Málið týndist í kerfinu og reyndist á endanum fyrnt Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 27. júní 2025 17:03 Málið fyrndist í meðferð lögreglu og héraðssaksóknara sem aðhöfðust ekkert í málinu í tvö ár. Vísir/Hjalti Maður á fertugsaldri var sleginn ítrekað með járnröri og hann rændur í Breiðholti. Rúmum tveimur árum síðar var rannsókn hætt og engin ákæra gefin út. Málið þvældist á milli lögreglunnar og saksóknara og fyrndist loks vegna seinagangs og misskilnings um hvort málið ætti heima á borði ákærusviðs lögreglunnar eða héraðssaksóknara. Ríkissaksóknari gerir athugasemdir við meðferð málsins. Samkvæmt frásögn fórnarlambsins sem málsgögn sem fréttastofa hefur undir höndum rennir stoðum undir var hann í heimsókn hjá vinkonu sinni í fjölbýlishúsi í Breiðholti aðfaranótt 20. ágúst 2022. Tveir menn veittust að honum á stigaganginum, annar hélt honum og hinn lamdi hann fjórum sinnum í höfuðið með járnstöng sem hann hafði í fórum sínum. Hann segir árásarmenn sína hafa staðið í hótunum við hann síðan og að vanræksla lögreglunnar og embættis héraðssaksóknara varði almannaöryggi. Slapp lygilega vel úr hættulegri árás Lögregla kom á vettvang og beið fórnarlambið eftir lögreglunni fyrir utan fjölbýlishúsið. Hann var blóðugur á hægri kinn og við munnvik og kvartaði undan sársauka. Hann kvað tvo menn hafa veist að sér og rænt hann. Samkvæmt framburði hans sem lýst er í frumskýrslu lögreglu sagði fórnarlambið annan árásarmannanna hafa skáldað sögu til að gera honum upp skuldir við sig. Þeir hafi hist í íbúð vinkonu hans í Breiðholti og skömmu síðar hafi hinn árásarmaðurinn bæst við og þeir ráðist á hann á stigaganginum og rænt. Þeir hafi slegið hann fjórum sinnum í andlitið með járnröri sem annar árásarmannanna hafði með sér. Lögreglan kom að brotaþola blóðugum og verkjuðum.Aðsend Næsta dag lagði fórnarlambið fram kæru á hendur árásarmönnunum og rúmum mánuði síðar lagði hann fram einkaréttarkröfu á hendur þeim. Hann krafði mennina um milljón króna í miskabætur, greiðslu á lögmannskostnaði og fjártjóni vegna meints ráns, alls að upphæð rúmrar einnar og hálfrar milljónar króna. Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður brotaþola, rökstuddi málið þannig að með stórfelldri aðför sinni hafi árásarmennirnir valdið brotaþola líkamstjóni auk hættu á mun stórfelldara líkamstjóni en raunin var. Fórnarlambið hefði sloppið vel frá árásinni en í raun verið heppni að hann stórslasaðist ekki enda var hann ítrekað laminn í höfuðið með þungu járnröri. Þannig vildi Sveinn Andri meina að brotið varðaði 218. grein hegningarlaganna sem fjallar um alvarlega líkamsárás. Alvarleg líkamsárás eða þessi hefðbundna Í stuttu máli fjalla 217. og 218. grein almennra hegningarlaga um líkamsárásir. Sú 217. segir að hver sá sem gerist sekur um líkamsárás, sem sé ekki svo mikil sem í 218. grein skuli sæta sektum eða fangelsi allt að sex mánuðum. Sú 218. kveður á um að maður sem með vísvitandi líkamsárás hefði valdið öðrum manni tjóni á líkama eða heilbrigði skuli sæta fangelsi allt að þremur árum eða sektum. Lykilmálsgrein greinarinnar hvað þetta mál varðar er eftirfarandi: „Nú hlýst stórfellt líkams- eða heilsutjón af árás eða brot er sérstaklega hættulegt vegna þeirrar aðferðar, þ.á.m. tækja, sem notuð eru, svo og þegar sá, er sætir líkamsárás, hlýtur bana af atlögu, og varðar brot þá fangelsi allt að 16 árum.