„Hefði hlegið að mér og sagt að mig væri að dreyma of stórt“ Hin 19 ára gamla Kolbrún Óskarsdóttir, jafnan þekkt sem KUSK, hefur átt öflugt tónlistarár. Hún sigraði Músíktilraunir í mars síðastliðnum og hefur komið fram á tónleikum víða um landið síðan þá. KUSK var að senda frá sér lagið UNDAN BERUM HIMNI, sem er jafnframt fyrsti síngúll af væntanlegri plötu. Tónlist 19. ágúst 2022 15:00
Tónlistarveisla Bylgjunnar á Menningarnótt sýnd í beinni útsendingu Tónlistarveisla Bylgjunnar fer fram í Hljómskálagarðinum á Menningarnótt. Sýnt verður frá viðburðinum í beinni útsendingu hér á Vísi og á sjónvarpsstöðinni okkar, Stöð 2 Vísir. Lífið 19. ágúst 2022 13:40
Innsýn í hugarheim skemmtikrafta Tónlistarmaðurinn Unnsteinn Manúel var að senda frá sér lagið Eitur í samstarfi við Hermigervil. Blaðamaður heyrði í Unnsteini, sem er að flytja heim eftir tvö ár í Berlín og segist einblína á danstónlist um þessar mundir. Tónlist 19. ágúst 2022 13:30
Björk sakar Katrínu um svik á ögurstundu Söngkonan Björk Guðmundsdóttir segir að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hafi á ögurstundu svikið samkomulag sem hún á að hafa gert við Björk og sænska loftslagsaðgerðasinnann Gretu Thunberg. Björk segir að Katrín hafi ekki gert neitt fyrir umhverfið. Innlent 19. ágúst 2022 09:43
Erfitt tekjuár fyrir listamenn í Covid Árið 2021 var mikið Covid ár og lítið um stórar samkomur, svo sem tónleika eða útihátíðir. Hafði þetta veruleg áhrif á tekjur margra listamanna. Tekjuhæsti listamaðurinn sem launþegi samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar var Steinþór Birgisson, kvikmyndaklippari, en hann var með 2.051.000 krónur á mánuði. Lífið 18. ágúst 2022 13:33
Röyksopp á Airwaves 2022 Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves fer fram með pomp og prakt 3. - 5. nóvember næstkomandi. Fjölbreytt tónlistaratriði koma fram í ár en hátíðin tilkynnti rétt í þessu 23 atriði til viðbótar við dagskrána. Tónlist 18. ágúst 2022 10:01
Ekki gefnar miklar líkur á bata Svavar Viðarsson fékk blóðtappa í heila og greindist með hjartagalla fyrir um ári síðan og voru honum ekki gefnar miklar líkur á bata. Albumm 17. ágúst 2022 14:31
KR-ingar „woke-væðast“ með nýjum söngtexta Bubbi Morthens sá ljósið en nú er verið að gera nýja útgáfu af KR-lagi hans „Allir sem einn“, nýr texti sem ekki hljómar lengur allir sem einn heldur öll sem eitt. Lífið 17. ágúst 2022 14:19
Hætt að vera Glowie í bili Tónlistarkonan Glowie ætlar að segja skilið við tónlistina í bili og einbeita sér að því að vera bara Sara Pétursdóttir. Hún segir mikið álag hafa fylgt því að vera í sviðsljósinu frá ungum aldri og nú ætli hún að taka sér tíma í það að vera fullorðin. Lífið 17. ágúst 2022 09:28
Stór og spennandi plön í kringum útgáfuna Tónlistarmaðurinn snny sendir frá sér nýtt lag. snny er frá Bandaríkjunum en býr hér á Íslandi með íslensku kærustu sinni og barni og hefur gert síðustu ár. Albumm 17. ágúst 2022 00:32
