Innlent

VG og Sanna sam­eina krafta sína

Agnar Már Másson skrifar
Í desember tilkynnti Sanna að hún myndi bjóða sig fram undir merkjum Vors til vinstri og vonaðist til að fá fleiri vinstri flokka í borginni með sér.
Í desember tilkynnti Sanna að hún myndi bjóða sig fram undir merkjum Vors til vinstri og vonaðist til að fá fleiri vinstri flokka í borginni með sér. Vísir/Anton

Vinstri græn í Reykjavík munu ganga til liðs við Vor til vinstri í komandi borgarstjórnarkosningum. Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi mun leiða listann.

Þetta var ákveðið á félagsfundi VG í Reykjavík í dag, samkvæmt tilkynningu frá VG. 

Sanna, sem var kjörinn borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins í síðustu kosningum, muni leiða framboðið og fulltrúar Vors til vinstri skipa einnig fjórða og fimmta sæti.

Fulltrúar VG muni skipa annað, þriðja og sjötta sæti listans. Sætum fyrir neðan það verði skipt með jafnræði að leiðarljósi, í hefðbundnum fléttulista.

Í desember tilkynnti Sanna að hún myndi bjóða sig fram undir merkjum Vors til vinstri og vonaðist til að fá fleiri vinstri flokka í borginni með sér.

VG heldur prófkjör fyrir 2. og 3. sætið

Einnig var samþykkt að halda forval til að velja fulltrúa VG á listanum í þau 3 efstu sæti sem koma í hlut VG. Það verður gert með forvali sem mun fara fram helgina 20.-22. febrúar nk. með rafrænum hætti. Stjórn VG í Reykjavík var einnig falið að ljúka við vinnu að endanlegri tillögu að framboðinu.

Að minnsta kosti tveir hafa gefið kost á sér í oddvitasæti VG í Reykjavík; Líf Magneudóttir, sem er sitjandi oddviti, og Finnur Ricart Andrason, sérfræðingur í umhverfis- og loftslagsmálum.

Í tilkynningu frá VG segir að ákvörðunin um sameiningu framboðanna sé tekin á grundvelli mikillar samstöðu í málefnum og sameiginlegrar sýnar á réttlátt og sanngjarnt samfélag. 

„Í kjölfar síðustu alþingiskosninga, þar sem engin skýr vinstri rödd á lengur sæti á Alþingi, er samstaða vinstrihreyfinga mikilvægari en nokkru sinni fyrr,“ segir í tilkynningunni.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×