Veður

Veður


Fréttamynd

Á annan tug bifreiða í árekstrum á Kringlumýrarbraut

Fjöldi bifreiða, á annan tug, hefur lent í árekstrum á Kringlumýrarbraut í morgun. Lesandi hafði samband við Vísi og sagði flughált á svæðinu og að svo virtist sem nokkrar bifreiðar hefðu runnið, ýmist á aðrar bifreiðar eða útaf.

Innlent
Fréttamynd

Víða tals­vert frost í nótt en dregur úr því með morgninum

Veðurstofan spáir norðan og norðvestan kalda eða strekkingi í dag og snjókomu eða él, en úrkomulitlu veðri sunnanlands. Það hefur víða verið talsvert frost í nótt en það dregur úr því með morgninum og verður frost á bilinu eitt til níu stig eftir hádegi.

Veður
Fréttamynd

Suð­vestan­átt, frost og víða él

Veðurstofan gerir ráð fyrir að það verði suðvestanátt í dag, þrír til tíu metrar á sekúndu, og víða él en úrkomulítið norðaustantil. Frost verður á bilinu núll til tíu stig yfir daginn.

Veður
Fréttamynd

Hellisheiði og Þrengsli opin fyrir umferð á ný

Búið er að opna Hellisheiði en Vegagerðin lokaði henni fyrr í dag vegna vonskuveðurs. Á annan tug bíla festu sig þar þegar veðrið var hvað verst. Björgunarsveitir voru kallaðar út en ökumenn náðu flestir sjálfir að losa bíla sína.

Innlent
Fréttamynd

All­kröpp lægð nálgast landið

Allkröpp lægð nálgast nú landið, en gengur þá í suðaustanstrekking með snjókomu sunnan- og vestanlands undir hádegi, en síðar einnig í öðrum landshlutum.

Veður
Fréttamynd

Rask á innanlandsflugi vegna hvass­viðris og élja­gangs

Veturinn hefur látið rækilega til sín taka á norðurhveli jarðar um helgina, með tilheyrandi óþægindum. Búast má við talsverðum samgöngutruflunum vegna veðurofsa á landinu í dag en gular veðurviðvaranir eru í gildi á öllu vestanverðu landinu. Veðurfræðingur varar fólk við því að stunda útivist vegna hvassviðris og éljagangs.

Veður
Fréttamynd

Ís­lendingur í Boston ó­hræddur við hríðar­byl

Snjó kyngir nú niður í miklum hríðarbyl sem nú gengur yfir austurströnd Bandaríkjanna í fyrsta sinn í fjögur ár. Neyðarástandi hefur meðal annars verið lýst yfir en Íslendingur sem búsettur er í Boston lætur ekki mikið á sig fá.

Erlent
Fréttamynd

Öxnadalsheiðin er lokuð

Öxnadalsheiðin er lokuð vegna slæms veðurs. Bílar hafa farið út af í dag og flutningabíll hefur nú lokað veginum eftir óhapp.

Innlent
Fréttamynd

Von á norða­ná­hlaupi og gular við­varanir taka gildi í kvöld

Skammt vestan við Vestfirði er nú 984 millibara lægð sem veldur því að á landinu er suðvestan átta til fimmtán metrar á sekúndu og víða él. Þegar líður á daginn mun lægðin fara austur með norðurströndinni og því er von á skammvinnu norðanáhlaupi síðdegis og í kvöld. Gular viðvaranir taka gildi víða á landinu í síðar í dag.

Veður