„Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ „Það er alltaf ömurlegt þegar leikir ráðast á einhverju svona bulli,“ sagði körfuboltaþjálfarinn Benedikt Guðmundsson þegar dómararnir fengu að finna fyrir því í umræðum eftir tap Íslands gegn Póllandi á EM í körfubolta í gær. 1.9.2025 08:00
Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Það var nóg um að vera í þriðju umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta og nú má sjá öll mörkin úr umferðinni á Vísi. 1.9.2025 07:31
„Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Þetta er ógeðslega svekkjandi. Við þurftum bara að grípa þetta [tækifæri] en því miður gekk það ekki í þetta skipti,“ sagði Martin Hermannsson eftir tapið gegn Belgíu á EM í körfubolta í dag. 30.8.2025 15:03
„Fannst við eiga meira skilið“ „Við spiluðum virkilega góðan leik og mér fannst við eiga meira skilið en svona eru íþróttirnar,“ sagði landsliðsþjálfarinn Craig Pedersen, sár og svekktur, eftir tap Íslands gegn Belgíu á EM í körfubolta í dag. 30.8.2025 14:47
„Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Elvar Már Friðriksson var vitanlega afar svekktur eftir tapið gegn Belgíu í dag, á EM í körfubolta, eftir að Ísland hafði verið yfir lengst af í leiknum. Í blálokin komust Belgar yfir og unnu að lokum 71-64. 30.8.2025 14:31
Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Chelsea og Fulham áttust við í Lundúnaslag í hádeginu, í fyrsta leik spennandi helgar í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. 30.8.2025 13:27
Langþráður leikur Bryndísar Örnu Eftir að hafa misst af EM í sumar vegna meiðsla lék Bryndís Arna Níelsdóttir langþráðar mínútur í dag með Växjö í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. 30.8.2025 13:02
Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish Trent Alexander-Arnold er á meðal þeirra sem ekki urðu fyrir valinu í nýjasta landsliðshópi Thomas Tuchel, þjálfara enska landsliðins í fótbolta. 29.8.2025 17:00
„Stundum hata ég leikmenn mína“ Rúben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, segist ekki ætla að breyta því hve tilfinningasamur hann sé, þar á meðal í viðtölum. Stundum hati hann eigin leikmenn og stundum elski hann þá. 29.8.2025 13:39
„Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Spekingarnir í Besta sætinu sögðu Ísraela hafa komist upp með að berja á Tryggva Snæ Hlinasyni og þar með hafi Ísland, með slæma hittni utan þriggja stiga línunnar, átt litla möguleika í fyrsta leik á EM í gær. 29.8.2025 12:30