Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik – Njarðvík 69-80 | Njarðvík sigldi þægilegum sigri í höfn Njarðvík vann nokkuð þægilegan 80-69 sigur þegar liðið sótti Breiðablik heim í Smárann í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Leikurinn var liður í 25. umferð deildarinnar en tvær umferðir eru eftir af deildarkeppninni. Körfubolti 19. mars 2023 21:48
„Við höfum ekki fengið sanngjarna gagnrýni“ Kristjana Eir Jónsdóttir, þjálfari Fjölnis, var bæði ánægð og svekkt eftir 18 stiga tap gegn Haukum í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Körfubolti 19. mars 2023 21:30
Keflavík deildarmeistari | Valur fór létt með Grindavík Keflavík og Valur mættu ekki mikilli mótspyrnu í leikjum sínum í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Keflavík vann botnlið ÍR örugglega, 87-42. Þá vann Valur stórsigur á Grindavík, 92-66. Körfubolti 19. mars 2023 21:00
Umfjöllun og viðtöl: Haukar – Fjölnir 92-74 | Heimakonur ekki í vandræðum Haukar lentu ekki í teljandi vandræðum með Fjölni í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Leik lauk með 18 stiga sigri Hauka, 92-74. Haukar halda 2. sæti deildarinnar eftir sigurinn á meðan Fjölnir er áfram í 6. sætinu. Körfubolti 19. mars 2023 20:15
„Liðsheildin varnarlega var það sem skaraði fram úr“ Hörður Axel Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur í Subway-deild kvenna í körfubolta, var ekki beinlínis brosandi út að eyrum en augljóslega ánægður með sigur síns liðs gegn Val, 70-55, í toppslag deildarinnar fyrr í kvöld. Í viðtali við fréttamann Vísis eftir leik lýsti hann fyrst yfir ánægju með varnarleik síns liðs. Körfubolti 15. mars 2023 23:15
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík-Valur 70-55 | Heimakonur áfram á toppnum eftir stórsigur Það var búist við hörkuleik þegar tvö efstu lið Subway deildar kvenna, Keflavík og Valur, mættust í Blue-höllinni í Keflavík fyrr í kvöld. Eftir jafnan leik í fyrri hálfleik og framan af síðari hálfleik náði Keflavík að sigla fram úr og vinna nokkuð þægilegan sigur 70-55. Körfubolti 15. mars 2023 21:55
Frábær endir tryggði Haukum sigur | Njarðvík með stórsigur Haukar og Njarðvík unnu í kvöld leiki sína í Subway-deild kvenna í körfubolta. Körfubolti 15. mars 2023 21:00
Umfjöllun og viðtal: Fjölnir-Breiðablik 90-72 | Gott gengi Grafarvogsbúa heldur áfram Fjölnir vann sannfærandi sigur á Breiðablik í 25. umferð Subway deildar kvenna í körfubolta í Dalhúsum í kvöld. Blikakonur byrjuðu betur og leiddu eftir fyrsta leikhluta en sterk liðsframmistaða Fjölniskvenna skilaði Gravarvogsliðinu stigunum tveimur í endurkomusigri, lokatölur 90-72. Körfubolti 15. mars 2023 20:00
Toppliðið þarf að sigra Valsgrýluna Keflavík og Valur, topplið Subway-deildar kvenna í körfubolta,. Keflavík trónir sem stendur á toppi deildarinnar með 21 sigur og aðeins þrjú töp. Þar á eftir koma Valskonur með 20 sigra og fjögur töp. Það sem er einkar athyglisvert við þessa tölfræði er að tvö af þremur töpum Keflavíkur hafa komið gegn Val. Körfubolti 15. mars 2023 13:01
Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Keflavík 75-74 | Hádramatík og montrétturinn hafnaði í Njarðvík Njarðvík og Keflavík mættust í slagnum um Reykjanesbæ í kvöld í Subway-deild kvenna þar sem Njarðvík fór að lokum með sigur af hólmi á hádramatískum lokasekúndum. Körfubolti 12. mars 2023 22:55
„Við tókum Krýsuvíkurleiðina að þessu“ Njarðvíkingar unnu ótrúlegan sigur á grönnum sínum úr Keflavík í Subway-deild kvenna í kvöld þar sem úrslitin réðust með risastórum þristi frá Raquel Laneiro. Körfubolti 12. mars 2023 21:48
Allt um leikjamet Sigrúnar: „Geggjað að vera með henni í liði“ Sigrún Sjöfn Ámundadóttir bætti leikjametið í efstu deild kvenna í körfubolta í leik með Haukum í síðustu umferð Subway deild kvenna og afrek hennar var tekið fyrir í Körfuboltakvöldi kvenna. Körfubolti 10. mars 2023 11:01
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Keflavík 64-85 | Keflavík styrkti stöðu sína á toppnum með stórsigri Efstu liðin í Subway-deild kvenna í körfubolta áttust við í Ólafssal í Hafnarfirði þegar Haukar og Keflavík mættust. Keflavík vann verðskuldaðan 21 stiga sigur. Körfubolti 9. mars 2023 00:16
Bryndís: Við erum að byggja upp lið til framtíðar Bryndís Gunnlaugsdóttir var afar kát eftir sannfærandi sigur gegn Breiðablik í 24. umferð Subway-deildar kvenna í körfubolta í Smáranum á miðvikudagskvöldið. Grindavíkurkonur voru sterkari allan leikinn og tóku stigin tvö með sér heim eftir samheldna liðsframmistöðu sem einkenndist af snerpu og drifkrafti sem Blikar réðu ekki við, lokatölur 75-109. Körfubolti 8. mars 2023 21:59
Sigrar hjá Njarðvík og Val Njarðvík vann góðan sigur á Fjölni þegar liðin mættust í Subway-deild kvenna í körfuknattleik í kvöld. Þá vann Valur stórsigur á ÍR. Körfubolti 8. mars 2023 20:57
Umfjöllun og viðtal: Breiðablik - Grindavík 75-109 | Risasigur Grindavíkurstúlkna í Kópavogi Grindavík vann stórsigur á Breiðabliki þegar liðin mættust í Subway-deild kvenna í kvöld. Lokatölur 109-75 og Grindavík því áfram öruggt í fimmta sæti deildarinnar. Körfubolti 8. mars 2023 19:45
Sigrún getur bætt leikjametið í stórleiknum í kvöld Sigrún Sjöfn Ámundadóttir setur nýtt leikjamet í efstu deild kvenna í körfubolta spili hún með Haukum á móti Keflavík Subway deild kvenna í kvöld. Körfubolti 8. mars 2023 14:00
Fann að þetta yrði dagurinn sinn: „Ætlaði að gefa vinkonu minni góða fæðingargjöf" Lovísa Björt Henningsdóttir átti virkilega góðan leik þegar Haukar unnu Val í toppbaráttuslag Subway-deildar kvenna í körfubolta. Haukar unnu fjórtán stiga sigur, lokatölur 63-77. Körfubolti 1. mars 2023 23:36
„Erfið áskorun fyrir dómara að dæma þessa leiki“ Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var gífurlega ánægður eftir hetjulega baráttu sinna leikmanna í erfiðum útisigri gegn Grindavík í Subway-deild kvenna í kvöld. Njarðvík vann leikinn með 15 stigum, 72-87. Körfubolti 1. mars 2023 22:26
Keflvíkingar skutust á toppinn | Fjölnir hafði betur gegn botnliðinu Keflavík skaust í það minnsta tímabundið aftur á topp Subway-deildar kvenna í körfubolta er liðið vann öruggan 20 stiga sigur gegn Breiðablik í kvöld, 80-60. Á sama tíma hafði Fjölnir betur gegn botnliði ÍR, 83-69. Körfubolti 1. mars 2023 21:02
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Njarðvík 72-87 | Mikilvægur sigur Íslandsmeistaranna Njarðvík vann gífurlega mikilvægan 15 stiga sigur á Grindavík í Subway-deild kvenna í kvöld, 72-87, í leik sem var æsispennandi allt fram að síðasta fjórðung. Með sigrinum er Njarðvík áfram í fjórða sæti en með sex stiga forskot á Grindavík þegar fimm umferðir eru eftir. Körfubolti 1. mars 2023 20:07
Umfjöllun viðtöl og myndir: Valur - Haukar 63-77 | Haukar komnir með innbyrðisstöðu gagnvart Val Haukar unnu gríðarlega mikilvægan 14 stiga sigur er liðið heimsótti Val í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Með sigrinum komu Haukar í veg fyrir að Valskonur myndu endurheimta toppsætið og Haukar eru nú aðeins fjórum stigum á eftir toppliði Keflavíkur. Körfubolti 1. mars 2023 00:12
Stórsigur Vals í Kópavogi Valskonur fóru illa með Breiðablik þegar liðin áttust við í Subway deildinni í körfubolta í kvöld. Körfubolti 26. febrúar 2023 21:41
„Ég er alveg brjálaður“ Þorleifur Ólafsson var allt annað en sáttur eftir naumt tap Grindavíkur gegn Fjölni í 22. umferð Subway-deildar kvenna í körfubolta í Dalhúsum í kvöld. Körfubolti 26. febrúar 2023 21:15
Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - Grindavík 80-78 | Dramatískur sigur Fjölnis í spennutrylli Fjölnir vann nauman sigur á Grindavík í æsispennandi leik í Subway deildinni í körfubolta í kvöld. Körfubolti 26. febrúar 2023 21:00
„Enginn dómari hefur komið til mín og sagst vera að hætta því hann fái ekki nógu vel greitt“ Körfuboltadómarar á Íslandi hafa verið með lausan samning við Körfuknattleikssambandið í níu ár. Sambandið kveðst ekki skylt að semja sérstaklega við verktakastétt. Körfubolti 24. febrúar 2023 23:01
Rúnar: „Ég er stoltur af framlagi leikmanna minna“ Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari liðs Njarðvíkur í Subway deild kvenna, var svekktur en ekki yfirgengilega óánægður eftir naumt tap hans liðs gegn Val 74-77 fyrr í kvöld, í viðtali við fréttamann Vísis. Körfubolti 22. febrúar 2023 23:03
Umfjöllun og viðtal: Njarðvík - Valur 74-77 | Valur vann tólfta sigurinn í röð með herkjum Njarðvík og Valur mættust fyrr í kvöld í tuttugustu og fyrstu umferð Subway deildar kvenna í körfubolta á heimavelli Njarðvíkinga í Ljónagryfjunni og það var hart barist í leiknum. Körfubolti 22. febrúar 2023 21:58
Góður endurkomusigur hjá Keflavík en Haukar fóru létt með Breiðablik Keflavík lenti óvænt í vandræðum gegn Fjölni í Subway-deild kvenna í kvöld en vann að lokum sigur eftir frábæran seinni hálfleik. Þá unnu Haukar risasigur á Breiðablik. Körfubolti 22. febrúar 2023 21:13
Sigurbjörg: „Fullt af góðum hlutum sem kom út úr þessum leik, en það er fullt sem við þurfum að bæta líka“ Sigurbjörg Rós Sigurðardóttir, þjálfari ÍR, var nokkuð upplitsdjörf þrátt fyrir enn eitt tapið en hennar konur töpuðu gegn Grindavík í Subway-deild kvenna í nokkuð ójöfnum leik þar sem lokatölurnar urðu 77-62. Körfubolti 22. febrúar 2023 20:49