Pop Idol stjarnan Darius látinn rétt rúmlega fertugur Söngvarinn og leikarinn Darius Campbell Danesh er látinn aðeins 41 árs gamall. Danesh skaust upp á stjörnuhimininn þegar hann tók þátt í hæfileikaþáttunum Popstars og Pop Idol fyrir tveimur áratugum síðan. Lífið 16. ágúst 2022 17:01
„Verður í vöðvaminninu að eilífu“ Hljómsveitin Systur tók eftirminnilega þátt fyrir Íslands hönd í Eurovision síðastliðið vor. Systurnar, þær Sigga, Beta og Elín, hafa notið lífsins í sumar og eru nú í óðaönn að skipuleggja tónleikaferðalag um landið sem hefst á miðvikudaginn og stendur til 27. ágúst næstkomandi. Blaðamaður tók púlsinn á Systrum og fékk að heyra frá tónleikunum, væntanlegri smáskífu og lífinu eftir Eurovision. Tónlist 15. ágúst 2022 13:30
Benni Hemm Hemm, Urður og Kött Grá Pjé koma á óvart! Benni Hemm Hemm, Urður (GusGus) og Kött Grá Pjé gáfu út í gær, 12. ágúst lagið Á Óvart. Albumm 13. ágúst 2022 20:41
Sumarlegt og seiðandi hjá Calvin Harris Plötusnúðurinn og tónlistarmaðurinn Calvin Harris skipar áttunda sæti Íslenska listans í þessari viku með hið seiðandi lag Potion þar sem söngkonan Dua Lipa og rapparinn Young Thug leika listir sínar við silkimjúka sumar tóna. Lagið hækkar sig um ellefu sæti á milli vikna. Tónlist 13. ágúst 2022 16:01
Erfitt en mikilvægt að taka athugasemdum ekki persónulega Tónlistarkonan Guðlaug Sóley, þekkt undir listamannsnafni sínu Gugusar, skaust upp á stjörnuhimininn fyrir skömmu síðan og hefur spilað víðs vegar um landið. Gugusar elskar beyglur, umkringir sig góðu fólki og endar eiginlega alla daga í stúdíóinu sínu að semja tónlist. Gugusar er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. Lífið 13. ágúst 2022 11:30
Dansvænt, hressandi elektrónískt rapp lag með kómískum texta Skál í Botn er fyrsta lagið sem Kafteinn Hafsteinn gefur út í samstarfi við plötusnúðinn og upptökustjórann Útikött sem var áður þekktur undir nafninu Dovi. Albumm 12. ágúst 2022 21:30
Elskum plötubúðir á morgun - laugardag 13. ágúst Laugardaginn 13. ágúst verður sannkölluð tónlistarveisla í plötu verslunum í miðborg Reykjavíkur. Albumm 12. ágúst 2022 14:31
Margt sem kemur á óvart Tónlistarfólkið Benni Hemm Hemm, Urður og Kött Grá Pje hafa komið víða að í tónlistarsenunni en þau voru að sameina krafta sína og senda frá sér lagið Á Óvart. Tónlist 12. ágúst 2022 14:31
Frumflutningur á Vísi: Úrvalslið íslensks tónlistarfólks flytur Dýrð í dauðaþögn Tónlistarmaðurinn Ásgeir gaf út plötuna Dýrð í dauðaþögn fyrir tíu árum síðan og markaði það ákveðið upphaf af hans velgengni í heimi tónlistarinnar. Úrvalslið íslensks tónlistarfólks hefur nú gert eigin útgáfur af lögum plötunnar í nýrri endurútgáfu. Platan, sem ber nafnið Stór agnarögn, kemur út á helstu streymisveitur í næstu viku en er frumflutt hér á Vísi í dag. Tónlist 12. ágúst 2022 11:31
Hljómsveitin Wilco á leið til landsins Hljómsveitin Wilco er á leiðinni til landsins og mun koma fram á sínum fyrstu tónleikum hér á landi. Ekki er um staka tónleika að ræða heldur fara þeir fram þrjú kvöld í röð í Hörpu: Sjötta, sjöunda og áttunda apríl á næsta ári og eingöngu er hægt að kaupa passa fyrir alla þrjá tónleikana. Lífið 11. ágúst 2022 13:36
