Jón Baldvin heiðursgestur á sjálfstæðishátíð í Lettlandi Þrjátíu ára afmæli endurfengins sjálfstæðis var fagnað í gær og fyrradag í Lettlandi. Í tilkynningu frá Kolfinnu Baldvinsdóttur, dóttur Jóns Baldvins Hannibalssonar fyrrverandi utanríkisráðherra, segir að hann hafi verið heiðursgestur hátíðarinnar. 26.8.2021 07:24
Aldrei jafn margir stórmeistarar tekið þátt í Reykjavíkurmóti Kviku Reykjavíkurskákmótið, Evrópumeistaramót einstaklinga í skák, hefst á Hotel Natura í dag og stendur til 5. september. Tefldar verða 11 umferðir á 11 dögum. 26.8.2021 07:09
Vara við mögulegum hryðjuverkaárásum á flugvöllinn í Kabúl Stjórnvöld í Bandaríkjunum, Bretlandi og Ástralíu vara þegna sína við mögulegum hryðjuverkaárásum á flugvöllinn í Kabul höfuðborg Afganistans og ráðleggja þeim frá ferðalögum þangað. 26.8.2021 06:41
Flókið að mynda aðra ríkisstjórn en þá sem nú er við völd Ríkisstjórnin héldi naumlega velli með minnsta mögulega þingmeirihluta samkvæmt könnun MMR fyrir Morgunblaðið sem blaðið birtir í dag. Flókið yrði að mynda aðrar ríkisstjórnir en nú er við völd. 26.8.2021 06:29
Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum greinum við frá því að sviðslistafólk voni að fimm hundruð manns fái að koma saman og hraðgreiningarpróf komi í stað fjarlægðartakmarkana þegar ríkisstjórnin kynnir nýjar aðgerðir í sóttvarnamálum á morgun. 25.8.2021 11:33
Maður fluttur á slysadeild eftir eldsvoða í Kópavogi Maður var fluttur á slysadeild Landspítalans eftir að eldur kom upp í jarðhæð í húsi sem stendur við Fannborg í Kópavogi klukkan fimm í morgun. 25.8.2021 08:01
Peningastefnunefnd kynnir vaxtaákvörðun kl. 8.30 Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands kynnir ákvörðun sína í vaxtamálum klukkan hálf níu. 25.8.2021 06:56
Talíbanar verða dæmdir af gjörðum sínum Joe Biden, forseti Bandaríkjann,a segir að því fyrr sem bandarískar hersveitir verði farnar frá Afganistan því betra. Allt miðaðist við að standa við samkomulag Bandaríkjastjórnar og Talibana um að brottflutningi verði lokið hinn 31. ágúst. 25.8.2021 06:30
Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Heilbrigðisráðherra boðar slökun á sóttvarnareglum innanlands í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis. Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að taka á móti allt að hundrað og tuttugu flóttamönnum frá Afganistan. 24.8.2021 11:36
Varaði við „þjóðernis-bólusetningarstefnu“ Tedros Adhanom Ghebreyesus, aðalframkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, varaði við þjóðernis-bólusetningastefnu og óréttlæti í bólusetningum á fundi með utanríkisráðherra Ungverjalands í gær. 24.8.2021 07:34