Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

Opnar djassbúlluna Skuggabaldur við Austurvöll í sumar

Framkvæmdir eru hafnar við undirbúning opnunar nýs bars, veitinga- og tónleikastaðar við Austurvöll sem til stendur að opna í sumar. Það er enginn nýgræðingur í veitinga- og skemmtistaðabransanum sem stendur að opnun staðarins en Jón Mýrdal hefur til að mynda rekið skemmtistaðina Röntgen og Húrra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Tilfinningin er hreint út sagt alveg mögnuð“

Eldgosið við Fagradalsfjall spilar stórt hlutverk í nýju myndbandi píanóleikarana og tónskáldsins Eydísar Evensen. Lagið Bylur er af samnefndri plötu Eydísar, sem kom út í dag. Platan er gefin út af Sony útgáfufyrirtækinu XXIM Records.

Tónlist
Fréttamynd

Pale Moon gefur út hjá AU! Records á Spáni

Hljómsveitin Pale Moon var að senda frá sér lagið Parachutes. Lagið er upplífgandi en á sama tíma pínu sljóvgandi. Pale Moon var að skrifa undir samning við AU! Records á Spáni þar sem þau búa og er ný plata væntanleg í haust.

Tónlist
Fréttamynd

Skýtur föstum skotum á Íslensku tónlistarverðlaunin

Íslensku tónlistarverðlaunin verða veitt við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu í kvöld. Flóra íslenskra tónlistarmanna er tilnefnd til verðlaunanna, en þar á meðal er ekki Herra Hnetusmjör, einn allra vinsælasti tónlistarmaður landsins.

Lífið
Fréttamynd

Föstudagsplaylisti Flaaryr

Reykvíkingurinn Diego Manatrizio gerir tilraunakennda tónlist undir nafninu Flaaryr, oftar en ekki vopnaður „undirbúnum“ klassískum gítar sem hann þjösnast á á ýmsa vegu og lúppar svo í marglaga tónverk.

Tónlist
Fréttamynd

Jennifer Lopez og Alex Rodriguez hætt saman

Ofurparið Jennifer Lopez og Alex Rodriguez heyrir nú sögunni til. Parið hefur slitið tveggja ára trúlofun sinni og segist í sameiginlegri yfirlýsingu hafa áttað sig á því að betur færi á því að þau væru vinir en par.

Lífið
Fréttamynd

Grimes lét húðflúra geimveruklór yfir allt bakið

Hin skrautlega, kandíska söngkona Grimes fékk sér fremur frumlegt tattú á dögunum, svo ekki sé meira sagt. Grimes, sem einnig er kærasta og barnsmóðir auðjöfursins Elon Musk, er þekkt fyrir að fara sínar eigin leiðir hvað varðar tísku og listsköpun.

Lífið
Fréttamynd

Bríet hlaut fern verðlaun

Hlustendaverðlaunin 2021 voru sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi í kvöld. Sigurvegari kvöldsins er án efa Bríet sem hlaut fern verðlaun. 

Tónlist