Hvalreki fyrir tónlistarunnendur að fá Aldous Harding til landsins Það styttist í komu Aldous Harding en hún spilar á tónleikum í Hljómahöllinni þann 15. ágúst nk. Miðasala er í fullum gangi tix.is og fer hver að verða síðastur að ná sér í miða en rétt um 100 miðar eru eftir. Albumm 10. ágúst 2022 18:46
„Þar er auðveldast fyrir mig að leyfa tilfinningunum að koma fram“ Tónlistarkonan Hugrún Britta Kjartansdóttir byrjaði sex ára gömul í tónlist og hefur komið víða að í þeim heimi. Hún er alin upp við klassíska tónlist og ætlaði sér aldrei að gera popptónlist en örlögin fóru með hana í óvænta átt. Tónlist 9. ágúst 2022 16:01
Heimspekilegar pælingar um neyslumenningu Fimmtudaginn 11. ágúst sendir Ásgeir frá sér aðra smáskífuna af væntanlegri plötu Time On My Hands - sem kemur út á vegum útgáfu fyrirtækisins One Little Independent í október. Albumm 9. ágúst 2022 14:30
Bréf John Lennons til Paul McCartney á uppboði Bréf John Lennons til Paul McCartney sem skrifað var árið 1971 er nú á uppboði. Bréfið er þrjár blaðsíður að lengd og í því stendur meðal annars: „Ég hélt að þú værir búinn að ná því á þessum tímapunkti að ég er JOHNOGYOKO.“ Lífið 9. ágúst 2022 14:01
„Stórstjarna í Indie heiminum“ væntanleg til landsins Tónlistarkonan Aldous Harding verður með tónleika í Hljómahöllinni þann 15. ágúst næstkomandi. Harding kom fram á Iceland Airwaves hátíðinni árið 2017 og hefur á undanförnum árum hlotið jákvæð viðbrögð frá gagnrýnendum fyrir plötur sínar. Tónlist 9. ágúst 2022 13:01
Kanye West greindi frá dauða Davidson Rapparinn Kanye West brást við sambandsslitum Kim Kardashian og Pete Davidson með því að birta andlátstilkynningu á Instagram fyrir Skete Davidson. Frá því Davidson byrjaði með Kim hefur Kanye áreitt leikarann á samfélagsmiðlum og uppnefnt hann „Skete.“ Lífið 8. ágúst 2022 22:28
Olivia Newton-John er látin Söng- og leikkonan Olivia Newton-John er látin, 73 ára að aldri. John Easterling, eiginmaður hennar, segir hana hafi látist friðsamlega í morgun umkringd vinum og fjölskyldu. Hún hafði barist við brjóstakrabbamein síðustu þrjátíu ár. Lífið 8. ágúst 2022 19:36
Albumm gerir samning við SIRKUS Tónlistar- og menningarvefurinn Albumm.com gerir samning við skemmtistaðinn Sirkus um tónleikahald. Albumm 8. ágúst 2022 14:30
„Bless í bili“ Tónlistarmennirnir Kristinn Óli Haraldsson og Jóhannes Damian Patreksson, einnig þekktir sem Króli og JóiPé ætla að gera upp síðustu sex árin á lokatónleikum sínum saman, í bili. Þeir verða þó ekki einir á sviðinu en Sinfóníuhljómsveit Norðurlands ætlar einnig að spila með þeim. Lífið 8. ágúst 2022 11:31
Tónlistarmínútur með Steinari Fjeldsted – Þorparinn í nýjum búning og tónlistar mæðgin Steinar Fjeldsted hjá Albumm.is fer alla fimmtudaga yfir það helsta sem er að gerast í Íslenskri tónlist í Tónlistarmínútum hjá Ósk Gunnars á FM957. Albumm 7. ágúst 2022 10:00