Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Stór skjálfti mældist í Kötlu í morgun og jarðfræðingar fylgjast með því hvort breytingar hafi orðið á rafleiðni á jarðhitasvæðinu. 30.6.2025 10:08
Wintour víkur úr ritstjórastólnum eftir 37 ár Breska tískudrottningin Anna Wintour mun stíga til hliðar sem ritstjóri tímaritsins American Vogue eftir 37 ár í starfi. 26.6.2025 22:04
Ingvar útskrifaður úr meðferð Ingvar Þóroddsson, þingmaður Viðreisnar, segist vera útskrifaður úr meðferð en hann tók sér hlé frá þingstörfum í síðasta mánuði í von um að sigrast á Bakkusi. 26.6.2025 20:09
„Áskorunin er úrræðaleysið“ Tilkynningum til barnaverndar fjölgaði verulega á milli áranna 2023 og 2024 eða um fimmtán hundruð. Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir að úrræði fyrir börn hafi ekki aukist í takt við fjölgun síðustu ára. Hún segir að ofbeldi sé að aukast þvert yfir samfélagið. 26.6.2025 19:57
Sérsveitin handtók vopnaðan mann í Sandgerði Sérsveitin var kölluð að húsi í Sandgerði upp úr hádegi þar sem maður með hníf var handtekinn sagður vera í ójafnvægi. Lögreglan yfirbugaði manninn og lagði hald á hnífinn. 26.6.2025 19:23
Fimm sviptir réttindum fyrir að aka of hratt á vinnusvæði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu svipti í dag fimm ökumenn ökuréttindum sínum fyrir að aka of hratt á vinnusvæði þar sem hámarkshraði var 30 kílómetrar á klukkustund. 26.6.2025 18:26
Flügger rannsakað fyrir brot á viðskiptaþvingunum Tveir hafa verið handteknir í Danmörku en látnir lausir eftir skýrslutöku þar sem danski málningarrisinn Flügger er sagður vera undir rannsókn vegna meintra brota á viðskiptaþvingunum gegn Rússlandi. Flügger, sem rekur meðal annars sex verslanir á Íslandi, neitar sök og segist hafa yfirgefið Rússland fyrir löngu, en Rússi sem gefur sig út fyrir að vera talsmaður fyrirtækisins hefur selt málningu þeirra víða um landið síðustu ár. 26.6.2025 17:17
Íslendingur missir leyfið fyrir KFC í Danmörku eftir meiriháttar hneyksli KFC hefur lokað öllum veitingahúsum sínum í Danmörku eftir að upp komst um meiriháttar vanrækslu á heilsuháttarverklagi. Leyfishafi keðjunnar í Danmörku var Íslendingurinn Bjartmar Þrastarson en faðir hans stofnaði KFC í Danmörku árið 1986. 25.6.2025 22:23
Þorgerður niðurlægi konur með því að kalla Trump heillandi Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, hjólar í Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra fyrir að kalla Donald Trump „heillandi“ í viðtali í dag. Framkoma Þorgerðar sé niðurlægjandi fyrir konur og alla sem láta sig mannréttindi varða. 25.6.2025 20:35
Trump íhugar að láta Úkraínumenn fá fleiri Patriot-kerfi Donald Trump Bandaríkjaforseti segist íhuga að láta Úkraínumenn fá fleiri háþróuð loftvarnarkerfi af gerðinni Patriot. Samt er óljóst hvort hann vilji selja þeim hergögnin eða gefa þau. 25.6.2025 19:16