“ Vinstra megin á neðri hluta myndarinnar sést glitta í járnrörið. Myndin er úr öryggismyndavél á vettvangi.Aðsend Brotaþoli og lögmaður hans vilja meina að sökum aðferðarinnar sem beitt var við árásina, nefnilega þá að metra langt járnrör var notað, hafi það verið hrein heppni að alvarlegra líkamstjón hlaust ekki af árásinni. Mál er varða 217. grein eru á borði ákærusviðs lögregluembættisins en mál er varða þá 218. eru á borði héraðssaksóknara. „Er með hreinum ólíkindum að brotaþoli skuli ekki hafa hlotið viðurhlutameiri líkamlega áverka; árásaraðferðin hefði hæglega getað leitt til [svo] örkumlunar, jafnvel dauða. Brotaþoli beið einnig mikinn andlegan og tilfinningalegan skaða sökum árásarinnar, en hann hefur hreyft við því að hafa verið [svo] óöruggur og taugaóstyrkur í miklum fjölda og virðist óttast að endurupplifa atburðinn. Sökum hræðslunnar forðast brotaþoli að vera í kringum fólk vegna ótta um að verða á vegi sakborninga og hrjáir þetta hann í daglegu lífi,“ segir í einkaréttarkröfunni. Annar árásarmaðurinn játaði verknaðinn Annar árásarmaðurinn, sá sem grunaður er að hafa mundað járnrörið og því beitt, var yfirheyrður daginn eftir árásina. Í yfirheyrslunni játar hann að hafa lamið fórnarlambið með járnröri í höfuðið. Hann vildi þó meina að það hafi verið í því skyni að verja frænda sinn, hinn árásarmanninn, sem fórnarlambið hefði veist að á stigaganginum og jafnframt að ætlunin hefði verið að lemja hann í bakið. Vegna ærslanna hafi það hafnað í andlitinu á fórnarlambinu. Hinn árásarmaðurinn var einnig yfirheyrður og var ekki mikið samræmi með sögum þeirra tveggja. Hann sagði til dæmis að fórnarlambið hefði ekki ráðist á sig en með þeim fyrirvara þó að hann hafi verið sljór af völdum lyfja þegar árásin átti sér stað. Ekkert aðhafst í ár og vísa til héraðssaksóknara Í afstöðu ríkissaksóknara sem gefin var út 13. júní á þessu ári og fréttastofa hefur undir höndum eru gerðar alvarlegar athugasemdir við meðferð lögreglu á málinu. Enda hafði rannsókn verið hætt og málið fyrnst og brotaþola veittar takmarkaðar upplýsingar um framvindu þess. Þar að auki voru rúm tvö ár liðin frá því að lögð var fram kæra á hendur meintum gerendum. Ólafur Þór Hauksson er héraðssaksóknari.Vísir Málinu var þannig ástatt að fórnarlambinu var tilkynnt 10. mars síðastliðinn að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefði ákveðið að hætta rannsókn á málinu. Ekki hafi verið talinn grundvöllur til áframhaldandi rannsóknar málsins þar sem sök vegna meints brots hafi verið fyrnd. Á þessum tímapunkti hafði málið þvælst á milli ákærusviðs lögreglunnar og héraðssaksóknara og ósamræmis gætt í túlkun embættanna tveggja á því hvar málið ætti heima og á borði hvers. Fórnarlambið kærði ákvörðun lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að hætta rannsókn málsins og þann 19. mars síðastliðinn barst ríkissaksóknara þau gögn frá lögreglunni sem vörðuðu málið. Ríkissaksóknari gerir athugasemdir við seinaganginn Í gögnum lögreglunnar kemur fram að í október 2023, eftir að hafa ekkert aðhafst í málinu í rúmt ár, hafi lögreglustjóri tekið ákvörðun um að hætta rannsókn á þeim hluta málsins sem varðaði meint rán og líkamsárás annars árásarmannsins. Á sama tíma var þáttur þess sem játaði að hafa lamið fórnarlambið með járnröri sendur embætti héraðssaksóknara þar sem sakarefnið var talið varða fyrrnefnda aðra málsgrein 218. greinar hegningarlaga vegna þeirrar hættulegu aðferðar sem notuð var gegn höfði brotaþola. Þá leið um eitt og hálft ár og með bréfi héraðssaksóknara 20. febrúar þessa árs var málið endursent lögreglustjóra til meðferðar þar sem héraðssaksóknari var ósammála túlkun ákærusviðsins að málið varðaði alvarlega líkamsárás. Á þessum tímapunkti hafði málið fyrnst og ekki hægt að gefa út ákæru, þrátt fyrir að játning lægi fyrir. Myndabandsupptökur af