Fréttamaður

Elín Margrét Böðvarsdóttir

Elín Margrét er fréttamaður á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni.

Nýjustu greinar eftir höfund

Mest traust til Land­helgis­gæslunnar en minnst til borgar­stjórnar

Landhelgisgæslan er sú stofnun sem flestir landsmenn bera mest traust til samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup eða 86 prósent. Fæstir segjast aftur á móti bera mest traust til borgarstjórnar Reykjavíkur eða 22 prósent. Í langflestum tilvikum hefur traust landsmanna til ýmissa stofnanna aukist milli ára samkvæmt könnuninni.

Vélsleðaslys við Tjaldafell: Fór fram af hengju

Kona slasaðist þegar vélsleði hennar fór fram af hengju við Tjaldafell norðan Skjaldbreiðar í dag. Björgunarsveitir í Árnessýslu voru kallaðar út upp úr klukkan tólf í dag vegna slyssins en konan finnur til verkja en hún var á ferðalagi ásamt hópi fólks sem kom henni í skjól í nærliggjandi skála.

Einn fluttur á slysadeild eftir umferðarslys á Kjalarnesi

Árekstur varð á Vesturlandsvegi við Kjalarnes á milli tveggja bifreiða um hádegisbil í dag. Lögreglan hefur lokað vegi við Esjuskála og Klébergsskóla og hefur umferðinni verið beint í gegnum Grundarhverfið á Kjalarnesi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.

Tveir handteknir til viðbótar vegna morðsins við Rauðagerði

Albanskur karlmaður á fertugsaldri er grunaður um að hafa ráðið Armando Beqirai bana fyrir utan heimili hans við Rauðagerði í Reykjavík um síðustu helgi. Þetta herma heimildir fréttastofu. Hann var handtekinn á miðvikudag og húsleit gerð á heimili hans, þar sem ummerki eftir skotvopn fundust.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Albanskur karlmaður á fertugsaldri er grunaður um að hafa ráðið Armando Beqirai bana fyrir utan heimili hans við Rauðagerði í Reykjavík um síðustu helgi. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar sem hefjast klukkan tólf.

Fékk ekki að milli­lenda þrátt fyrir „gull­tryggingu með tveimur mót­efna­mælingum“

Ísold Guðlaugsdóttir er búsett í Svíþjóð. Hún var búin að vera á Íslandi í um tvo mánuði en var snemma í gærmorgun mætt á Keflavíkurflugvöll þar sem hún átti flugmiða heim til Stokkhólms með millilendingu í Kaupmannahöfn. Hún fékk aftur á móti ekki að fara um borð í vélina til Kaupmannahafnar þar sem hvorugt skjalið sem hún var með í höndunum um að hún væri með mótefni gegn covid-19 var tekið gilt. Annað reyndist of gamalt og hitt of nýtt.

Sjá meira