubolti 29. mars 2010 19:39
Grindavík búið að vinna þrjá leiki í röð í Hólminum - leikur 2 í kvöld Grindvíkingar berjast fyrir lífi sínu í úrslitakeppni Iceland Express deildar karla þegar þeir sækja Snæfell heim í Fjárhúsið í Stykkishólmi í kvöld. Snæfell vann fyrsta leikinn 1-0 í Grindavík og getur því komist í undanúrslit með sigri í kvöld en leikurinn hefst klukkan 19.15. Körfubolti 29. mars 2010 18:15
Stórleikur Justins sá til þess að Stjarnan tryggði sér oddaleik Stjörnumenn tryggðu sér oddaleik á heimavelli eftir fjögurra stiga sigur á Njarðvík, 95-91, í Ljónagryfjunni í kvöld í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum úrslitakeppni Iceland Express deild karla í körfubolta. Körfubolti 29. mars 2010 18:11
Teitur á enn eftir að vinna þjálfarasigur á Suðurnesnum Teitur Örlygsson þarf að brjóta blað á þjálfaraferli sínum í Garðabæ ætli hann að koma í veg fyrir að lærisveinar hans í Stjörnunni séu á leið í sumarfrí eftir kvöldið í kvöld. Leikur Njarðvíkur og Stjörnunnar hefst klukkan 19.15 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Körfubolti 29. mars 2010 15:30
KR í undanúrslit - myndir KR varð í gær fyrsta liðið til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla er liðið skellti ÍR öðru sinni og núna í Seljaskóla. Körfubolti 29. mars 2010 07:30
Stólarnir brotnuðu ekki gegn Keflavík Tindastóll gerði sér lítið fyrir í kvöld og tryggði sér oddaleik gegn Keflavík í átta liða úrslitum Iceland Express-deildar karla. Körfubolti 28. mars 2010 21:04
Fannar: Höfum meiri breidd en ÍR KR vann öruggan sigur á ÍR í Seljaskóla í kvöld 103-81. Vesturbæjarliðið er því komið áfram í undanúrslit Iceland Express-deildarinnar. Körfubolti 28. mars 2010 19:03
Páll: Bara spurning um hversu stór sigurinn yrði „Við settum okkur það markmið að vera búnir að klára þetta í tveimur leikjum," sagði Páll Kolbeinsson, þjálfari KR, eftir að hans menn tryggðu sér inn í undanúrslitin með öruggum sigri á ÍR í Seljaskóla. Körfubolti 28. mars 2010 18:56
Umfjöllun: KR-ingar fyrstir í undanúrslitin Íslandsmeistarar KR urðu í kvöld fyrsta liðið til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitum Íslandsmótsins með öruggum sigri á ÍR, 81-103, í Seljaskóla. Körfubolti 28. mars 2010 18:44
KR og Keflavík geta komist áfram í kvöld Keflavík og KR geta í kvöld komist í undanúrslitaleikina um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. Tvo sigra þarf í einvíginu í átta liða úrslitum. Körfubolti 28. mars 2010 11:47
Njarðvíkurvörnin öflug í Garðabænum - myndasypra Njarðvíkingar byrjuðu úrslitakeppnina í Iceland Express karla í körfubolta á góðum sigri á Teiti Örlygssyni og lærisveinum hans í Stjörnunni í Ásgarði í gær. Körfubolti 27. mars 2010 09:00
Fannar Freyr: Við spiluðum mjög illa „Það er alltaf ömurlegt að tapa en við mættum bara ekki nógu vel tilbúnir í kvöld. Við spiluðum mjög ílla, klikkuðum á alltof mikið af skotum, vörnin var ekki nægilega góð," sagði Fannar Freyr Helgason, leikmaður Stjörnunnar, eftir tap gegn Njarðvík í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppni Iceland-Express deildarinnar. Körfubolti 26. mars 2010 22:21
Jóhann Árni: Allir lögðu í púkkið „Þetta var mjög erfiður leikur. Við þurftum að hafa virkilega fyrir þessu, lögðum okkur alla fram og sigruðum eins og við ætluðum okkur að gera. Stjarnan er með hörkulið, við erum með hörkulið eins og öll liðin sem eru í úrslitakeppninni," sagði Jóhann Árni Ólafsson, leikmaður Njarðvík, eftir sigur gegn Stjörnunni í fyrsta einvígi liðanna í átta liða úrslitum Iceland-Express deildarinnar í körfubolta. Körfubolti 26. mars 2010 22:19
Teitur: Okkur langar ekkert í sumarfrí Við erum að sjálfsögðu ekki sáttir með að missa boltann 28 sinnum á heimavelli. Þetta var eiginlega bara gjöf að vissu leyti," sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir ósigur gegn Njarðvík, 64-76, fyrstu rimmu liðanna í átta liða úrslitum Iceland-Express deildarinnar í körfubolta. Körfubolti 26. mars 2010 22:13
