Dagur Árni í liði mótsins á EM Ísland átti fulltrúa í stjörnuliði Evrópumóts U18-landsliða karla í handbolta sem lauk í Svartfjallalandi í dag, því Dagur Árni Heimisson var valinn sem leikstjórnandi liðsins. 18.8.2024 22:33
Söngurinn um Haaland kom í bakið á honum: „Fyndinn náungi“ Marc Cucurella gæti hafa séð eftir því í dag að hafa sungið um það í sumar að Erling Haaland ætti að skjálfa á beinunum þegar Cucurella væri á svæðinu. Haaland fór illa með hann á fótboltavellinum í dag og tjáði sig um Spánverjann í viðtali eftir leik. 18.8.2024 22:31
Mikael Egill lagði upp gegn Lazio Landsliðsmaðurinn Mikael Egill Ellertsson var í byrjunarliði Venezia í dag í fyrstu umferð ítölsku A-deildarinnar í fótbolta, þegar liðið mætti Lazio. 18.8.2024 20:49
Vonbrigði í fyrsta leik Mbappé á Spáni Frumraun frönsku stórstjörnunnar Kylian Mbappé í spænsku 1. deildinni í fótbolta fór ekki eins og hann hefði óskað sér því meistarar Real Madrid gerðu aðeins 1-1 jafntefli við Mallorca í kvöld. 18.8.2024 19:39
Ekkert bikarævintýri í ár hjá Ísaki Bikarævintýri Fortuna Düsseldorf var ansi mikið styttra í ár en á síðustu leiktíð, þegar liðið fór í undanúrslit þýska bikarsins í fótbolta. 18.8.2024 19:22
Meistararnir byrja á sterkum sigri Meistarar Manchester City hófu nýja leiktíð í ensku úrvalsdeildinni á sterkum 2-0 útisigri gegn Chelsea í stórleik helgarinnar. 18.8.2024 17:28
Ungu strákarnir okkar grátlega nálægt bronsi Íslenska U18-landsliðið í handbolta karla missti óhemju naumlega af verðlaunum á Evrópumótinu sem lýkur í Svartfjallalandi í dag. 18.8.2024 17:06
Milner sló met Giggs og tíu Newcastle-menn lönduðu sigri Newcastle vann afar kærkominn sigur á nýliðum Southampton í dag, 1-0, þrátt fyrir að vera manni færri í rúman klukkutíma. Brighton skellti Everton 3-0, í leik þar sem James Milner sló met fyrir framan unga stjórann sinn, en Nottingham Forest og Bournemouth gerðu 1-1 jafntefli. 17.8.2024 16:14
Bomba frá Selmu og Ísak skoraði gegn toppliðinu Selma Sól Magnúsdóttir og Ísak Andri Sigurgeirsson voru á skotskónum í Skandinavíu í dag og þótti mark Selmu sérlega glæsilegt. 17.8.2024 15:11
„Ansi mikið breytt“ með komu Slots Mohamed Salah átti hefðbundna draumabyrjun á tímabilinu með Liverpool þegar hann skoraði og lagði upp mark í 2-0 sigri á Ipswich í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 17.8.2024 14:31