Fréttamaður

Margrét Helga Erlingsdóttir

Margrét Helga er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Það taki enga stund að hola menningar­stofnanir að innan sem tók ára­tugi að byggja

Víkingur Heiðar Ólafsson, píanóleikari, tekur upp hanskann fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands sem stendur í kjarabaráttu. Hann segir að það yrði hræðilegt ef hljómsveitin færi í verkfall sem nú stefnir í. Víkingur biðlar til stjórnvalda að meta hljóðfæraleikarana að verðleikum. Það taki áratugi að byggja upp menningarstofnanir en stuttan tíma að hola þær að innan.

Segir fráleitt að ríkislögreglustjóri hafi reynt að hafa áhrif á dómara

Í morgun steig fram Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs Birgisson annars tveggja sakborninga í hinu svokallaða hryðjuverkamáli, og sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann sakar Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjón alþjóðasviðs, um að nota hættustig hryðjuverka til að þrýsta á dómara í málinu. Hann sagði brýnasta verkefnið að endurskoða frá grunni starfsemi ríkislögreglustjóra.

Munaði um hvern mann í björgunaraðgerðum gærkvöldsins

Það gekk hratt og örugglega að koma rannsóknarskipinu Bjarna Sæmundssyni á flot eftir að það strandaði á Sveinseyri í gærkvöldi. Flytja þurfti átta skipverja af tuttugu frá borði og í fjöldahjálparstöð á Tálknafirði.

Jón segir upp­lýsinga­ó­reiðu að finna í frum­varpi Andrésar Inga

Mikill hiti var í þingsal nú fyrir stundu þegar Andrés Ingi Jónsson Pírötum flutti frumvarp þar sem mælt er fyrir um bann við hvalveiðum. Jón Gunnarsson Sjálfstæðisflokki sagði frumvarpið tóma tjöru en það ætti ekki að þurfa að koma á óvart þegar litið er til þess hver var flutningsmaður.

Minna vesen í öryggisleitinni með nýjum búnaði

Ráðist verður í fjárfestingu á nýjum og byltingarkenndum búnaði fyrir öryggisleit Keflavíkurflugvallar sem bæði mun auka öryggi og þægindi farþega því með tilkomu búnaðarins munu farþegar ekki lengur þurfa að taka vökva og tölvur upp úr töskum sínum í öryggisleitinni. Miðað er við uppsetningu gegnumlýsisbúnaðarins um mitt ár 2025 en fjárfestingin hljóðar upp á einn og hálfan milljarð.

Fólk ryðjist inn í grunnskóla með ásakanir gegn kennurum

Kynfræðslukennarar hafa setið undir ásökunum um barnaníð í kjölfar óvæginnar umræðu um nýþýdda kynfræðslubók fyrir grunnskólabörn sem nefnist Kyn, Kynlíf og allt hitt. Skipst var á skoðunum um kynfræðslu barna í Pallborðinu á Vísi í dag.

Kynfræðsla barna var rædd í Pallborðinu

Undanfarnar vikur hefur mikil umræða átt sér stað um kynfræðslu barna. Kveikjan að umræðunni er kynfræðslubókin Kyn, kynlíf og allt hitt (2015) eftir þau Cory Silverberg og Fionu Smyth sem kom út í íslenskri þýðingu fyrir nokkrum vikum.

Sjá meira