Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

Birgitta Haukdal er annar Idol-dómarinn

Stöð 2 hóf um helgina leit að nýrri íslenskri Idol-stjörnu. Sett hefur verið í loftið skráningarsíða fyrir áhugasama og undirbúningur að nýrri þáttaröð Idol, sem fer í loftið í haust, er formlega hafinn. Seinna í sumar munu fara fram áheyrnarprufur út um allt land.

Lífið
Fréttamynd

Barn Jennifer Lopez notar kynhlutlaus fornöfn

Jennifer Lopez kynnti barnið sitt Emme Maribel á svið með kynhlutlausum fornöfnum á góðgerðartónleikum nú nýverið. Emme hefur áður komið fram með móður sinni en síðast var það þegar Lopez kom fram í hálfleik á Super Bowl árið 2020.

Lífið
Fréttamynd

Lizzo í fyrsta sæti: „Kominn tími til“

Söngkonan Lizzo trónir á toppi íslenska listans um þessar mundir með nýjasta lagið sitt About Damn Time. Lagið, sem hefur náð miklum vinsældum um allan heim, hefur hækkað sig upp listann á undanförnum vikum.

Tónlist
Fréttamynd

„Persónulegt og hrátt“

Íslenska rokkhljómsveitin Tragically Unknown var að senda frá sér lagið In Between í dag, á þjóðhátíðardegi okkar Íslendinga. Hljómsveitin er skipuð þeim Helenu Hafsteinsdóttur, Oddi Mar Árnasyni og Þórgný Einari Albertssyni. Blaðamaður hafði samband við þau og fékk að heyra nánar frá nýja laginu.

Tónlist
Fréttamynd

Beyoncé tilkynnir næstu plötu sína

Beyoncé hefur tilkynnt næstu plötu sína, Renaissance, sem kemur út þann 29. júlí næstkomandi. Platan er sjöunda sóló-plata tónlistarkonunnar og sú fyrsta frá 2016 þegar hin mjög svo vinsæla Lemonade kom út.

Tónlist
Fréttamynd

BTS sveitin hætt í bili

Hin geisivinsæla Suður-Kóreska hljómsveit BTS mun taka sér ótímabundið hlé frá störfum. Þetta tilkynntu þeir í beinu streymi nú í dag en þar segjast þeir ætla að einbeita sér að sólóferlum sínum.

Lífið
Fréttamynd

Vilja vekja athygli á því að rusl er gull

RUSL Fest er lista- og hönnunarhátíð sem haldin verður dagana 27. júní - 2. júlí næstkomandi í Gufunesi, nýju hverfi skapandi greina í Reykjavík. Blaðamaður hafði samband við Narfa, einn af forsvarsmönnum hátíðarinnar, og fékk að heyra nánar frá ferlinu á bak við RUSL Fest.

Menning
Fréttamynd

Dua Lipa stödd á Íslandi

Breska tónlistarkonan Dua Lipa virðist vera á Íslandi ef marka má Instagram-sögu hennar. Þar birtir hún mynd af manni að dansa á rauðum sandi og í bakgrunn má sjá glitta í bíla frá kvikmyndatækjaleigunni Kukl.

Lífið
Fréttamynd

Hitti hetjuna sína: „Enn svífandi um á bleiku skýi“

Tónlistarmaðurinn Passenger hélt tónleika í Hörpu síðastliðinn sunnudag við mikla lukku aðdáenda. Hinn tíu ára gamli Arnór var þó líklega hvað ánægðastur aðdáenda þar sem hann fékk að hitta þetta átrúnaðargoð sitt að tónleikunum loknum. Blaðamaður heyrði í Gunnari Ágústi Ásgeirssyni, föður Arnórs, og fékk að heyra nánar frá þessari skemmtilegu lífsreynslu.

Tónlist
Fréttamynd

Nýtt lag frá Svölu: Sjálfsvirðing, valdefling og popp tónlist sameinast í eitt

Söngkonan Svala Björgvins sendi frá sér lagið Bones fyrr í dag. Svala er nýbúin að skrifa undir plötusamning við Öldu Music og vinnur nú hörðum höndum að nýrri tónlist þar sem öll lögin verða á ensku og leggja áherslu á sjálfsvirðingu og valdeflingu. Blaðamaður tók púlsinn á Svölu og fékk að heyra nánar frá nýju tónlistinni.

Tónlist
Fréttamynd

Horfist í augu við ótta sinn á kóngulóm með nýju tónlistarverkefni

Tónlistarkonan Herdís Stefánsdóttir var að senda frá sér lagið Be Human undir listamannsnafninu Kónguló. Herdís hefur komið víða að í tónlistarheiminum bæði hérlendis sem og erlendis en þetta er fyrsta útgáfa hennar sem sóló listamaður. Blaðamaður tók púlsinn á Herdísi og fékk að heyra nánar frá þessu nýja tónlistarverkefni.

Tónlist