Lýsa yfir áhyggjum af fregnum af fjöldagröfum á Gasa Volker Türk, yfirmaður mannréttindamála hjá Sameinuðu þjóðunum, hefur lýst yfir miklum áhyggjum af fregnum af því að hundruð líka hafi fundist í fjöldagröfum við tvö stærstu sjúkrahús Gasastrandarinnar. 23.4.2024 18:24
Stórfjölgun ofbeldisbrota, firðir í hættu og hönnunarstuldur Tilkynningum um alvarleg ofbeldisbrot til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur fjölgað um áttatíu og fimm prósent á síðustu tíu árum á sama tíma og lögreglumönnum hefur fækkað um fjörutíu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við lögreglustjóra sem kallar eftir breytingum. 23.4.2024 18:01
Segja baráttuna bara rétt að hefjast Þær Helga Þórisdóttir og Ásdís Rán Gunnarsdóttir, forsetaframbjóðendur, segja kosningabaráttuna rétt að byrja og þær muni láta ljós þeirra skína. Ásdís er nýbúin að safna nægilega mörgum undirskriftum og Helga segist á lokametrunum með það. 22.4.2024 22:47
Undirbúa stærðarinnar sendingar til Úkraínu Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna undirbýr nú umfangsmikla sendingu hergagna til Úkraínu. Pakkinn mun meðal annars innihalda bryndreka, annarskonar farartæki, skotfæri fyrir stórskotalið og loftvarnarkerfi og langdrægar eldflaugar. 22.4.2024 22:31
Samvinna og hryllingur í GameTíví Strákarnir í GameTíví munu þurfa að láta reyna á bæði taugarnar og samvinnuna í kvöld. Fyrst munu strákarnir prófa leikinn Content Warning en því næst ætla þeir í hryllingsleikinn Don't Scream. 22.4.2024 19:31
Hættu við umfangsmiklar árásir á Íran Ráðamenn í Ísrael ætluðu sér að gera mun umfangsmeiri árásir á Íran en þeir ákváðu svo á endanum að gera. Pólitískur þrýstingur frá Joe Biden og nokkrum ráðamönnum í Evrópu er sagður hafa átt stóran þátt í því að þess í stað gerðu Ísraelar minni árás sem klerkastjórn Íran gat sleppt að svara með frekari árásum. 22.4.2024 18:58
Morðrannsókn á Akureyri og sundgestir í uppnámi Kona fannst látin í fjölbýlishúsi í Naustahverfinu á Akureyri á fimmta í nótt og grunur er um að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 22.4.2024 18:01
Tveimur sleppt úr haldi á Suðurlandi Forsvarsmenn Lögreglunnar á Suðurlandi hafa aflétt gæsluvarðhaldi yfir tveimur af þeim fjórum mönnum sem voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í gær, vegna manndráps í Kiðjabergi í Grímsnes- og Grafningshreppi um helgina. 22.4.2024 17:39
Átta hundrað milljóna afgangur í Hafnarfirði Hafnarfjarðarbær skilaði 808 milljóna króna rekstrarafgangi á síðasta ári. Þetta kom fram á fundi bæjarráðs í dag þegar ársreikningur sveitarfélagsins var lagður þar fram. Ári áður var rekstrarafgangurinn 890 milljónir. 22.4.2024 17:28
Bein útsending: Fara yfir breytingar á örorkulífeyriskerfinu Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, kynnir umfangsmiklar breytingar á örorkulífeyriskerfi íslands í dag. Breytingin ber yfirskriftina „Öll með“ og er markmið þeirra að einfalda kerfið, draga úr tekjutengingum og gera það réttlátara. 22.4.2024 10:01