Fréttamaður

Árni Sæberg

Árni er viðskiptafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Þarf að láta sér átta ára dóm lynda

Hæstiréttur hefur hafnað beiðni Péturs Jökuls Jónassonar um áfrýjunarleyfi vegna átta ára fangelsisdóm Landsréttar yfir honum. Hann taldi að vísa ætti ákæru í málinu frá vegna óskýrleika. Hæstiréttur var ósammála.

Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslu­stöðvarinnar vísað frá

Hæstiréttur kvað í dag upp dóma í málum Hugins og Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum vegna úthlutunar ríkisins á aflaheimildum í makríl á árunum 2011 og 2018. Rétturinn taldi ekki unnt að miða að fullu við matsgerð í máli Hugins og dæmdi honum að álitum talsvert lægri bætur en Landsréttur hafði dæmt. Máli Vinnslustöðvarinnar var vísað frá vegna vanreifunar.

Sam­fylkingin í stórsókn á lands­byggðinni

Samfylkingin mælist nú með mest fylgi allra flokka í öllum kjördæmum, öllum aldursflokkum, öllum menntunarhópum og öllum tekjuhópum. Athygli vekur að flokkurinn bætir mestu fylgi við sig á landsbyggðinni, sér í lagi í Norðausturkjördæmi þar sem hann bætir við sig 5,6 prósentum.

Á­rekstur á Kringlu­mýrar­braut

Árekstur varð laust upp úr klukkan 10 í morgun á Kringlumýrarbraut við Sæbraut. Búast má við töfum á umferð vegna slyssins.

Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helgu­vík lokið

Landey ehf., dótturfélag Arion banka hf., hefur undirritað samkomulag við félagið Reykjanes Investment ehf. um kaup þess á fasteignum og lóðum í Helguvík á Reykjanesi þar sem um tíma var starfrækt kísilverksmiðja. Kaupverð er trúnaðarmál.

Seinkun frétta­tímans seinkað

Kvöldfréttir Ríkisútvarpsins færast ekki til klukkan 20 þegar EM kvenna í fótbolta lýkur, líkt og tilkynnt hafði verið um. Enn stendur þó til að seinka fréttatímanum. Í kvöld verður síðasti tíufréttatíminn lesinn í sjónvarpi allra landsmanna.

And­lát í Garða­bæ: Úr­skurðuð í gæslu­varð­hald um­fram há­marks­lengd

Gæsluvarðhald yfir konu, sem grunuð er um að hafa ráðið föður sínum bana á heimili þeirra í Garðabæ, hefur verið framlengt um fjórar vikur, eða til 29. júlí. Þá mun hún hafa sætt varðhaldi í fimmtán vikur en hámarkstími gæsluvarðhalds er tólf vikur, nema mál hafi verið höfðað gegn sakborningi eða brýnir rannsóknarhagsmunir krefjist þess.

Sjá meira