stigaganginum skömmu fyrir árásina liggja fyrir. Árásin sjálf átti sér stað utan sjónsviðs myndavéla.Aðsend Ríkissaksóknari taldi í afstöðu sinni að ekki væru forsendur fyrir því að heimfæra málið á 218. grein og þar af leiðandi hefði málið átt heima á borði ákærusviðs lögreglunnar. Þá var of seint að gefa út ákæru því vegna seinagangs lögreglu og héraðssaksóknara hafði málið fyrnst í meðferð embættanna tveggja. Ríkissaksóknari tekur undir með lögreglustjóra að ekki séu forsendur til að halda rannsókn málsins áfram en gerir athugasemdir við að aðilum málsins hafi ekki verið tilkynnt um þá ákvörðun fyrr en í mars þessa árs. Ríkissaksóknari gerir athugasemdir við þær miklu tafir sem urðu á meðferð málsins og segir þær aðfinnsluverðar. Ítrekað gerst á lögmannsferlinum Sveinn Andri Sveinsson er lögmaður fórnarlambsins. Hann segir sjaldgæft að mál sem þessi fyrnist þrátt fyrir að játning liggi fyrir en að það hafi þó komið fyrir á löngum ferli hans sem lögmaður. „Þetta gerist stundum. Ég hef fengið nokkrum sinnum bréf þar sem ég er með skaðabótakröfu og málið er fellt niður af því að það er búið að fyrnast í meðferð lögreglunnar,“ segir hann. Sveinn Andri Sveinsson var lögmaður brotaþola.Vísir/Hulda Margrét Sveinn segir að þar með sé ekki sagt að það sé útséð um að brotaþoli geti fengið greiddar bætur. Hægt sé að sækja bætur til bótanefndar en að það sé duttlungum nefndarinnar háð sem taki sjaldan mark á slíkum umsóknum sé dómur ekki fyrir hendi í málinu. Hann segir misferli embættanna vera mikið högg fyrir skjólstæðinga sína og sig sem lögmann. „Almennt séð er þetta algjör undantekning en þetta gerist. Ég myndi skjóta á að það séu komin fimm skipti að þetta hefur gerst hjá mér að mál hafi fyrnst í höndum lögreglu,“ segir hann. Umboðsmaður hefur samþykkt að taka kvörtun fórnarlambsins á málsmeðferðinni fyrir og málið fer fyrir bótanefnd seinna í sumar. Dómsmál Lögreglumál Lögreglan Reykjavík Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Innlent Fleiri fréttir Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATÓ Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Sjá meira
Samkvæmt frásögn fórnarlambsins sem málsgögn sem fréttastofa hefur undir höndum rennir stoðum undir var hann í heimsókn hjá vinkonu sinni í fjölbýlishúsi í Breiðholti aðfaranótt 20. ágúst 2022. Tveir menn veittust að honum á stigaganginum, annar hélt honum og hinn lamdi hann fjórum sinnum í höfuðið með járnstöng sem hann hafði í fórum sínum. Hann segir árásarmenn sína hafa staðið í hótunum við hann síðan og að vanræksla lögreglunnar og embættis héraðssaksóknara varði almannaöryggi. Slapp lygilega vel úr hættulegri árás Lögregla kom á vettvang og beið fórnarlambið eftir lögreglunni fyrir utan fjölbýlishúsið. Hann var blóðugur á hægri kinn og við munnvik og kvartaði undan sársauka. Hann kvað tvo menn hafa veist að sér og rænt hann. Samkvæmt framburði hans sem lýst er í frumskýrslu lögreglu sagði fórnarlambið annan árásarmannanna hafa skáldað sögu til að gera honum upp skuldir við sig. Þeir hafi hist í íbúð vinkonu hans í Breiðholti og skömmu síðar hafi hinn árásarmaðurinn bæst við og þeir ráðist á hann á stigaganginum og rænt. Þeir hafi slegið hann fjórum sinnum í andlitið með járnröri sem annar árásarmannanna hafði með sér. Lögreglan kom að brotaþola blóðugum og verkjuðum.Aðsend Næsta dag lagði fórnarlambið fram kæru á hendur árásarmönnunum og rúmum mánuði síðar lagði hann fram einkaréttarkröfu á hendur þeim. Hann krafði mennina um milljón króna í miskabætur, greiðslu á lögmannskostnaði og fjártjóni vegna meints ráns, alls að upphæð rúmrar einnar og hálfrar milljónar króna. Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður brotaþola, rökstuddi málið þannig að með stórfelldri aðför sinni hafi árásarmennirnir valdið brotaþola líkamstjóni auk hættu á mun stórfelldara líkamstjóni en raunin var. Fórnarlambið hefði sloppið vel frá árásinni en í raun verið heppni að hann stórslasaðist ekki enda var hann ítrekað laminn í höfuðið með þungu járnröri. Þannig vildi Sveinn Andri meina að brotið varðaði 218. grein hegningarlaganna sem fjallar um alvarlega líkamsárás. Alvarleg líkamsárás eða þessi hefðbundna Í stuttu máli fjalla 217. og 218. grein almennra hegningarlaga um líkamsárásir. Sú 217. segir að hver sá sem gerist sekur um líkamsárás, sem sé ekki svo mikil sem í 218. grein skuli sæta sektum eða fangelsi allt að sex mánuðum. Sú 218. kveður á um að maður sem með vísvitandi líkamsárás hefði valdið öðrum manni tjóni á líkama eða heilbrigði skuli sæta fangelsi allt að þremur árum eða sektum. Lykilmálsgrein greinarinnar hvað þetta mál varðar er eftirfarandi: „Nú hlýst stórfellt líkams- eða heilsutjón af árás eða brot er sérstaklega hættulegt vegna þeirrar aðferðar, þ.á.m. tækja, sem notuð eru, svo og þegar sá, er sætir líkamsárás, hlýtur bana af atlögu, og varðar brot þá fangelsi allt að 16 árum.“ Vinstra megin á neðri hluta myndarinnar sést glitta í járnrörið. Myndin er úr öryggismyndavél á vettvangi.Aðsend Brotaþoli og lögmaður hans vilja meina að sökum aðferðarinnar sem beitt var við árásina, nefnilega þá að metra langt járnrör var notað, hafi það verið hrein heppni að alvarlegra líkamstjón hlaust ekki af árásinni. Mál er varða 217. grein eru á borði ákærusviðs lögregluembættisins en mál er varða þá 218. eru á borði héraðssaksóknara. „Er með hreinum ólíkindum að brotaþoli skuli ekki hafa hlotið viðurhlutameiri líkamlega áverka; árásaraðferðin hefði hæglega getað leitt til [svo] örkumlunar, jafnvel dauða. Brotaþoli beið einnig mikinn andlegan og tilfinningalegan skaða sökum árásarinnar, en hann hefur hreyft við því að hafa verið [svo] óöruggur og taugaóstyrkur í miklum fjölda og virðist óttast að endurupplifa atburðinn. Sökum hræðslunnar forðast brotaþoli að vera í kringum fólk vegna ótta um að verða á vegi sakborninga og hrjáir þetta hann í daglegu lífi,“ segir í einkaréttarkröfunni. Annar árásarmaðurinn játaði verknaðinn Annar árásarmaðurinn, sá sem grunaður er að hafa mundað járnrörið og því beitt, var yfirheyrður daginn eftir árásina. Í yfirheyrslunni játar hann að hafa lamið fórnarlambið með járnröri í höfuðið. Hann vildi þó meina að það hafi verið í því skyni að verja frænda sinn, hinn árásarmanninn, sem fórnarlambið hefði veist að á stigaganginum og jafnframt að ætlunin hefði verið að lemja hann í bakið. Vegna ærslanna hafi það hafnað í andlitinu á fórnarlambinu. Hinn árásarmaðurinn var einnig yfirheyrður og var ekki mikið samræmi með sögum þeirra tveggja. Hann sagði til dæmis að fórnarlambið hefði ekki ráðist á sig en með þeim fyrirvara þó að hann hafi verið sljór af völdum lyfja þegar árásin átti sér stað. Ekkert aðhafst í ár og vísa til héraðssaksóknara Í afstöðu ríkissaksóknara sem gefin var út 13. júní á þessu ári og fréttastofa hefur undir höndum eru gerðar alvarlegar athugasemdir við meðferð lögreglu á málinu. Enda hafði rannsókn verið hætt og málið fyrnst og brotaþola veittar takmarkaðar upplýsingar um framvindu þess. Þar að auki voru rúm tvö ár liðin frá því að lögð var fram kæra á hendur meintum gerendum. Ólafur Þór Hauksson er héraðssaksóknari.Vísir Málinu var þannig ástatt að fórnarlambinu var tilkynnt 10. mars síðastliðinn að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefði ákveðið að hætta rannsókn á málinu. Ekki hafi verið talinn grundvöllur til áframhaldandi rannsóknar málsins þar sem sök vegna meints brots hafi verið fyrnd. Á þessum tímapunkti hafði málið þvælst á milli ákærusviðs lögreglunnar og héraðssaksóknara og ósamræmis gætt í túlkun embættanna tveggja á því hvar málið ætti heima og á borði hvers. Fórnarlambið kærði ákvörðun lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að hætta rannsókn málsins og þann 19. mars síðastliðinn barst ríkissaksóknara þau gögn frá lögreglunni sem vörðuðu málið. Ríkissaksóknari gerir athugasemdir við seinaganginn Í gögnum lögreglunnar kemur fram að í október 2023, eftir að hafa ekkert aðhafst í málinu í rúmt ár, hafi lögreglustjóri tekið ákvörðun um að hætta rannsókn á þeim hluta málsins sem varðaði meint rán og líkamsárás annars árásarmannsins. Á sama tíma var þáttur þess sem játaði að hafa lamið fórnarlambið með járnröri sendur embætti héraðssaksóknara þar sem sakarefnið var talið varða fyrrnefnda aðra málsgrein 218. greinar hegningarlaga vegna þeirrar hættulegu aðferðar sem notuð var gegn höfði brotaþola. Þá leið um eitt og hálft ár og með bréfi héraðssaksóknara 20. febrúar þessa árs var málið endursent lögreglustjóra til meðferðar þar sem héraðssaksóknari var ósammála túlkun ákærusviðsins að málið varðaði alvarlega líkamsárás. Á þessum tímapunkti hafði málið fyrnst og ekki hægt að gefa út ákæru, þrátt fyrir að játning lægi fyrir. Myndabandsupptökur af stigaganginum skömmu fyrir árásina liggja fyrir. Árásin sjálf átti sér stað utan sjónsviðs myndavéla.Aðsend Ríkissaksóknari taldi í afstöðu sinni að ekki væru forsendur fyrir því að heimfæra málið á 218. grein og þar af leiðandi hefði málið átt heima á borði ákærusviðs lögreglunnar. Þá var of seint að gefa út ákæru því vegna seinagangs lögreglu og héraðssaksóknara hafði málið fyrnst í meðferð embættanna tveggja. Ríkissaksóknari tekur undir með lögreglustjóra að ekki séu forsendur til að halda rannsókn málsins áfram en gerir athugasemdir við að aðilum málsins hafi ekki verið tilkynnt um þá ákvörðun fyrr en í mars þessa árs. Ríkissaksóknari gerir athugasemdir við þær miklu tafir sem urðu á meðferð málsins og segir þær aðfinnsluverðar. Ítrekað gerst á lögmannsferlinum Sveinn Andri Sveinsson er lögmaður fórnarlambsins. Hann segir sjaldgæft að mál sem þessi fyrnist þrátt fyrir að játning liggi fyrir en að það hafi þó komið fyrir á löngum ferli hans sem lögmaður. „Þetta gerist stundum. Ég hef fengið nokkrum sinnum bréf þar sem ég er með skaðabótakröfu og málið er fellt niður af því að það er búið að fyrnast í meðferð lögreglunnar,“ segir hann. Sveinn Andri Sveinsson var lögmaður brotaþola.Vísir/Hulda Margrét Sveinn segir að þar með sé ekki sagt að það sé útséð um að brotaþoli geti fengið greiddar bætur. Hægt sé að sækja bætur til bótanefndar en að það sé duttlungum nefndarinnar háð sem taki sjaldan mark á slíkum umsóknum sé dómur ekki fyrir hendi í málinu. Hann segir misferli embættanna vera mikið högg fyrir skjólstæðinga sína og sig sem lögmann. „Almennt séð er þetta algjör undantekning en þetta gerist. Ég myndi skjóta á að það séu komin fimm skipti að þetta hefur gerst hjá mér að mál hafi fyrnst í höndum lögreglu,“ segir hann. Umboðsmaður hefur samþykkt að taka kvörtun fórnarlambsins á málsmeðferðinni fyrir og málið fer fyrir bótanefnd seinna í sumar.
Dómsmál Lögreglumál Lögreglan Reykjavík Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Innlent Fleiri fréttir Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATÓ Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent