Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV „Ég er bara rosalega sorgmædd og mjög döpur. Sendi Ástu bara kærleikskveðjur,“ segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og félags- og húsnæðismálaráðherra. 28.3.2025 12:25
Óttast að mörg hundruð séu látin Að minnsta kosti 20 eru látnir eftir að jarðskjálftar af stærðinni 7,7 og 6,4 riðu yfir Mjanmar í morgun. Skjálftarnir hafa valdið gríðarlegri eyðileggingu, bæði í Mjanmar og í Bangkok á Taílandi. 28.3.2025 10:44
Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Stuðningur við bann geng símanotkun nemenda í grunnskólum hefur aukist og mælist nú 62 prósent. Árið 2023 sögðust 56 prósent fylgjandi banni. 28.3.2025 09:50
43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Jarðskjálfti af stærðinni 7,7 skók Mjanmar í morgun. 28.3.2025 07:27
Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur gefið út enn eina forsetatilskipunina þar sem hann meðal annars felur varaforsetanum J.D. Vance að uppræta „and-bandaríska hugmyndafræði“ á yfir tuttugu söfnum og rannsóknarstofnunum Smithsonian. 28.3.2025 07:00
Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði „Það var greinilega þeirra daglega iðja að koma við hér á Þingvöllum og síðan héldu þeir áfram yfir á Gullfoss og Geysi,“ segir Einar Á.E. Sæmundsen, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, um erlenda vasaþjófa sem hafa herjað á ferðamenn hérlendis. 28.3.2025 06:27
Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Níu gista fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu nú í morgunsárið, þeirra á meðal fimm sem voru handteknir grunaðir um líkamsárás í póstnúmerinu 104. 28.3.2025 06:13
Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Skipulagsstofnun hefur fjarlægt umsagnir íbúa um fyrirhugaða kjötvinnslu Haga í vöruskemmunni við Álfabakka 2a, sem borist höfðu í skipulagsgátt stofnunarinnar. 27.3.2025 12:15
Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Þefvís lögreglumaður rann á lyktina í Mosfellsbæ þar sem verið var að rækta kannabisplöntur. Lögregla lagði í kjölfarið hald á 90 plöntur í aðgerðum í gærkvöldi. 27.3.2025 10:47
Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Hundruð einstaklinga á Bretlandseyjum virðast hafa verið plataðir til að verja stórum fjárhæðum í kaup á vískitunnum, sem reyndust svo minna virði en fólki hafði verið tjáð eða hreinlega ekki til. 27.3.2025 10:32