Ingi Þór: Þetta var rándýrt Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, var algjörlega búinn á því eftir ótrúlegan sigur hans liðs á Grindavík í Röstinni í kvöld. Körfubolti 26. mars 2010 21:42
Brenton: Það var enginn að lyfta bikar í kvöld Grindvíkingurinn Brenton Birmingham spilaði eins og unglamb fyrir sitt lið í kvöld en stórleikur hans dugði ekki til að þessu sinni gegn Snæfell. Körfubolti 26. mars 2010 21:35
Umfjöllun: Snæfell vann í Röstinni Snæfell er komið í 1-0 í baráttunni gegn Grindavík í átta liða úrslitum Iceland Express-deildar karla eftir 94-95 sigur í háspennuleik í Röstinni. Körfubolti 26. mars 2010 20:51
Njarðvíkingar unnu tólf stiga sigur í Garðabænum Njarðvíkingar sigruðu Stjörnumenn í kvöld, 64-76, í átta liða úrslitum Iceland-Express deildarinnar í körfubolta. Njarðvíkingar voru með yfirhöndina allan leikinn og eru nú komnir 1-0 yfir í rimmu liðanna. Körfubolti 26. mars 2010 17:25
Jón Arnór spáir því að KR vinni Keflavík í oddaleik um titilinn Körfuknattleiksambandið fékk til sína nokkra þjóðþekkta aðila sem hafa áhuga á körfubolta til í að spá fyrir því hvernig úrslitakeppni Iceland Express deildar karla kemur til með að spilast en átta liða úrslitin halda áfram í kvöld. Körfubolti 26. mars 2010 15:30
Ingi Þór: Ætlum okkur alla leið „Leikirnir við Grindavík hafa verið skemmtilegir í vetur. Þeir unnu báða deildarleikina en við unnum leikinn sem skipti máli, bikarúrslitaleikinn," sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, en hann mætir alls óhræddur í rimmuna við Grindavík í kvöld. Körfubolti 26. mars 2010 13:00
Friðrik: Vantar meiri töffaraskap í okkur Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur, bíður spenntur eftir því að fá Snæfell í heimsókn í kvöld þó svo hann hefði kosið annan andstæðing í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Körfubolti 26. mars 2010 12:00
KR-ingar brutu af sér ÍR-álögin - myndir KR-ingar eru í fyrsta sinn í sögu sinni í úrslitakeppninni komnir 1-0 yfir í einvígi á móti nágrönnum sínum úr Seljahverfinu. Leikur 2 er í Seljaskólanum á sunnudaginn. Körfubolti 26. mars 2010 08:00
KR-ingar ósáttir við Stjörnumenn Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, er ekki par sáttur við kollega sína hjá Stjörnunni. Þeir kærðu KR-inginn Tommy Johnson eftir leik liðanna á dögunum og sú kæra varð þess valdandi að Tommy fór í eins leiks bann. Körfubolti 25. mars 2010 22:05
Pavel: Átti von á meiri slagsmálum Pavel Ermolinskij hefur á skömmum tíma smollið afar vel inn í lið Íslandsmeistara KR. Hann á hvern stórleikinn á fætur öðrum og hann stígur vart inn á völlinn án þess að ná þrefaldri tvennu. Hann gerði það enn og aftur gegn ÍR í kvöld. Körfubolti 25. mars 2010 21:19
Hreggviður: Við vorum latir „Það sem vantaði upp hjá okkur var varnarleikurinn og svo vorum við latir að hlaupa til baka. Þeir refsuðu okkur strax í öðrum leikhluta en fyrsti leikhlutinn gekk vel hjá okkur. Við mættum ferskir til leiks en andleysið kom upp í öðrum leikhluta," sagði ÍR-ingurinn Hreggviður Magnússon eftir tapið gegn KR í kvöld. Körfubolti 25. mars 2010 21:11
Umfjöllun: Andlausir ÍR-ingar auðveld bráð fyrir KR KR er komið í 1-0 gegn ÍR í átta liða úrslitum Iceland Express-deildar karla eftir frekar auðveldan sigur á andlausum ÍR-ingum, 98-81. Körfubolti 25. mars 2010 18:20
Keflavík vann fyrsta leikinn á móti Stólunum með 19 stigum Keflvíkingar eru komnir í 1-0 í einvígi sínu á móti Tindastól eftir 19 stiga sigur, 94-75, í Toyota-höllinni í kvöld. Keflavík var með frumkvæðið allan leikinn. Körfubolti 25. mars 2010 18:19
ÍR með betra sigurhlutfall í DHL-höllinni heldur en KR KR og ÍR mætast í kvöld í DHL-höllinni í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum úrslitakeppni Iceland Express deild karla í körfubolta. Leikurinn hefst klukkan 19.15. Körfubolti 25. mars 2010 15:30
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti