Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 17. júlí 2025 17:40 Ursula von der Leyen segir ákvörðunina íslensku þjóðarinnar en að beggja hagur sé augljós. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu sé enn gild. Hún svaraði spurningum blaðamanna ásamt Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra á sérstökum blaðamannafundi í dag. Ursula var spurð um stöðu umsóknarinnar í ljósi fyrirætlaðrar þjóðaratkvæðagreiðslu um að taka umsóknarferlið upp að nýju. Árið 2015 var umsóknin formlega dregin til baka af þáverandi ríkisstjórn. „Það sem er mkilvægt að hafa í huga er að ákvörðunin er í höndum íslensku þjóðarinnar. Íslenska þjóðin þarf að ákveða hve náið samband hún vill eiga við okkur og hvað framtíðin ber í skauti sér. Mér finnst mikilvægt að minnast þess að umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu er enn gild. Ísland er í góðri stöðu til að hefja ferlið að nýju,“ sagði Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Tjáði sig ekki um mótstöðu Flokks fólksins Hún sagði náið samstarf Íslands og Evrópu endurspeglast í samræðum hennar við Kristrúnu og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra. „Þegar þið hlustið á okkur hér heyrið þið hve margt við eigum sameiginlegt. Hverjir möguleikarnir gætu orðið af því að þróa samband okkar frekar,“ sagði hún. Blaðamaður spurði Ursulu svo hvort sú staðreynd að Flokkur fólksins styðji í orði kveðnu ekki endurupptöku aðildarviðræðnanna gerði þær ekki tilgangslausar með öllu. Ursula sagði það vera ákvörðun íslensku þjóðarinnar og að hún væri ekki í stöðu til að tjá sig um íslensk innanríkismál. Ákvörðunin sé í höndum íslensku þjóðarinnar. Virðir ákvörðun þjóðarinnar Forsætisráðherra sagði þá ljóst liggja fyrir að allir stjórnarflokkarnir hefðu komið sér saman um að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu og að gangast við og virða niðurstöður hennar. „Við viljum fá umboð íslensku þjóðarinnar og flokkarnir komu sér saman um að halda þessa þjóðaratkvæðagreiðslu. [Flokkur fólksins] mun virða þessa ákvörðun. Ég mun virða þessa ákvörðun hvort sem hún er já eða nei,“ sagði Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra. Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Evrópusambandið Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Fleiri fréttir Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Sjá meira
Ursula var spurð um stöðu umsóknarinnar í ljósi fyrirætlaðrar þjóðaratkvæðagreiðslu um að taka umsóknarferlið upp að nýju. Árið 2015 var umsóknin formlega dregin til baka af þáverandi ríkisstjórn. „Það sem er mkilvægt að hafa í huga er að ákvörðunin er í höndum íslensku þjóðarinnar. Íslenska þjóðin þarf að ákveða hve náið samband hún vill eiga við okkur og hvað framtíðin ber í skauti sér. Mér finnst mikilvægt að minnast þess að umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu er enn gild. Ísland er í góðri stöðu til að hefja ferlið að nýju,“ sagði Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Tjáði sig ekki um mótstöðu Flokks fólksins Hún sagði náið samstarf Íslands og Evrópu endurspeglast í samræðum hennar við Kristrúnu og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra. „Þegar þið hlustið á okkur hér heyrið þið hve margt við eigum sameiginlegt. Hverjir möguleikarnir gætu orðið af því að þróa samband okkar frekar,“ sagði hún. Blaðamaður spurði Ursulu svo hvort sú staðreynd að Flokkur fólksins styðji í orði kveðnu ekki endurupptöku aðildarviðræðnanna gerði þær ekki tilgangslausar með öllu. Ursula sagði það vera ákvörðun íslensku þjóðarinnar og að hún væri ekki í stöðu til að tjá sig um íslensk innanríkismál. Ákvörðunin sé í höndum íslensku þjóðarinnar. Virðir ákvörðun þjóðarinnar Forsætisráðherra sagði þá ljóst liggja fyrir að allir stjórnarflokkarnir hefðu komið sér saman um að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu og að gangast við og virða niðurstöður hennar. „Við viljum fá umboð íslensku þjóðarinnar og flokkarnir komu sér saman um að halda þessa þjóðaratkvæðagreiðslu. [Flokkur fólksins] mun virða þessa ákvörðun. Ég mun virða þessa ákvörðun hvort sem hún er já eða nei,“ sagði Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra.
Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Evrópusambandið Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Fleiri fréttir Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Sjá meira