„Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. nóvember 2024 15:41 Breki, Halla og Ólafur eru sammála um að málsmeðferð við breytingar á búvörulögum hafi verið slæm. samsett Dómari við héraðsdóm Reykjavíkur hefur slegið því föstu að breytingarnar sem gerðar voru á búvörulögum í mars síðastliðnum hafi strítt gegn stjórnarskrá landsins og að breytingin hafi því ekkert gildi að lögum. Afurðastöðvar voru með breytingunum undanþegnar samkeppnislögum. Ólafur Stephensen, formaður Félags atvinnurekenda, kveðst ekki vitund hissa á orðum héraðsdómarans. „Það lá fyrir að okkar mati frá upphafi að lagasetningin væri í andstöðu við ákvæði stjórnarskrárinnar. Meirihluti atvinnuveganefndar tekur frumvarp matvælaráðherra og gjörbreytir því. Í dómnum segir að það sé eiginlega ekkert eftir af málinu nema númerið og heitið. Þetta var gert í samstarfi við lögmenn Samtaka fyrirtækja í landbúnaði sem áttu beinna hagsmuna að gæta.“ Ólafur, Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna, tóku sig saman og mótmæltu breytingunum og vöruðu við þeim afleiðingum sem þær myndu hafa. “Við, og margir fleiri, samtök neytenda og launþega, bentum á að vinnubrögðin væru fúsk og óvönduð og það leiðir ýmislegt af sér eins og til dæmis það að það fór ekkert mat fram á áhrifum laganna. Nú eru sumir af þeim sem stóðu að lagasetningunni farnir að viðurkenna að það hafi verið gengið of langt. Það var ekkert samráð haft við aðra en í búvörugeiranum. Ákvæði stjórnarskrárinnar eru þarna af ástæðu. Mál eiga að fá vandaða skoðun í þinginu og öll sjónarmið eiga að komast að. Það bara var einfaldlega ekki þannig í þessu máli þannig að ég er ekki hissa á niðurstöðu dómsins,“ segir Ólafur í samtali við fréttastofu. Fréttastofa ræddi í lok mars við Hauk Arnþórsson, stjórnsýslufræðing, sem sagði að þá nýsamþykkt búvörulög hafi verið ólöglega sett því breytingarfrumvarpið hefði breyst of mikið við aðra umræðu og að honum þætti ljóst að málið yrði dæmt ógilt ef það færi fyrir dómstóla. Í tilkynningu frá VR og Neytendasamtökunum segjast forsvarsmennirnir fagna dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Haft er eftir Höllu Gunnarsdóttur, varaformanni VR og starfandi formanni að þetta sé áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis. „Sýnir svart á hvítu að hagsmunaaðilar geta ekki komið bakdyramegin að lagasetningu þingsins,“ segir Halla. „Það er mikilvægt að Samkeppniseftirlitið taki sameiningar kjötafurðarstöðva til tafarlausrar skoðunar til hagsbóta fyrir neytendur og að Alþingi læri af þessu,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Hér er hægt að lesa dóm Héraðsdóms Reykjavíkur. Búvörusamningar Alþingi Dómsmál Stjórnarskrá Neytendur Landbúnaður Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Samkeppnismál Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Tengdar fréttir Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur hefur slegið því föstu að gríðarlega umdeild breyting á búvörulögum hafi strítt gegn stjórnarskrá og breytingin hafi því ekkert gildi að lögum. 18. nóvember 2024 12:31 Ráðherra beitir sér ekki og eftirlitið í öngum sínum Matvælaráðherra ætlar ekki að beita sér fyrir breytingum á undanþáguheimildum í búvörulögum. Forstjóri Samkeppniseftirlitsins gagnrýnir ráðherra og atvinnuveganefnd og segir vinnubrögðin óforsvaranleg. 9. júlí 2024 13:57 „Þetta stappar nærri spillingu“ Afgreiðsla meirihluta atvinnuveganefndar á búvörulögum stappar nærri spillingu að mati formanns Neytendasamtakanna. Nokkur samtök hafa látið vinna fyrir sig greinargerð um málið, þau útiloka ekki málaferli og segja brotið gegn stjórnarskrá. 