Reyndist ekki tilbúinn að hætta: „Núna er vikan mín komin“ Veitingastaðurinn Lauga-ás var opnaður í gær eftir nokkurra vikna lokun. Opnunin er þó ekki með hefðbundnu sniði en allur ágóði rennur nú til góðgerðamála. 10.1.2023 10:03
Áfengisneysla stigmagnast: „Á meðan þeir eru fúnkerandi er best að grípa inn í“ Áfengisneysla Íslendinga hefur stigmagnast og tilfellum skorpulifrar fjölgað, að sögn forstjóra Vogs. Hún segir sjúklinga illa á sig komna vegna drykkju og hvetur fólk til að takast á við vandamálin áður en í óefni er komið. 10.1.2023 09:13
Enginn haft samband við Eddu: „Þetta er búið og gert“ Stjórn ÍBV hefur sætt mikilli gagnrýni vegna þrettándagleði sem fram fór síðastliðinn föstudag í Vestmannaeyjum. Gagnrýnin snýr að því að nafn Eddu Falak var ritað á tröll sem tók þátt í göngunni. Edda hefur lýst því yfir að hún upplifi atvikið sem ofbeldi og rasisma. Formaður ÍBV segir málið búið og gert og staðfesti að enginn hafi haft samband við Eddu vegna málsins. 9.1.2023 13:35
Iðnaður ekki talinn æskilegur í Garðabæ en í lagi í Kópavogi Íbúar í efri byggðum Kópavogs eru vægast sagt ósáttir við áform Garðbæinga um fyrirhugaðar framkvæmdir á lóðarmörkum bæjarfélaganna. Um er að ræða atvinnu-og verksmiðjuhúsnæði sem fyrirhugað er að muni rísa nánast í bakgarði einnar stærstu götu Kópavogs. Bæjarfulltrúi í Kópavogi segir einhug ríkja í bæjarstjórninni um að ráðast gegn fyrirhuguðum framkvæmdum. 6.1.2023 21:00
Vilja frekar vera í fangelsi en á götunni Dæmi eru um að fangar vilji ekki ljúka afplánun þar sem þeir hafa ekki í nein hús að venda eftir fangelsisvist. Þeir sæki því ekki um reynslulausn og í einstaka tilvikum brjóti viljandi af sér í fangelsinu til að lengja dóminn. Verkefnastjóri Rauða krossins segir skort á húsnæði stærsta vandamál sem þessi hópur fólks glími við. 5.1.2023 23:00
Ingó hyggur á stórtónleika í Háskólabíó í mars Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, hyggst halda stórtónleika í Háskólabíó á nýju ári. Samkvæmt heimildum fréttastofu verða tónleikarnir haldnir undir yfirskriftinni „Loksins gigg“, föstudaginn 10. mars. Formleg miðasala er ekki hafin en vinir og vandamenn hafa verið beðnir um að taka kvöldið frá. 30.12.2022 15:19
Lögreglan óskar eftir vitnum að banaslysi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að umferðarslysi sem varð á Höfðabakka í Reykjavík aðfaranótt laugardagsins 10. desember síðastliðinn, þar sem ekið var á gangandi vegfaranda sem lést. 30.12.2022 13:57
Ólafur Arnalds og Sandrayati giftu sig á Balí Tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds og söngkonan Sandrayati gengu í hjónaband á milli jóla og nýárs. Brúðkaupið fór fram 26. desember á Balí, en Sandrayati er alin upp á eyjunni fögru. Hjónin eiga einstaklega fallegt hús á Balí og eyða miklum tíma þar. 30.12.2022 10:57
Lögregla kölluð til vegna öskrandi aðila á bílskúrsþaki sem reyndist vera að losa um spennu Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning í nótt um öskrandi aðila á bílskúrsþaki, beran að ofan. Þegar lögregla kom á vettvang og gaf sig á tal við manninn kom í ljós að hann hafi farið út að öskra til að losa um spennu. Þá var tilkynnt um nágranna sem rifust vegna snjómoksturs og sofandi aðila í snjóskafli. 30.12.2022 09:22
Ljóst að einhverjir kvíða því að starfsemi færist í fyrra horf Sólarhringsopnun er í neyðarskýlum heimilislausra nú þegar viðbragðsáætlun vegna veðurs er í gildi. Upplýsingafulltrúa á velferðarsviði Reykjavíkurborgar segir gesti ánægða með að hafa aðgengi að skýlunum allan sólarhringinn og ljóst að einhverjir kvíði því að starfsemin færist í sitt fyrra horf. 29.12.2022 16:42