Skólabörn óttuðust mann sem sofnaði á bekk í almenningsgarði Lögreglan á Vestfjörðum kom manni í andlegu ójafnvægi undir læknishendur í gær eftir að tilkynnt var um veru hans í almenningsgarði á Ísafirði. Hann hafði legið sofandi á bekk í garðinum yfir nóttina og þegar kennsla hófst í grunnskóla bæjarins hafði maðurinn vaknað og nemendur orðið hræddir við hann. 4.9.2024 12:10
Sjálfbærniásinn: ÍE standi sig best og Samherji langverst Almenningur telur Íslenska erfðagreiningu standa sig best í sjálfbærnimálum en Samherja langverst. 4.9.2024 10:17
Kynna niðurstöður Sjálfbærniássins Niðurstöður Sjálfbærniássins 2024 verða kynntar þann 4. september kl. 9.15 í Opna háskólanum í Háskólanum í Reykjavík og fyrirtækjum sem skara fram úr veitt viðurkenning. Sjálfbærniásinn er nýr mælikvarði til að meta viðhorf almennings til frammistöðu íslenskra fyrirtækja og stofnana í sjálfbærni. 4.9.2024 08:48
Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Sjálfbærnidagur Landsbankans hefst klukkan 09 í Grósku að Bjargargötu 1 í Reykjavík. Meðal dagskrárliða eru erindi bankastjóra, forstjóra Eimskips og forstjóra Festi. Þá verða kynningar frá sjálfbærum matvælaframleiðendum. Sýnt verður frá deginum hér á Vísi. 4.9.2024 08:32
Málið runnið undan rifjum „afdankaðrar ríkisstofnunar“ Forsvarsmenn netverslunarinnar Sante, sem höndlar með áfengi, hafa engar áhyggjur af því að mál tveggja áfengisnetverslanna séu komin á borð ákærusviðs Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 3.9.2024 16:54
Gísli Kr. bætist í eigendahóp Snjallgagna Gísli Kr. og fjárfestingafélag hans, Bright Ventures, hafa bæst við eigendahóp sprotafyrirtækisins Snjallgagna. Aðrir bakhjarlar Snjallgagna í dag eru Tennin, MGMT Ventures, Founders Ventures og Icelandic Venture Studio. 3.9.2024 15:03
Skýr mynd komin af atburðum á Skúlagötu Lögregla telur sig vera komna með skýra mynd af atburðum á Skúlagötu á menningarnótt, þegar sautján ára stúlka varð fyrir stunguárás sem dró hana til dauða. 3.9.2024 14:00
Mál tveggja áfengisnetverslana komin á borð ákærusviðs Rannsókn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á kærum á hendur tveimur netverslunum sem selja áfengi er lokið. Mál þeirra eru nú á borði ákærusviðs embættisins. 3.9.2024 12:41
Treble sækir tæpa tvo milljarða Nýsköpunarfyrirtækið Treble Technologies, sem þróað hefur hugbúnað á sviði hljóðhermunar, lauk nýverið ellefu milljón evra A fjármögnunarlotu, jafnvirði 1,7 milljörðum króna, með þátttöku erlendra og innlendra fjárfesta. Fjármagnið verður nýtt til að ráða fleira starfsfólk, efla rannsóknar- og þróunarstarf, skala upp söluteymi og sækja á nýja markaði. Meðal viðskiptavina félagsins eru stærstu tæknifyrirtæki heims. 3.9.2024 11:04
Gengi Play tók dýfu Gengi flugfélagsins Play lækkaði mest allra félaga í Kauphöllinni í dag, um 5,52 prósent. Gengið hefur nú lækkað um rúm 78,08 prósent það sem af er ári. 2.9.2024 16:55
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent