Ein og hálf milljón farþega á fyrstu fimm mánuðum ársins Það sem af er ári hefur Icelandair flutt um það bil 1,5 milljón farþega. Er það tíu prósentum fleiri en í fyrra. Eftirspurn eftir ferðum Íslendinga til útlanda heldur áfram að vera sterk en farþegum til Íslands hefur fækkað vegna samkeppni við aðra áfangastaði auk þess sem enn gætir neikvæðra áhrifa alþjóðlegrar fjölmiðlaumfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. 6.6.2024 16:01
Vill brottvísa hælisleitendum sem fremja alvarlega glæpi Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, sagði að vísa ætti úr landi hælisleitendum sem gerast sekir um hegningarlagabrot jafnvel þó þeir hafi komið frá Sýrlandi eða Afganistan. 6.6.2024 15:52
Stefnir í óefni náist samningar ekki í bráð Á morgun setjast færeysk verkalýðsfélög við samningaborðið og freista þess að binda enda á þrálát verkföll sem staðið hafa yfir síðan ellefta maí síðastliðinn. Ágústa Gísladóttir, aðalræðismaður Íslands í Færeyjum, segir ástandið alvarlegt en að færeyskt samfélag stæði við bak verkafólksins. 6.6.2024 13:50
Ungur maður varð fyrir alvarlegri líkamsárás í Árbæ Ráðist var á átján ára mann á leið sinni heim úr útskriftarveislu í Árbæ aðfaranótt sunnudags. Hann var kýldur, sparkað var í hann liggjandi í höfuð, brjóstkassa og maga. 6.6.2024 13:18
Genginn úr meirihlutasamstarfi vegna meints trúnaðarbrests Magnús S. Magnússon, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Suðurnesjabæ, segir trúnaðarbrest meðal Sjálfstæðismanna í bæjarstjórninni hafa valdið því að hann gekk úr meirihlutasamstarfinu. Meirihlutinn klofnaði í tveimur atkvæðagreiðslum á bæjarstjórnarfundi í gærkvöldi. 6.6.2024 10:59
Rafmagn komið á í Grindavík Rafmagn er aftur komið á í Grindavík en þar varð rafmagnslaust skömmu eftir að gos hófst við Sundhnúkagígaröðina í síðustu viku. 6.6.2024 00:19
Meirihlutinn í Suðurnesjabæ klofinn Bæjarstjórnarmeirihluti Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins klofnaði í tveimur atkvæðagreiðslum á bæjarstjórnarfundi í kvöld. Varðaði málið aðallega staðsetningu gervigrasvallar sem bærinn hyggst reisa. 5.6.2024 23:37
Segir stjórnarandstöðuna hafa kynt undir hatri árásarmannsins Robert Fico, forsætisráðherra Slóvakíu sem varð fyrir banatilræði fimmtánda maí síðastliðinn, kennir stjórnarandstöðunni þar í landi um að hafa ýtt undir hatursfulla orðræðu sem leiddi til banatilræðisins. Hann særðist alvarlega þegar ljóðskáld á áttræðisaldri skaut hann fimm sinnum. 5.6.2024 23:21
Mikilvæg mál föst vegna „störukeppni“ ríkisstjórnarinnar Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar segir mikilvæg mál fyrir þjóðarheill föst í þinginu vegna þess að ríkisstjórnarflokkarnir ná ekki samkomulagi sín á milli. Hann segir að það megi láta þingviljann ráða ef meirihluti er fyrir slíkum málum til að „störukeppninni“ eins og hann kallar hana geti lokið. 5.6.2024 22:25
Friðjón svarar Steinunni fullum hálsi Friðjón R. Friðjónsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og hluti af kosningateymi Katrínar Jakobsdóttur til forseta, segir Steinunni Ólinu Þorsteinsdóttur fara með „trumpískan óhróðrur“ í sinn garð. Hann segir margt ósatt í málflutningi Steinunnar og að hann minni helst á samsæriskenningar vestanhafs sem kenndar eru við QAnon. 5.6.2024 20:11