Berlínarborg vill losna við glæsivillu Göbbels Landstjórn Berlínarborgar vill losna við umsjá yfir glæsilegu sveitabýli skammt frá borginni sem var reist handa Joseph Göbbels, áróðursráðherra Hitlers, árið 1939. Borgaryfirvöld freista þess að binda enda á áratugalanga óvissu um hvort beri að rífa býlið eða gera það upp þar sem það hefur ekki verið í notkun í fleiri áratugi. 4.5.2024 11:18
„Ég get ekki annað en sagt satt“ Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi segist vera þannig gerður að hann geti ekki sagt ósatt þó það hagnaðist honum pólitískt. 4.5.2024 10:23
Vill hinn almenna launamann á þing Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segist vilja hinn almenna launamann á þing. Hún segist telja það mikilvægt að framboðslistar flokksins endurspegli breyttan flokk. 1.5.2024 16:30
Sinueldur í Munaðarneslandi Sinueldur logar í Munaðarneslandi á Vesturlandi. Viðbragðsaðilum hefur tekist að ná tökum á brunanum en enn logar í einhverjum glæðum. Svæðið sem brann var ekki stórt en á mjög erfiðu svæði þar sem eldurinn átti upptök sín í birkiskógi. 1.5.2024 16:15
Íslensk stjórnvöld haldin „sjúkri undirgefni“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, var harðorð í garð íslenskra stjórnvalda í ræðu hennar á útifundi á Ingólfstorgi í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins í dag. Hún segir íslensk stjórnvöld haldin sjúkri undirgefni gagnvart Bandaríkjunum. 1.5.2024 15:27
Þrjú hundruð handtekin í Columbia-háskóla Um þrjú hundruð manns voru handtekin í Columbia-háskóla í New York-borg. Eric Adams borgarstjóri segir utanaðkomandi æsingamenn hafa náð ítökum meðal mótmælenda og að gyðingahatur og andóf gegn Ísrael væru útbreidd. 1.5.2024 14:42
Íslensk fjara á lista yfir bestu strendur heims Eystri-Fellsfjara við Jökulsárlón er á lista yfir bestu strandir heims að mati ferðamálasérfræðinga. Þar er hún í fertugasta og fyrsta sæti af fimmtíu. Listinn er uppfærður á hverju ári og áður var Reynisfjara einnig á honum. 1.5.2024 13:24
Stuðningur við dönsku ríkisstjórnina aldrei verið minni Stuðningur við dönsku ríkisstjórnina hefur aldrei mælst lægri samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem framkvæmd var af Epinion. 31,5 prósent landsmanna kysi ríkisstjórnarflokkana þrjá ef gengið yrði til kosninga í dag. 1.5.2024 11:34
Mótmælendur og gagnmótmælendur tókust á Bandarískir stúdentar hafa mótmælt stríðsrekstri Ísraelsmanna á Gasa af miklum móði undanfarnar vikur og hafa tjaldbúðir risið við háskóla um landið allt. Snemma morguns í dag sauð upp úr í einum slíkum tjaldbúðum sem reistar hafa verið við UCLA-háskóla í Kaliforníu þegar gagnmótmælendur gerðu tilraun til að rífa búðirnar niður. 1.5.2024 10:51
Björk varar við frumvarpi um sjókvíeldi Björk Guðmundsdóttir varar við frumvarpi um lagareldi og hvetur fólk til að setja nafn sitt á undirskriftalista Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur og skora á Alþingi að hafna frumvarpinu. 27.4.2024 16:52