Subway-deild kvenna

Subway-deild kvenna

Leikirnir




    Fréttamynd

    Þrír Grindvíkingar hafa verið með í öllum þremur töpunum

    Grindavíkurliðið hefur tapað þremur bikarúrslitaleikjum í Laugardalshöllinni á undanförnum fjórum árum og þrír leikmenn liðsins í dag hafa verið með í öllum þessum tapleikjum. Grindavík mætir ÍR í úrslitaleik Poweradebikars karla í körfubolta klukkan 16.00 í dag.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Systurnar fá ekki að slást

    Foreldrar og fjölskylda Gunnhildar og Berglindar Gunnarsdætra er í sérstakri stöðu á laugardaginn þegar lið systranna mætast í bikarúrslitum kvenna í körfubolta.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Kristinn dæmir sinn þrettánda bikarúrslitaleik

    Dómaranefnd KKÍ hefur raðað niður dómurum á úrslitleikina í Powerade-bikar karla og kvenna í körfubolta sem fara fram í Laugardalshöllinni á laugardaginn. Hjá konunum mætast Snæfell og Haukar en hjá körlunum spila Grindavík og ÍR um bikarinn.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Snæfellsstelpurnar jöfnuðu met í gær

    Snæfell tryggði sér deildarmeistaratitilinn í Dominos-deild kvenna í körfubolta með sigri á Hamar í Hveragerði í gær. Liðið er búið að vinna deildina þótt að það séu fjórar umferðir eftir.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Ellefu sigrar í röð hjá Snæfelli - úrslitin í kvennakörfunni

    Frábær endasprettur Haukakvenna á móti botnliði Njarðvíkur kom í veg fyrir að Snæfell tryggði sér deildarmeistaratitilinn í kvennakörfunni í kvöld. Snæfell vann þá sextán stiga sigur á Val en Haukar urðu að tapa á móti botnliði Njarðvíkur til þess að Snæfelli væri orðið Dominos-deildmeistari kvenna þótt að enn væru fimm umferðir eftir.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Haukakonur mæta Snæfelli i bikarúrslitaleiknum

    Haukakonur tryggðu sér sæti í bikarúrslitaleik kvenna í körfubolta eftir tíu stiga sigur á fráfarandi bikarmeisturum Keflavíkur, 76-66, í stórskemmtilegum og æsispennandi leik í undanúrslitum Powerade-bikarsins í TM-höllinni í Keflavík í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    KR-konur fóru illa með Keflavík - úrslitin í kvennakörfunni

    Snæfell, KR, Hamar og Grindavík fögnuðu öll sigri í kvöld þegar heil umferð fór í Dominos-deild kvenna í körfubolta. Snæfell náði átta stiga forskoti á toppnum þar sem að liðin sem voru jöfn í 2. til 3. sæti töpuðu bæði leikjum sínum en það er hinsvegar komin meiri spenna í baráttunni um fjórða og síðasta sætið inn í úrslitakeppnina.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Snæfellskonur með deildarmeistaratitilinn í augsýn

    Snæfell er komið með átta stiga forskot á toppi Dominos-deild kvenna í körfubolta eftir öruggan fimmtán stiga sigur á Haukum í kvöld, 79-64, í uppgjöri tveggja efstu liða deildarinnar. Haukar og Keflavík voru jöfn í 2. til 3. sæti fyrir leiki kvöldsins en töpuðu bæði í kvöld og Snæfellskonur eru því með deildarmeistaratitilinn í augsýn.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Crystal aftur í Grindavík

    Grindavík hefur fengið Crystal Smith aftur til liðs við félagið og mun þessi öflugi bakvörður klára tímabilið með liðinu í Domino's-deild kvenna.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Hamar sendir þriðja stigahæsta leikmann deildarinnar heim

    Hamar hefur nú bæst í hóp þeirra liða í Dominso-deild kvenna í körfubolta sem hefur skipt um erlendan leikmann en karfan.is segir frá því að Hvergerðingar hafa sent Di´Amber Johnson heim og í stað hennar mun hin bandaríska Chelsie Schweers klára tímabilið með Hamarsliðinu.

    Körfubolti