Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

Fólk oft hissa að sjá unga konu með harmóníku

Ásta Soffía Þorgeirsdóttir er 21 árs og spilar á harmóníku. Hún segir margt fólk verða hissa þegar það sér unga konu spila á harmóníku enda tengir fólk hljóðfærið gjarnan við gömlu danslögin. En að sögn Ástu er hægt að spila afar fjölbreytt tónlist á harmóníku.

Lífið
Fréttamynd

Plötufyrirtæki er eins og heimili tónlistarinnar

Í seinustu viku skrifaði söngvarinn Högni Egilsson undir samning við breska plötufyrirtækið Erased Tapes og í haust kemur út fyrsta sólóplatan hans. Hann segir ómetanlegt að finna gott plötufyrirtæki til að vinna með því slíkt fyrirtæki er eins og heimili tónlistarinnar.

Lífið
Fréttamynd

Laumast í fataskáp foreldranna

Ragnheiður María Benediktsdóttir, önnur tveggja hljómsveitarmeðlima RuGl, hefur gaman af því að spá í tísku liðinna ára. Síðustu tónleikar RuGl í bili verða í gróðurhúsi Norræna hússins á sunnudag.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Á heimavelli í sýningu um sögu Íslands

Tónlistarmaðurinn Valgeir Guðjónsson hefur undanfarið vakið lukku með sýningunni Saga Music 101 sem byggir á fornsögum og goðafræði lands og þjóðar. Hann er á heimavelli í sýningunni enda hefur hann samið tónlist og texta um sögu Íslands.

Menning
Fréttamynd

Kaleo tróð upp í Good Morning America

Strákarnir eru á flakki heimshorna á milli um þessar mundir en lagið No Good, sem flutt var í morgunþættinum, er nýjasta smáskífan af plötunni A/B, sem hefur selst afar vel.

Tónlist
Fréttamynd

Höfðu dreymt um að vinna með Jack White

Sænsk-íslenski dúettinn My Bubba var að senda frá sér smáskífuna Gone í samstarfi við bandaríska tónlistarmanninn Jack White sem margir kannast við úr hljómsveitinni The White Stripes.

Lífið
Fréttamynd

Offramboð á rappi heggur í miðasölu

Sala á tónleika Young Thug í Laugardalshöll var undir væntingum þangað til tveir miðar fengust á verði eins. Tónleikahaldari segir stefna í offramboð á rapptónleikum enda séu margir innlendir og erlendir listamenn að stíga á svið.

Tónlist
Fréttamynd

Sveiflukenndur áratugur í útgáfubransanum

Record Records fagnar 10 ára afmæli á árinu. Útgáfan er fremur smá í sniðum en hefur þó ýmsar metsöluplötur á ferilskránni frá Of Monsters and Men og fleirum. Í dag kemur út safnplata í tilefni afmælisins þar sem má finna smelli frá listamönnum Record Records.

Tónlist
Fréttamynd

Sigga Beinteins goðsögn Innipúkans

Á hverju ári bryddar tónlistarhátíðin Innipúkinn upp á því að fá eina unga hljómsveit til að halda tónleika með einni goðsögn í bransanum. Í ár er það Sigga Beinteins sem syngur með bandinu Babies.

Tónlist
Fréttamynd

Föstudagsplaylisti Þórdísar Erlu

„Þetta er mjög dæmigerður partílisti fyrir sjálfa mig þegar ég er að koma mér í fíling á föstudegi,“ segir myndlistakonan Þórdís Erla Zoëga en hún setti saman fötudagsplaylista Lífsins að þessu sinni.

Tónlist
Fréttamynd

Þessir listamenn koma fram á Innipúkanum

Tónlistarhátíðin Innipúkinn verður haldin 16. árið í röð um verslunarmannahelgina í ár. Aðaltónleikadagskráin fer að sjálfsögðu fram innandyra, og verður líkt og í fyrra í Kvosinni á tónleikastöðunum Húrra og Gauknum.

Tónlist