„Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Það bendir allt til þess að íslenska landsliðskonan Karólína Lea Vilhjálmsdóttir verði leikmaður ítalska stórliðsins Inter Milan á næstunni. Hún virðist búin að taka ákvörðun um næsta skref á sínum ferli og er afar sátt við niðurstöðuna. 30.6.2025 15:57
EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Fulltrúar íþróttadeildar Sýnar eru mættir til Thun í Sviss til að fylgja íslenska kvennalandsliðinu eftir á EM í fótbolta þar í landi. Hitabylgja ríður yfir svæðið þessa dagana og strákarnir skelltu sér á vinsælan baðstað en það gekk ekki vandræðalaust fyrir sig. 30.6.2025 10:00
Hélt að Arnar væri að djóka í sér: „Maður var í smá sjokki“ Fótboltamaðurinn Orri Óskarsson hélt að landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson væri að djóka í sér er hann tilkynnti Orra að hann yrði næsti landsliðsfyrirliði. 28.6.2025 09:31
Glódís byrjar gegn Serbum á þrjátíu ára afmælisdegi sínum Þorsteinn Halldórsson hefur valið byrjunarlið Íslands fyrir síðasta leik liðsins fyrir komandi Evrópumót í Sviss gegn Serbíu. 27.6.2025 15:51
„Nú hljóta viðvörunarbjöllur að hringja“ Sérfræðingur NRK í Noregi segir að norska landsliðið muni ekki komast upp úr riðli sínum á EM í fótbolta ef frammistaða liðsins batnar ekki. Noregur spilar með Íslandi í A-riðli mótsins. 27.6.2025 11:32
Nýtt heimsmet sett: „Sé því að ég á að geta gert miklu betur“ Phil Gore frá Ástralíu er nýr heimsmethafi í bakgarðshlaupum eftir keppni sem stóð yfir í fimm sólarhringa. Íslandsmethafi í íþróttinni segir það stóru spurninguna hvort einhver takmörk séu fyrir því hversu langt er hægt að hlaupa. 27.6.2025 10:03
Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Eftir að föður hans var á dögunum sagt upp störfum sem þjálfari Leipzig í Þýskalandi, getur íslenski landsliðsmaðurinn í handbolta, Andri Már Rúnarsson leikmaður félagsins, virkjað ákvæði í samningi sínum sem gerir honum kleift að halda annað. 26.6.2025 08:01
Ronaldo að semja á ný við Al-Nassr Portúgalski fótboltamaðurinn Cristiano Ronaldo er við það að skrifa undir nýjan samning við sádiarabíska félagið Al-Nassr. 25.6.2025 16:08
Sjáðu Irmu bæta eigið Íslandsmet í þrístökki Irma Gunnarsdóttir bætti eigið Íslandsmet í þrístökki á seinni keppnisdegi Evrópubikarsins í frjálsum íþróttum í Maribor í Slóveníu í dag. 25.6.2025 15:31
Meidd og mætir Íslandi ekki á EM: „Áfall fyrir Noreg“ Norska landsliðskonan í fótbolta, Guro Bergsvand, hefur þurft að draga sig úr landsliðshópi Noregs fyrir komandi Evrópumót í fótbolta í Sviss vegna meiðsla. Hún mun því ekki mæta íslenska landsliðinu þar í A-riðli. 25.6.2025 11:02