Þurfti að selja húsið til að greiða upp gamalt námslán sonar síns Sýslumaður hyggst framkvæma fjárnám hjá 82 ára gamalli konu vegna námslána sem hún gekk í ábyrgð fyrir á tíunda áratugnum hjá syni sínum. Annar sonur konunnar segir skítt að þegar ábyrgðarmannakerfið var afnumið hafi það ekki náð til ábyrgða á lánum í vanskilum. Konan segir málið eyðileggja fyrir henni efri árin. 22.3.2023 19:12
Dró eiginmanninn út í jólabrasið sem tímir nú varla að selja verslunina „Það þarf að vera dálítið klikkaður til að reka jólabúð alla daga ársins,“ segir eigandi Litlu jólabúðarinnar sem hefur nú sett verslunina á sölu. Hún segir þau hjónin vart tíma að selja verslunina þrátt fyrir að þau séu mis mikil jólabörn enda gangi reksturinn vonum framar. 20.3.2023 07:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Svissneski bankinn UBS er sagður hafa komist að samkomulagi um yfirtöku á vandræðabankanum Credit Suisse. Íslenskur greinandi segir þetta líklega róa markaði í Evrópu. Kaupverðið er langt undir markaðsvirði sem komi ekki á óvart þar sem úlfatími sé á fjármálamarkaði um þessar mundir. 19.3.2023 18:04
Hádegisfréttir Bylgjunnar Tveir hafa verið handteknir í tenglum við andlát í Þingholtunum í morgun. Tilkynning barst vegna vegna hávaða í húsi en þegar lögregluþjóna bar að garði voru þrír menn í húsinu og einn þeirra meðvitundarlaus. Tæknideild lögreglunnar og rannsóknarlögreglumenn voru að störfum á vettvangi í morgun og er málið í rannsókn. 19.3.2023 11:38
„Flókið“ að íbúar þurfi nú að aðgreina plast í fjóra flokka Íbúar á höfuðborgarsvæðinu eru nú beðnir um að aðgreina plast í fjóra flokka og skila á endurvinnslustöðvar Sorpu sem netverjar hafa sumir býsnast yfir og segja flokkun orðna allt of flókna. Þróunarstjóri Sorpu segir að félagið hafi verið eftirbátur í endurvinnslu og að töluverðar breytingar séu í farvatninu. 19.3.2023 07:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Fjármálaráðherra segir afleiðingarnar af hruni banka erlendis enn að koma í ljós. Styrkur íslenska fjármálakerfisins og viðnámsþrótturinn sé mjög mikill og hefur hann ekki áhyggjur, þó málið gæti haft einhver áhrif hér á landi. 18.3.2023 18:06
Hádegisfréttir Bylgjunnar Kennara, sem var áminntur og síðar sagt upp störfum hjá grunnskóla í Bláskógabyggð árið 2017, voru í gær dæmdar miskabætur að fjárhæð einni milljón króna vegna ólögmætrar áminningar og uppsagnar. Kennarinn segir að þessi sjö ára barátta hafi tekið á en að málinu sé ekki lokið. 18.3.2023 11:31
Allt frá kúkableyjum til sjónvarpa hent á opin svæði í náttúrunni Sjónvörpum, kúkableyjum og öllu þar á milli er iðulega hent á opið svæði í hraunið við Straumsvík í Hafnarfirði. Formaður bæjarráðs segir ástandið óþolandi. Kenningar séu um að umhverfissóðar reyni að komast hjá því að greiða gjöld til Sorpu. 10.3.2023 21:01
„Er þetta ekki styrkt af því að þetta eru aðallega stúlkur?“ Skólastjóri Listdansskólans sakar stjórnvöld um að mismuna börnum eftir vali á tómstundum en framtíð skólans er í algjörri óvissu vegna fjárhagsörðugleika. Þá spyr hann hvort áhugaleysi ráðamanna skrifist á það að námið stunda aðallega stúlkur. Nemendur vilja að skólanum verði bjargað. 9.3.2023 19:30
Viðhorfið yrði annað ef atvinnurekendafélag myndi neita að tala við stéttarfélag Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði segir bagalegt að stéttarfélög virðist geta valið viðsemjendur og segir að viðhorfið yrði væntanlega annað ef atvinnurekendafélag myndi neita að tala við stéttarfélag. Hann segir þungbært að fyrirtæki á veitingamarkaði þurfi að lúta kjarasamningi sem þau hafi ekki nokkra aðkomu að. 9.3.2023 13:00