Mest traust til Landhelgisgæslunnar en minnst til borgarstjórnar Landhelgisgæslan er sú stofnun sem flestir landsmenn bera mest traust til samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup eða 86 prósent. Fæstir segjast aftur á móti bera mest traust til borgarstjórnar Reykjavíkur eða 22 prósent. Í langflestum tilvikum hefur traust landsmanna til ýmissa stofnanna aukist milli ára samkvæmt könnuninni. 20.2.2021 14:34
Vélsleðaslys við Tjaldafell: Fór fram af hengju Kona slasaðist þegar vélsleði hennar fór fram af hengju við Tjaldafell norðan Skjaldbreiðar í dag. Björgunarsveitir í Árnessýslu voru kallaðar út upp úr klukkan tólf í dag vegna slyssins en konan finnur til verkja en hún var á ferðalagi ásamt hópi fólks sem kom henni í skjól í nærliggjandi skála. 20.2.2021 13:32
Einn fluttur á slysadeild eftir umferðarslys á Kjalarnesi Árekstur varð á Vesturlandsvegi við Kjalarnes á milli tveggja bifreiða um hádegisbil í dag. Lögreglan hefur lokað vegi við Esjuskála og Klébergsskóla og hefur umferðinni verið beint í gegnum Grundarhverfið á Kjalarnesi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. 20.2.2021 12:30
Vilhjálmur vill leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gefur kost á sér til að leiða lista flokksins í Suðurkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Vilhjálmur hefur verið þingmaður kjördæmisins síðastliðin átta ár. 20.2.2021 12:17
Tveir handteknir til viðbótar vegna morðsins við Rauðagerði Albanskur karlmaður á fertugsaldri er grunaður um að hafa ráðið Armando Beqirai bana fyrir utan heimili hans við Rauðagerði í Reykjavík um síðustu helgi. Þetta herma heimildir fréttastofu. Hann var handtekinn á miðvikudag og húsleit gerð á heimili hans, þar sem ummerki eftir skotvopn fundust. 20.2.2021 11:56
Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Albanskur karlmaður á fertugsaldri er grunaður um að hafa ráðið Armando Beqirai bana fyrir utan heimili hans við Rauðagerði í Reykjavík um síðustu helgi. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar sem hefjast klukkan tólf. 20.2.2021 11:47
Skoða hvort börn hafi sætt illri meðferð á Laugalandi og Varpholti Ríkisstjórnin samþykkti í gær tillögu félags- og barnamálaráðherra um að það verði kannað hvort og þá í hvaða mæli börn sem voru vistuð á meðferðarheimilinu Varpholti og Laugalandi hafi sætt illri meðferð. 20.2.2021 11:28
Eva Björk sækist eftir sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi Eva Björk Harðardóttir, oddviti Skaftárhrepps, sækist eftir 2.-3. sætti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Eva Björk greinir frá þessu á Facebook í gær en Eva rekur ásamt fjölskyldu sinni Hótel Laka í Efri-Vík hjá Kirkjubæjarklaustri. 20.2.2021 10:17
Felur þremur stjórnarþingmönnum að „sætta ólík sjónarmið“ um Rúv Lilja Alfreðdsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur falið þremur fulltrúum ríkisstjórnarflokkanna að gera tillögur að breytingum á lögum um Ríkisútvarpið í þeirri von að „sætta ólík sjónarmið um starfsemi og hlutverk Ríkisútvarpsins.“ 20.2.2021 09:53
Fékk ekki að millilenda þrátt fyrir „gulltryggingu með tveimur mótefnamælingum“ Ísold Guðlaugsdóttir er búsett í Svíþjóð. Hún var búin að vera á Íslandi í um tvo mánuði en var snemma í gærmorgun mætt á Keflavíkurflugvöll þar sem hún átti flugmiða heim til Stokkhólms með millilendingu í Kaupmannahöfn. Hún fékk aftur á móti ekki að fara um borð í vélina til Kaupmannahafnar þar sem hvorugt skjalið sem hún var með í höndunum um að hún væri með mótefni gegn covid-19 var tekið gilt. Annað reyndist of gamalt og hitt of nýtt. 17.2.2021 23:23