Jóhann fékk ekki að spila þegar Burnley féll Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley eru fallnir niður úr ensku úrvalsdeildinni, eftir eins árs dvöl, en þetta varð endanlega ljóst þegar liðið tapaði gegn Tottenham í dag, 2-1, í næstsíðustu umferð. 11.5.2024 15:54
Karólína með stjörnum á toppi listans Karólína Lea Vilhjálmsdóttir hefur verið algjör lykilmaður hjá Leverkusen í vetur, sem lánsmaður frá Bayern München, og hún átti enn eina stoðsendinguna í 3-1 sigri á Duisburg í dag. 11.5.2024 14:43
Kristall hetjan en fagnaði ósæmilega og fékk rautt Kristall Máni Ingason skoraði sigurmark úr víti, rétt fyrir lok leiks, sem svo gott sem tryggði Sönderjyske titilinn í dönsku 1. deildinni í fótbolta í dag. 11.5.2024 14:26
Frost í sókn en sveinar Dags mörðu sigur Eftir sex marka tap gegn Noregi á fimmtudag náðu lærisveinar Dags Sigurðssonar í króatíska landsliðinu í handbolta að merja sigur á Argentínu í dag, á æfingamóti í Osló, 20-19. 11.5.2024 14:03
Algjör martröð eins manns þegar Celtic vann erkióvininn Skotlandsmeistaratitilinn blasir við Brendan Rodgers og hans mönnum í Celtic eftir 2-1 sigur á erkifjendunum í Rangers í Glasgow í dag. 11.5.2024 13:54
Titillinn hrifsaður úr greipum Diljár og fall blasir við Sveini Diljá Ýr Zomers og stöllur hennar í OH Leuven urðu í annað sinn á einni viku að sætta sig við naumt tap í toppslag í belgísku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Titillinn er þar með svo gott sem runninn þeim úr greipum. 11.5.2024 13:41
Gvardiol skaut City á toppinn Manchester City var í stuði gegn Fulham í dag og kom sér á topp ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, nú þegar meistararnir eiga tvo leiki eftir. 11.5.2024 13:22
Stuðningsmenn stöðvuðu liðsrútuna og leik Standard frestað Belgíska stórveldið Standard Liege má muna fífil sinn fegurri og óánægðir stuðningsmenn ollu því að liðið gat ekki spilað leik sinn við Westerlo í gærkvöld. 11.5.2024 12:30
Andri Lucas fékk kanilstykki í verðlaun Andri Lucas Guðjohnsen skoraði sitt þrettánda mark fyrir Lyngby í gær og er markahæstur í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Því var vel fagnað í klefanum eftir 2-1 sigurinn gegn OB í gær, og Andri Lucas er staðráðinn í að verða markakóngur. 11.5.2024 12:01
Segja Ísland hafa skorað fimmtíu án þess að svitna Eistlendingar viðurkenna að nær ómögulegt sé fyrir þá að slá út Íslendinga í umspilinu um sæti á HM í dag, enda fór fyrri leikur liðanna 50-25 í Laugardalshöll. 11.5.2024 11:23