11. apríl 2024 19:10 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Ólafur Stephensen, formaður Félags atvinnurekenda, kveðst ekki vitund hissa á orðum héraðsdómarans. „Það lá fyrir að okkar mati frá upphafi að lagasetningin væri í andstöðu við ákvæði stjórnarskrárinnar. Meirihluti atvinnuveganefndar tekur frumvarp matvælaráðherra og gjörbreytir því. Í dómnum segir að það sé eiginlega ekkert eftir af málinu nema númerið og heitið. Þetta var gert í samstarfi við lögmenn Samtaka fyrirtækja í landbúnaði sem áttu beinna hagsmuna að gæta.“ Ólafur, Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna, tóku sig saman og mótmæltu breytingunum og vöruðu við þeim afleiðingum sem þær myndu hafa. “Við, og margir fleiri, samtök neytenda og launþega, bentum á að vinnubrögðin væru fúsk og óvönduð og það leiðir ýmislegt af sér eins og til dæmis það að það fór ekkert mat fram á áhrifum laganna. Nú eru sumir af þeim sem stóðu að lagasetningunni farnir að viðurkenna að það hafi verið gengið of langt. Það var ekkert samráð haft við aðra en í búvörugeiranum. Ákvæði stjórnarskrárinnar eru þarna af ástæðu. Mál eiga að fá vandaða skoðun í þinginu og öll sjónarmið eiga að komast að. Það bara var einfaldlega ekki þannig í þessu máli þannig að ég er ekki hissa á niðurstöðu dómsins,“ segir Ólafur í samtali við fréttastofu. Fréttastofa ræddi í lok mars við Hauk Arnþórsson, stjórnsýslufræðing, sem sagði að þá nýsamþykkt búvörulög hafi verið ólöglega sett því breytingarfrumvarpið hefði breyst of mikið við aðra umræðu og að honum þætti ljóst að málið yrði dæmt ógilt ef það færi fyrir dómstóla. Í tilkynningu frá VR og Neytendasamtökunum segjast forsvarsmennirnir fagna dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Haft er eftir Höllu Gunnarsdóttur, varaformanni VR og starfandi formanni að þetta sé áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis. „Sýnir svart á hvítu að hagsmunaaðilar geta ekki komið bakdyramegin að lagasetningu þingsins,“ segir Halla. „Það er mikilvægt að Samkeppniseftirlitið taki sameiningar kjötafurðarstöðva til tafarlausrar skoðunar til hagsbóta fyrir neytendur og að Alþingi læri af þessu,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Hér er hægt að lesa dóm Héraðsdóms Reykjavíkur.
Búvörusamningar Alþingi Dómsmál Stjórnarskrá Neytendur Landbúnaður Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Samkeppnismál Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Tengdar fréttir Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur hefur slegið því föstu að gríðarlega umdeild breyting á búvörulögum hafi strítt gegn stjórnarskrá og breytingin hafi því ekkert gildi að lögum. 18. nóvember 2024 12:31 Ráðherra beitir sér ekki og eftirlitið í öngum sínum Matvælaráðherra ætlar ekki að beita sér fyrir breytingum á undanþáguheimildum í búvörulögum. Forstjóri Samkeppniseftirlitsins gagnrýnir ráðherra og atvinnuveganefnd og segir vinnubrögðin óforsvaranleg. 9. júlí 2024 13:57 „Þetta stappar nærri spillingu“ Afgreiðsla meirihluta atvinnuveganefndar á búvörulögum stappar nærri spillingu að mati formanns Neytendasamtakanna. Nokkur samtök hafa látið vinna fyrir sig greinargerð um málið, þau útiloka ekki málaferli og segja brotið gegn stjórnarskrá. 11. apríl 2024 19:10 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur hefur slegið því föstu að gríðarlega umdeild breyting á búvörulögum hafi strítt gegn stjórnarskrá og breytingin hafi því ekkert gildi að lögum. 18. nóvember 2024 12:31
Ráðherra beitir sér ekki og eftirlitið í öngum sínum Matvælaráðherra ætlar ekki að beita sér fyrir breytingum á undanþáguheimildum í búvörulögum. Forstjóri Samkeppniseftirlitsins gagnrýnir ráðherra og atvinnuveganefnd og segir vinnubrögðin óforsvaranleg. 9. júlí 2024 13:57
„Þetta stappar nærri spillingu“ Afgreiðsla meirihluta atvinnuveganefndar á búvörulögum stappar nærri spillingu að mati formanns Neytendasamtakanna. Nokkur samtök hafa látið vinna fyrir sig greinargerð um málið, þau útiloka ekki málaferli og segja brotið gegn stjórnarskrá. 11. apríl 2024 19:10