Óvænt orðinn stjarna í Svíþjóð Sigurganga Akureyringsins Birkis Blæs í sænska Idol-inu heldur áfram. Hann er kominn í fimm manna úrslit og segist allt í einu vera farinn að eygja raunverulegan möguleika á að sigra keppnina. 20.11.2021 12:13
Herra Hnetusmjör svarar Sigríði fullum hálsi: „Fyrrverandi ráðherra, höfum það á hreinu“ Herra Hnetusmjör gefur lítið fyrir gagnrýni Sigríðar Á. Andersen á ferðalög hans til útlanda. Hann skýtur föstum skotum á fyrrverandi ráðherrann - og hendir gaman að pólitískri fortíð Sigríðar á samfélagsmiðlum. 20.11.2021 11:16
Mannréttindabrot í miðbænum Íslandsdeild Amnesty International ýtti úr vör meiri háttar herferð í fyrradag. Yfirskriftin er Þitt nafn bjargar lífi - og um er að ræða stærstu mannréttindaherferð í heimi, sem í ár fagnar 20 ára afmæli. 20.11.2021 09:37
Hyggjast nota rafræn skilríki til að loka á klám fyrir börn Íslensk stjórnvöld áforma að hefta verulega aðgang barna yngri en 18 ára að klámi með róttækum rafrænum lausnum sem unnið er að í menntamálaráðuneytinu. Til skoðunar er að nota rafræn skilríki til að loka alveg á klám fyrir ólögráða. 19.11.2021 21:01
Lygileg nákvæmni í byltingarkenndum ókeypis búnaði Máltækni hefur fleygt áfram á síðustu árum og landsmenn hafa nú ókeypis aðgang að forriti sem breytir töluðu máli í ritað á svipstundu. Þetta auðveldar líf margra til muna og er næstum því fullkomið, en alls ekki alveg. 16.11.2021 23:16
Risadagur fyrir Strætó sem hoppar inn í framtíðina Strætó bs. innleiddi nýtt greiðslukerfi fyrir alla vagna á höfuðborgarsvæðinu í dag, þar sem snjallkort og snjallsímar eru meginstoðirnar. 16.11.2021 22:41
Loksins í smá viðtali: Arnaldur Indriðason kveðst ekki nörd og gefur lítið fyrir hrakspár um íslenskuna Það er ekki á hverjum degi sem blaðamenn ná tali af ástsælasta núlifandi rithöfundi þjóðarinnar, Arnaldi Indriðasyni. Í dag gaf maðurinn færi á sér enda nýjasti handhafi verðlauna Jónasar Hallgrímssonar á degi íslenskrar tungu. 16.11.2021 20:25
Katrín vill „svartan fössara“ Íslendingar lesa töluvert mikið, staðhæfir formaður Rithöfundasambandsins á degi íslenskrar tungu. Forsætisráðherra vill að næsti hátíðisdagur í verslun verði kallaður svartur fössari. 16.11.2021 14:35
Tekur tíma að koma alls staðar upp ókyngreindum salernum Ókyngreind salerni má nú finna í um það bil þremur af hverjum fjórum byggingum Háskóla Íslands. Skólinn hefur verið gagnrýndur fyrir að bjóða ekki upp á slíkt alls staðar. 2.11.2021 22:00
Takmarkanir nauðsynlegar næstu mánuði eða ár Sóttvarnalæknir telur að samkomutakmarkanir þurfi að vera við lýði næstu mánuði eða ár. Hann vill hæfilegan milliveg til lengri tíma í stað þess að vera sífellt að herða og slaka á klónni. 2.11.2021 21:00