Óperusöngkonan Christa Ludwig fallin frá Þýska óperusöngkonan Christa Ludwig er látin, 93 ára að aldri. Ludwig, sem var ein fremsta messósópran heims, lést á heimili sínu nærri austurrísku höfuðborginni Vín á laugardag. Menning 26. apríl 2021 07:47
Opnar djassbúlluna Skuggabaldur við Austurvöll í sumar Framkvæmdir eru hafnar við undirbúning opnunar nýs bars, veitinga- og tónleikastaðar við Austurvöll sem til stendur að opna í sumar. Það er enginn nýgræðingur í veitinga- og skemmtistaðabransanum sem stendur að opnun staðarins en Jón Mýrdal hefur til að mynda rekið skemmtistaðina Röntgen og Húrra. Viðskipti innlent 25. apríl 2021 17:01
Stóra stundin fyrir Húsavík, Já fólkið og Eggert Óskarsverðlaunin fara fram í 93. skipti í kvöld. Netflix kvikmyndin Mank fékk flestar tilnefningar í ár eða tíu talsins. Bíó og sjónvarp 25. apríl 2021 09:00
Tuttugu ár frá svanakjól Bjarkar á Óskarnum Tuttugu ár eru síðan Ísland var senuþjófur á Óskarsverðlaunahátíðinni. Í Los Angeles þann 25. mars árið 2001 átti okkar eigin Björk Guðmundsdóttir ógleymanlegt augnablik. Tíska og hönnun 24. apríl 2021 10:01
Natan Dagur áfram í næstu umferð eftir stórbrotinn flutning á lagi Rihönnu Natan Dagur Benediktsson er kominn áfram í sextán manna úrslit í norsku útgáfunni af sjónvarpsþáttunum Voice. Natan Dagur flutti lagið Stay með Rihönnu með glæsibrag í 32 manna úrslitunum sem fram fóru í gær en þetta var í þriðja sinn sem Natan Dagur steig á svið í þáttunum en flutning hans má sjá í spilaranum hér að neðan. Lífið 24. apríl 2021 07:51
„Þreytt á því að þurfa að lifa í ótta" „Það er mikilvægt að standa með sjálfum sér, það getur engin gert það fyrir mann,“ segir Sjana Rut Jóhannsdóttir. Lífið 24. apríl 2021 07:00
Ingó, Doctor Victor og Gummi Tóta með annað sumarlag Tónlistarmaðurinn og læknirinn Victor Guðmundsson, betur þekktur sem Doctor Victor, gaf í dag út lagið Gírinn ásamt bræðrunum Ingó Veðurguð og Gumma Tóta, en það er annað lagið sem þeir félagar gefa út saman. Lífið 23. apríl 2021 13:30
„Tilfinningin er hreint út sagt alveg mögnuð“ Eldgosið við Fagradalsfjall spilar stórt hlutverk í nýju myndbandi píanóleikarana og tónskáldsins Eydísar Evensen. Lagið Bylur er af samnefndri plötu Eydísar, sem kom út í dag. Platan er gefin út af Sony útgáfufyrirtækinu XXIM Records. Tónlist 23. apríl 2021 13:00
Kaleo flutti lag hjá Jimmy Kimmel í húsnæði Máls og Menningar Í gærkvöldi kom íslenska sveitin Kaleo fram í einum vinsælasta spjallþætti heims, Jimmy Kimmel Live. Lífið 23. apríl 2021 12:31
Lag um mikilvægasta framtíðarmál jarðarbúa Í dag er alþjóðardagur Móður jarðar og þá er um allan heim m.a. fjallað um mengun jarðar sem er eitt mikilvægasta framtíðarmál jarðarbúa. Lífið 22. apríl 2021 11:00
Friðrik Dór bæjarlistarmaður Hafnarfjarðar Friðrik Dór Jónsson, tónlistarmaður og Hafnfirðingur, er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2021. Friðrik, einnig þekktur sem Frikki Dór, var sæmdur titlinum við hátíðlega athöfn í bænum í dag. Menning 21. apríl 2021 20:51
Maðurinn á bak við Bat Out of Hell og Total Eclipse of the Heart látinn Popp- og rokklagahöfundurinn Jim Steinman er látinn, 73 ára að aldri. Steinman samdi ógleymanleg lög eins og Bat Out of Hell og Total Eclipse of the Heart. Tilkynning um andlátið var birt á Facebook síðu lagahöfundarins litríka. Lífið 21. apríl 2021 10:30
Morrissey reiður út í Simpsons: „Hvar eru lögin sem vernda mig?“ Breski söngvarinn Morrissey sakar aðstandendur bandarísku teiknimyndaþáttanna um Simpson-fjölskylduna um „hatur“ í sinn garð eftir að gert var grín að honum í nýjum þætti. Handritshöfundur þáttarins hefur þó sagt að persónan sem fór fyrir brjóstið á söngvaranum sé ekki eingöngu byggð á honum. Bíó og sjónvarp 20. apríl 2021 11:37
Gaf út lag og myndband um eldgosið Tónlistarkonan Elíza Newman hefur gefið út lag sem ber heitir Fagradalsfjall og fjallar það um eldgosið í Geldingadölum. Lífið 20. apríl 2021 07:01
Pale Moon gefur út hjá AU! Records á Spáni Hljómsveitin Pale Moon var að senda frá sér lagið Parachutes. Lagið er upplífgandi en á sama tíma pínu sljóvgandi. Pale Moon var að skrifa undir samning við AU! Records á Spáni þar sem þau búa og er ný plata væntanleg í haust. Tónlist 19. apríl 2021 14:31
Bríet sigursælust á Íslensku tónlistarverðlaunum Bríet, Haukur Gröndal, Hjaltalín og Ingibjörg Turchi voru hvað sigursælust þegar Íslensku tónlistarverðlaunin voru veitt í kvöld. Verðlaunin voru veitt í Norðurljósum Hörpu í kvöld og var hátíðinni streymt í beinni á RÚV. Tónlist 17. apríl 2021 22:51
Skýtur föstum skotum á Íslensku tónlistarverðlaunin Íslensku tónlistarverðlaunin verða veitt við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu í kvöld. Flóra íslenskra tónlistarmanna er tilnefnd til verðlaunanna, en þar á meðal er ekki Herra Hnetusmjör, einn allra vinsælasti tónlistarmaður landsins. Lífið 17. apríl 2021 14:00
Stúlknakór á Húsavík syngur í atriði á Óskarsverðlaunahátíðinni Sautján stúlkur í fimmta bekk í Borgarhólsskóla á Húsavík munu syngja með sænsku söngkonunni Molly Sandén í tónlistarmyndbandi sem sýnt verður á Óskarsverðlaunahátíðinni í lok apríl. Líkt og kunnugt er hefur lagið Husavik – My home town úr kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story og Fire Saga verið tilnefnt til Óskarsverðlauna. Lífið 17. apríl 2021 09:12
Tróna á toppnum með sitt fyrsta lag í tvo áratugi PartyZone gaf í dag út nýjan topplista þar sem fyrsta lag frá sveitinni Masters At Work í 20 ár trónir á toppnum. Tónlist 16. apríl 2021 20:00
Föstudagsplaylisti Flaaryr Reykvíkingurinn Diego Manatrizio gerir tilraunakennda tónlist undir nafninu Flaaryr, oftar en ekki vopnaður „undirbúnum“ klassískum gítar sem hann þjösnast á á ýmsa vegu og lúppar svo í marglaga tónverk. Tónlist 16. apríl 2021 15:41
Covid setti strik í reikninginn Brennivín er fyrst lagið af væntanlegri breiðskífu sveitarinnar Blóðmör sem ber nafnið Í Skjóli Syndanna. Lífið 16. apríl 2021 13:30
Herra Hnetusmjör hótar að teppa Reykjanesbrautina Herra Hnetusmjör rappari hótar að efna til mótmæla með því að stífla alla Reykjanesbrautina, ef tilslakanir á landamærunum leiða til þess að veiran stingi sér niður á Íslandi á nýjan leik. Lífið 16. apríl 2021 08:57
Var búinn að sætta sig við það að eignast aldrei börn Valdimar Guðmundsson er einn ástsælasti söngvari landsins og hefur verið það í nokkur ár. Hann er nýjasti gestur Snæbjörns Ragnarssonar í þættinum Snæbjörn talar við fólk. Lífið 16. apríl 2021 07:01
Systkinabörn gera það gott í raftónlistartvíeykinu Congo Bongo Á dögunum kom út fyrsta platan frá raftónlistartvíeykinu Congo Bongo sem var stofnuð af þeim Hreini Elíassyni og Sigurmoni Hartmanni Sigurðssyni. Tónlist 15. apríl 2021 16:30
Jennifer Lopez og Alex Rodriguez hætt saman Ofurparið Jennifer Lopez og Alex Rodriguez heyrir nú sögunni til. Parið hefur slitið tveggja ára trúlofun sinni og segist í sameiginlegri yfirlýsingu hafa áttað sig á því að betur færi á því að þau væru vinir en par. Lífið 15. apríl 2021 14:01
Kaleo gefur út myndband sem tekið var upp við eldgosið Í byrjun apríl sendi Kaleo frá sér lagið Skinny en það er fimmta lagið sem sveitin gefur út af komandi plötu sveitarinnar. Lífið 14. apríl 2021 14:36
Lífverðir Bieber þurftu að athuga með lífsmörk þegar hann svaf Kanadíska poppstjarnan Justin Bieber er í opinskáu viðtalið við tímaritið GQ þar sem hann fer sannarlega um víðan völl. Lífið 14. apríl 2021 11:30
Grimes lét húðflúra geimveruklór yfir allt bakið Hin skrautlega, kandíska söngkona Grimes fékk sér fremur frumlegt tattú á dögunum, svo ekki sé meira sagt. Grimes, sem einnig er kærasta og barnsmóðir auðjöfursins Elon Musk, er þekkt fyrir að fara sínar eigin leiðir hvað varðar tísku og listsköpun. Lífið 13. apríl 2021 14:02
„Getur líka verið kvíði yfir því að manneskjan sé ekki að upplifa það sama“ Vísir frumsýnir í kvöld myndband við lagið Þjást með Hipsumhaps. Lagið er nú einnig komið út á Spotify og er af væntanlegri plötu Hipsumhaps. Lífið 12. apríl 2021 22:01
Bríet hlaut fern verðlaun Hlustendaverðlaunin 2021 voru sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi í kvöld. Sigurvegari kvöldsins er án efa Bríet sem hlaut fern verðlaun. Tónlist 9. apríl 2021 17:00